Plötudómur: SiggiOlafsson – Lost at War
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. febrúar, 2023.
Ljósið í djúpinu
Berglind Ágústsdóttir á að baki langan tónlistarferil hérlendis sem erlendis. Ný plata hennar, Lost at War, er gefin út undir listamannsnafninu SiggiOlafsson.
Berglind kom fyrst fram í neðanjarðarlistasenu Reykjavíkur á tíunda áratugnum, stundaði ljóð-, hljóð- og gjörningalist jöfnum höndum. Árið 1997 kom út platan Fiskur Nr. 1 á vegum Smekkleysu, sem liður í útgáfuröðinni Skært lúðrar hljóma. Einnig hefur hún verið mikilvirk í kassettuútgáfum og hefur m.a. gert út frá Berlín hvað það varðar, bæði sem Dreamlovers og sem Berglínd Ágústsdóttir and friends. Þá hefur hún líka stýrt tilraunakenndum útvarpsþáttum á netinu, Radio Mix Kassette .
Þessi plata hins vegar er sú fyrsta sem hún gefur út undir SiggiOlafsson nafninu en það er Árni Grétar (Futuregrapher) sem gefur út í gegnum merki sitt Móatún. Hægt er að nálgast plötuna á Bandcamp og Spotify en einnig á kassettu og vínyl. Berglind sagði Lóu Björk Björnsdóttur á Rás 1 (Lestinni) að kassettan væri svona helsta formið í Berlín í dag, þá í neðanjarðarmenningunni.
Berglind lýsti því í sama viðtali að Lost at War snúi frá diskó- og stuðtónlistinnni sem hún býr alla jafna til og sannarlega er leitað á rólegri, dýpri og við getum sagt dekkri mið. Ég sá þessa plötu á skrá þegar ég var að blaða í gegnum útgáfu síðasta árs og þekkti eðlilega höfundinn vel. Fann svo strax að þetta var eitthvað annað en ég er vanur að heyra frá henni. Ég varð spenntur.
Fyrsta lagið er skruðningsbundið sveim eða „ambient“, með draugalegu sniði, minnir smá á The Residents, eins og reyndar fleiri lög hér. Andinn þá og stemningin fremur en bein hljómasamsetning. Þetta setur tóninn í raun og platan er að mestu ósungin þó að raddir heyrist annað slagið. „Shifting Patterns“ er næst og það kallar fram fagurfræði og tilraunatónlist frá níunda áratugnum, breskar tilrauna- og industrialsveitir sem störfuðu kirfilega á jaðrinum og gáfu einatt út á kassettum. Ég er að velta fyrir mér tímabilinu frá 1980 – 1985 c.a., Nurse with Wound, Throbbing Gristle, Fad Gadget, Mute-merkið en samt, mun óþekktara stöff sem ég kann ekki að nefna þótt ég geti kallað fram tónlistina, umslagshönnunina og almenna stemningu. Heimabrugguð, vel tilraunalegin raftónlist. Platan er góður klukkutími og það kennir margvíslegra grasa þó að fagurfræðin sé vel heildræn út í gegn.
Sjá t.d. „We Look For You“ sem er með stórkarlalegum „syntha“-hljóðum og þægilega „goth“ slikju yfir. „Horror“ er sæmilega brjálað, hvöss og áleitin hljóð út í gegn og lagið ber nafn með rentu. „Repeat“ er hins vegar viljandi lágvært þó að tíðnin skeri vissulega í eyru. Lokalagið, „000“, er fallegt og draumkennt, æði melódískt í raun og lokar plötunni eitthvað svo yndislega.
Þessi plata Berglindar, eða SiggiOlafsson, hefur náð til fleiri eyrna hygg ég en „hefðbundin“ útgáfa af hennar hendi og mér finnst það hið allra besta mál. Árni Grétar og Móatún eru að stilla þessu vel fram en sigurhringinn hleypur Berglind sjálf og getur verið virkilega stolt af þessu gerðarlega og sannfærandi verki. Hún á fullt erindi inn á stærri markað tilraunakenndrar tónlistar ef svo mætti segja, margt hér minnir á það frambærilegasta sem er að koma úr þeim geiranum nú um stundir og óþarfi að grafa sig alveg ofan í jörðina þótt það sé náttúrulega langsvalast (hér myndi ég setja broskall venjulega)! Tékkið á þessu krakkar, þetta er bara skrambi gott verður að segjast.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012