Plötudómur: Snorri Helgason – Borgartún

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. desember.
Sögur af mér og þér
Borgartún kallast ný plata Snorra Helgasonar. Alíslenskur titill, jafnvel nokkuð grámóskulegur enda er það hálfpartinn tilgangurinn. Að lýsa venjubundnum íslenskum veruleika í gegnum söng og hljóðfæraslátt. Snorri hefur gert alls kyns plötur í gegnum tíðina, nuddað sér utan í ameríska þjóðlagatónlist, almennara popp og íslenska alþýðutónlist. Svona meðal annars. Hér fer hins vegar popp að hætti hússins, Snorrapopp, og höfundurinn verður æ meiri völundur á dægurtónlistarvefnað eftir því sem árin hrannast upp.
Það koma margir að Borgartúni, eða á ég kannski að segja, það eru margir í Borgartúni en um hljóðfæraleik sjá Snákarnir, þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson, Örn Eldjárn, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Trygvason Eliassen, Tómas Jónsson og Snorri sjálfur. Fleiri aðilar koma að þeim þætti en það væri að æra óstöðugan að fara í frekari upptalningar. Albert Finnbogason sá um upptökur og hljóðblöndun en Snorri og Snákarnir stýrðu þeim að allra mestu.
Kókómjólk og pepperónírist
Á þessari plötu kallar Snorri textalega séð fram fólk eins og Ólaf Hauk Símonarson, Spilverksliða og Pétur Gunnarsson á Hrekkjusvínum. Haganlega ortar hversdagsvinjettur um fólk eins og mig og þig, hið ljóðræna í hinu „venjulega“ er magnað upp af næmi og innsæi og með launfyndnum hætti. Töfrar hins ómerkilega fá að dansa, þar sem ferð í N1 verður að súrrealísku ævintýri (spuni frá mér, en kannski hugmynd fyrir næstu plötu Snorri?).
Yfirborðskenndi íþróttagaurinn Aron fær dúsu: „Þú lítur vel út á blaði / En Aron það er ekki nóg“. Og „Þú lyktar vel og því get ég ekki neitað / Samt vantar alltaf eitthvað.“ Í „Torfi á orfi“ kemur þessi snilld: „Með kókómjólk og pepperónírist / Hikandi skiptast þau á orðum fyrst.“ Og svo eru það þessar línur úr titillaginu og hér er erfitt að stytta niður: „Hún var að þvo sér í framan þegar hún áttaði sig á / Að líf hennar var leikrit sem hún nennti ekki að sjá / Hún skildi ekki, hvernig hún endaði, bitur í Borgartúni.“ Mikil tilþrif hér, þar sem heiðarlegri vinnu sem enginn „tekur eftir“ er snúið upp í áhrifaríkt harmkvæði.
Áhrif frá áttunda áratugnum
Borgartún er hinn fullkomni titill fyrir plötu sem leitast við að fletta ofan af meðal-Íslendingnum sem ber flest lögin hér. „Úthverfakíttið“ eins og Bragi Valdimar Skúlason kvað í einum af sínum ópusum. Þar sem við leitum að ljósabúðum í Ármúlanum, kaupum okkur nammi í Skeifunni eða förum með sófann til bólstrarans í Álfheimunum sem er frændi afa þíns.
Tónlistin við þetta allt saman er ekkert minna en dásamleg. Melódísk popplög sem gædd eru lífi af öllum þessum valmennum sem nefnd hafa verið. Það er áttunda áratugs blæja yfir, Elton John (upphafið á „Aron“) og Steely Dan. Geimsteins-straumar og ljúflingspoppið sem dælt var út undir enda þess áttunda. Borgartún er „íslensk“ plata og kallar fram verk eins og Ísland og Bráðabirgðabúgí og plötur Mannakorna. Þetta er stíll sem Snorri hefur verið að þróa með sér (sjá Víðihlíð, 2022) og hér tekst honum að búa til nútímalegan Reykjavíkurbálk þar sem hið leiðinlega verður drepfyndið, skammdegisþyngslin snúast upp í ævintýri og örvænting nútímamannsins verður næsta falleg.
Stikkorðaský
ATP Berlín Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Universitas Islam Sultan Agung on Plötudómur: Ambátt – Flugufen
- Universitas Islam Sultan Agung on Tónleikadómur: HAM!!!
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: JFDR anno 2020
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Norræna þungarokkssýningu í Berlín
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Íslensk kvikmyndatónskáld
- Universitas Islam Sultan Agung on Steve Mason: Fyrirbærið frá Fife
- Universitas Islam Sultan Agung on Fréttaskýring: Brian Wilson 1942 – 2025
- Universitas Islam Sultan Agung on Iceland Airwaves 2022: Back on the Horse!
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
Safn
- December 2025
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


