Plötudómur: Rúnar Þórisson – Svo fer

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. nóvember.
Þá klingja klukkurnar
Það er mikið undir á nýjustu sólóplötu Rúnars Þórissonar, Svo fer. Almennar tilvistarspurningar og vangaveltur um hinstu rök hafa verið honum hugleiknar á síðustu verkum en Rúnar var hætt kominn í sjósundi árið 2020 og lá á milli heims og helju um stund. Þessu voru gerð skil á hinni hæfandi nefndu Ferjumaðurinn það sama ár en skyldar spurningar leita enn á minn mann og ekki að undra.
Í formlegum texta sem fylgir þessu verki úr hlaði ræðir Rúnar um alls kyns tímamót sem ber upp á þessu ári: „20 ár frá því sólóferillinn hófst með plötunni Ósögð orð og ekkert meir, 40 ár síðan Grafík sló í gegn með lögum eins og „Þúsund sinnum segðu já“ og „Húsið og ég“, 60 ár síðan ég eignaðist fyrsta gítarinn sem hefur verið í höndum mínum síðan og heil 70 ár síðan ég opnaði augun með lífið sjálft í þeim sömu höndum … Þá eru u.þ.b. 50 ár síðan við Rabbi trommari sórumst í tónlistarlegt fóstbræðralag sem lagði grunninn að Grafík, 30 ár frá því að ég kom heim að loknu klassísku tónlistarnámi erlendis og 10 frá þeirri áskorun að gefa út eitt frumsamið lag og texta á mánuði í næstum heilt ár.“
Dró proggvagn
Upptökur og hljóðblöndun fóru fram í Stúdíó Paradís og var það Jóhann Ásmundsson sem um það sá. Hann hljómjafnaði einnig. Hljóðfæraleikarar og söngvarar, aðrir en Rúnar sjálfur, eru Arnar Þór Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Daði Birgisson, Hálfdán Árnason, Lára Rúnarsdóttir, Margrét Rúnarsdóttir, Ágústa María Jónsdóttir, Victoria Tarevskaia, Jens Hansson og Frank Aarnink.
Sólóferill mannsins sem dró proggvagn Vestfjarða og samdi svo eftir það nokkur af eftirminnilegustu popplögum landsins er allrar athygli verður. Ég hef verið svo lánsamur að fylgja Rúnari þessa leið frá upphafi og er því með yfirsýnina. Þetta hafa allt verið persónulegar plötur hjá honum, grundaðar í framsæknum hljóðheimi og í uppflettingu á eldri skrifum sé ég að þetta skrifaði ég um Fall (2010) sem var önnur plata hans: „Kórar, strengir og blástur líða í gegn í marglaga vef; tónlistin er framsækin en um leið melódísk. Þetta er „stór“ tónlist, ríkulega útsett en þótt það sé mikið undir kæfir hún hlustandann aldrei.“
Smellavölundur
Tilfinningin með nýrri plötur Rúnars er að þar sé meiri tiltálgun og strípun en áður var. Áhrifaríkum einfaldleika skipt inn á fyrir mikilúðleika, tja, a.m.k. oftar en áður! Platan fer þannig af stað með eins slags inngangsstefi, „Sér grefur gröf“, sem er í senn dulúðugt og dramatískt. „Þær klingja“ tekur þá við, popplag að hætti hússins. Þekkileg smíð og flæðið sannfærandi, hljóðfæraflúr smekkvíst og bakraddirnar punkturinn yfir i-ið. „Eitt sinn“ rúllar inn í meiri melankólíu, það er þungt yfir til þess að gera en um leið er viss helgi hérna, undirstungin með vel útfærðum bakröddum (í þeim fræðum er Rúnar ansi naskur).
Platan er reyndar giska fjölbreytt. Titillagið myndi sóma sér þokkalega í James Bond-mynd, stórt og epískt á meðan „Hjarta og hönd“ er blítt bæði og fallegt. „Það er alltaf von“ leyfir svo smellavölundinum að hlaupa frjálsum, grípandi viðlag einkennir það og það rúllar í svona laun-reggítakti mætti segja.
Tilkomumikill sólóferill
Ég ætla ekki að þylja upp fleiri lög, samantekið er þetta hinn gerðarlegasti gripur og glæsiviðbót í tilkomumikinn sólóferil. Í janúar verður svo efnt til afmælis-, útgáfu- og ferilstónleika hvar leikin verða lög af sólóferli sem og Grafíkárum. Fjöldi samstarfsmanna í gegnum árin mun koma þar fram.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
Safn
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


