Plötudómur: Páll Óskar og Benni Hemm Hemm – Alveg

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 11. október.
Hugsað með hjartanu
Lengi hef ég þekkt Benna Hemm Hemm, Benedikt Hermann Hermannsson, og jú, Pál Óskar reyndar líka. Ég gladdist þegar ég heyrði að þeir hefðu hrært í lag saman, eitthvað sem mér fannst samt ekki það undarlegt, þekkjandi listamanninn Benna og uppátækjasemi hans. Tildrögin liggja í bón frá sjónvarpsþættinum Hljómskálanum, nánar tiltekið Kidda Hjálmi, og fyrir þáttinn sömdu þeir upphafslag plötunnar, „Undir álögum“. En fluttu hins vegar „Allt í lagi“, annað lagið, í þættinum sjálfum. Þetta samstarf vatt upp á sig sem skilaði sér í plötunni sem hér verður til kosta tekin. Mér finnst svo dásamlegt að þeir félagar eru grannar í Vesturbænum og samstarfið er þannig séð endurtekið minni úr popp/rokksögunni (mér verður helst hugsað til Traveling Wilburys, sem varð til af því að meðlimir, George Harrison og fleiri, voru að sækja gítara hver til annars á einhverjum LA-rúnti). Þorpin eru víða.
Kallast á yfir limgerðið
Þeir félagar hafa varla farið fram hjá landanum undanfarnar vikur og er það vel. Frábær frammistaða í Gísla Marteini m.a. undir belti, stór viðtöl og lög hafa glumið á öldum ljósvakans að undanförnu. Verklagið við plötuna var þess til að gera einfalt, Benni samdi tónlist og Palli sá um sönglínur og texta. Þessi plata er svo eitthvað annað, svo að það sé sagt. Páll Óskar með frábæra texta, dásamlega sungnir – nema hvað – og bæði tekist á við persónuleg mál og pólitísk. Tónlist Benna liggur síðan undir, melódísk og hæfilega kenjótt. Dass af diskói, strengjum og létthlustunarverkum frá áttunda áratugnum. Þú og ég eru þarna líka og þetta er eins slags dans við sígilda popptónlist fyrri áratuga. Heyra má í epískri kammersturlun Scotts Walker og ódýrum – en ómótstæðilegum – plötum Rays Conniff sem safna ryki í verslunum Rauða krossins.
Þeir félagar eru undir áhrifum hvor frá öðrum um leið og þeir kallast á yfir limgerðið í fjarlægð, samrýmanlegir og ósamrýmanlegir, einhver spenna undir en um leið samsláttur sem gefur þessu öllu saman vigt. Ég veit að þetta meikar varla sens en ég er hrifinn af því hvernig þessi tónlist er í senn aðgengileg og melódísk um leið og hún hangir í einhverjum handanheimi. Líkt og lokalagið, „Þú mættir“, sem vísar beint í Julee Cruise/David Lynch.
Baráttan eilífa
Ég var svo heppinn að vera viðstaddur hlustunarteiti sem hverfðist um plötuna. Hún var leikin af þeim forláta vínil sem hýsir hana m.a., bleikur og fagur og glæst opnanlegt umslag með textum, ljósmyndum og fleira fíneríi. Benni og Palli sátu í sófa og sögðu frá á milli laga. Páll Óskar var óvenjulega feiminn mætti segja (já, ég veit!) en æðruleysið og þakklætið var smitandi. Það gleymist oft hversu mikill baráttumaður fyrir mannréttindum – hvers kyns mannréttindum – Páll hefur alltaf verið. „Eitt af blómunum“ er með eftirminnilegri söngvum af þeim toganum sem ég hef heyrt og Páll skilur hversu mikilvægt það er að nota vettvanginn sem hann á til góðra verka. Hann er „alveg“ heill í því öllu saman. Þegar þessi grein birtist hafa tvennir útgáfutónleikar farið fram í Austurbæjarbíói (að öllum líkindum, þetta er skrifað á þriðjudegi). Virknin í kringum verkefnið hefur þannig verið góð, mikil og uppbyggileg. Mögulega hefur hér verið lagður grunnur að frekari ævintýrum hjá þeim félögum.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012