Plötudómur: Stína Ágústsdóttir – Yours Unfaithfully

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. júlí.
Viltu ekki giftast mér?
Á Yours Unfaithfully heldur Stína Ágústsdóttir tónrænum sjálfsrannsóknum sínum áfram getum við sagt þar sem pælingar um kynverund og sjálfsvöxt flæða innan um framsækna djasshljóma.
Stína Ágústs er djasssöngkona að upplagi og hefur gefið út hefðbundið efni af þeim toga. Einmitt vegna þess hefur verið svo spennandi að fylgjast með henni sem tónlistarkonu að undanförnu, hvar hún fetar nýja, ókunna stigu af djörfung og hug. Á síðustu plötu – og þessari hér líka – þenur hún mörkin, gerir tilraunir og kollvarpar hinu og þessu. Ekki bara tónlistinni heldur sjálfri sér líka.
Drown to Die a Little (2022), síðasta plata, er verk sem fjallar um ferðalag frá myrkri til ljóss. Heilun, bati, sjálfsuppgötvun. Yours Unfaithfully imprar enn frekar á þessu nýja lífi Stínu. „[Ég] hef einfaldlega ekki passað inn á flestum stöðum í lífinu […] Sumum finnst ég hávær, ókurteis, holdleg, skrýtin […] Ég hef lengi vel – í einhvers konar vonleysisflandri – verið að reyna að haga mér rétt en svo á seinni árum er ég bara hætt að hafa áhuga á því.“ Svo segir Stína í nýlegu viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, Helga Snæ Sigurðsson. Og hún bætti við: „Með þessari plötu fór ég í djúpa naflaskoðun og komst að mörgu og ákvað að segja bless við normal og vera bara skrýtin án samviskubits.“
Yours Unfaithfully kom út síðasta haust en var tekin upp í Sundlauginni haustið 2023. Með Stínu á plötunni eru Mikael Máni Ásmundsson (gítar), Magnús Jóhann Ragnarsson (píanó, hljóðgervlar), Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Henrik Linder (bassi) og Yrsa Schau (bakrödd). Stína, Mikael, Maïu Davies og Yrsa Schau semja lögin. Albert Finnbogason tók upp og hljóðblandaði og Hoffe Stannow hljómjafnaði.
Platan opnar með laginu „Rökkur“ og djass er það ekki. Einhvers konar „rökkurskotin“ þjóðlagastemma eiginlega, höfug og seiðandi. Söngrödd Stínu er frábær. Blæbrigðarík, nokk djúp og sterk. Mött áferð og svöl. Dregur þig inn. Í „Glitterblood“ má heyra í hugvitssamlegum gítarlykkjum Mikaels, flott notkun á áhrifsfetlum hjá honum og smíðin sjálf kenjótt og stríðin. Skringilegar kaflaskiptingar; líf, fjör og hið óvænta aldrei langt undan. Djassinum er loks boðið inn á „Fountains“ sem er í lokkandi r og b-gír. Boðið er upp á dívudjús og sveitin sveiflast með okkar konu.
Næstu lög tikka í poppuðum djassham en skringitakturinn er þó aldrei langt undan. Undiraldan er þung á „Perfect Box“, á „Deadheart“ er mikið undir og lagið keyrt upp í hálfgert brjálæði undir rest. „Cuteface“ er gott dæmi um einlægnina sem ræður ríkjum, gegnsær texti þar sem rætt er um þau box sem Stínu var sífellt troðið í, box sem hún er nú búin að henda út í hafsauga. Þannig rúllar platan, einhvers konar djassskotin popptónlist, dýft í dökkva, með rými fyrir tilraunir, frumleika og því að hellt sé úr hjartanu í þeirri viðleitni að vaxa, þroskast og breytast. Þetta er því síst eitthvert léttmeti en það er gefandi að þræða sig í gegnum plötuna og finna hvernig listakonan nýtir sér sínar guðsgjafir til að gera vel. Það má eiginlega segja að þetta sé „karmískt“ rétt plata. Og ég vil hvetja Stínu til að halda þessu áfram, hver svo sem tilbrigðin við stefið verða. Stína hefur svo verið að koma fram á tónleikum í sumar, m.a. á Íslandi, og í ágúst treður hún upp í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Fara þá tvennir tónleikar fram á Glenn Miller Café, annars vegar sólótónleikar og hins vegar tónleikar með sveit hennar Alfie! sem einbeitir sér að Burt Bacharach-ábreiðum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012