Plötudómur: Of Monsters And Men – All Is Love And Pain In The Mouse Parade

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. október.
Mýs og menn
Heil sex ár eru liðin frá síðustu hljóðversplötu Of Monsters And Men, OMAM. Þetta er ekki óeðlilegur tími í dag þegar litið er til listafólks af þessari stærðargráðu, nöfnin/vörumerkin lifa góðu lífi í gegnum ýmsar rásir og vettvang þegar viss stærð er komin, að dæla út plötu árlega er ekki málið, a.m.k. ekki lengur. Síðasta plata, Fever Dream, kom þannig út 2019 en ekki að meðlimir hafi setið með hendur í skauti þessi ár, ýmis verkefni hafa ratað á fjörur einstakra meðlima og t.a.m. gaf Nanna Bryndís söngkona, gítarleikari og lagahöfundur út sólóplötu 2023. Þetta er svakalegur titill á nýju plötunni. All is Love and Pain in the Mouse Parade. Hljómsveitin sjálf sá um upptökustjórn en vann hana hins vegar náið með Bjarna Þóri Jenssyni. Peter Katis sá um hljóðblöndun og Josh Kaufman kom einnig að gerð plötunnar.
Afturhvarf að einhverju leyti
Það er ekkert skrítið við það að þessir sigurvegarar Músíktilrauna 2010 hafi sölsað undir sig poppheima tveimur árum síðar með hinni stórgóðu My Head is an Animal. Sprúðlandi þjóðlaganýbylgjan var flutt af ástríðu, krafti og smitandi gleði sem áheyrendur áttu hreinlega ekki „breik“ í. Þremur árum síðar kom „erfiða plata tvö“ út og var mjög vel heppnuð. Beneath the Skin er þyngri og dekkri en frumburðurinn en samt ekki svo. Í plötunni fólust þau skilaboð að ekki yrði tjaldað til einnar nætur, hljóðheimurinn þróaður áfram og ungæðistaktar tálgaðir í burtu. Fever Dream reyndist hins vegar giska ójafnt verk þar sem gljáfægt leikvangapopp ógnaði kjarna sveitarinnar fullmikið.
All is Love and Pain in the Mouse Parade ber að einhverju leyti með sér afturhvarf. Hún minnir mig á Beneath the Skin en þetta skrifaði ég um hana á sínum tíma: „… ef fyrsta platan hoppaði og skoppaði eins og lítill hraðbátur á öldum gleðinnar skríður þessi volduglega áfram eins og stæðilegt flugmóðurskip.“ Þessi voldugi bragur leikur um All is love …, sveitin hefur verið það lengi í bransanum að reynslan er farin að tikka. Það er ekki fát eða fum yfir, fólk veit upp á hár hvað það vill knýja fram. Þetta er rokkplata sveitar sem hefur verið að spila um allan heim, á stórum sviðum, í meira en áratug og tónlistin er því þannig, ber þess merki. Og kjarninn, blessunarlega, það er búið að töfra hann fram á nýjan leik. Og líkt og á Beneath the Skin víkur sprell og fjör fyrir hökustrokum og „íbygginni sálarleit“.
Lög sem rífa í
„Television Love“ opnar plötuna og söngrödd Ragnars Þórhallssonar leiðir það. Það er ekkert verið að flýta sér, lagið skríður rólyndislega áfram og sveipar hlustandann. Strengir undir, píanóglamur og óræð dramatísk spenna. Nanna Bryndís kemur inn um miðbikið og lagið springur út í kjölfarið. „Dream Team“ er næst, léttara en með sama öryggissniðinu. Rennslið er snurðulaust, lag í millitempói og svöl fjarlægð í söngnum. Nanna Bryndís syngur „The Actor“, ljúfsár smíð og hjartatosandi og nettur Stevie Nicks/Fleetwood Mac-bragur yfir (greindi líka smá Van Morrison-blæ í „Dream Team“). Ekki að sveitin sé að renna sér í einhverjar áttunda áratugar hillingar, þetta eru bara stutt tónskeyti sem hitta taugar hins aldraða rýnis. Plötunni vindur áfram í þessum ham og lögin í framhaldinu eru miseftirminnileg, sum þeirra dálítið „málað eftir númerum“ en önnur ná að rífa í. „Kamikaze“ er vel heppnað, í dáleiðandi OMAM-stíl (sko, það er hægt að tala um slíkt!), og „Fruit Bat“ er áhugavert uppbrot um miðbikið, átta mínútna epík og næsta Sigur Rósar-leg smíð. Plötunni er lokað með eins slags lagaþrennu sem rís hæst með „The Block“, stingandi ástarlagi. Strax á eftir kemur „Mouse Parade“, nokkurs konar frágangslag, líkt og söngleikur sé að verða búinn, og „The End“ er snotur slaufa, fallega sungin af þeim Ragnari og Nönnu.
Vel heppnuð plata þegar allt er saman tekið og áttavitinn orðinn bæði vel smurður og stilltur.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
Safn
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


