Plötudómur: The Emotional Carpenters – Submission
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. nóvember.
Uppgjöf og afhending
Submission er ellefta útgáfan í „Les Aventures De President Bongo“, langvinnu tónlistarverki President Bongo sem mun á endanum samanstanda af 24 verkum.
Það er ótrúlegt mannval sem kemur við sögu á Submission sem er upptökuskýrt af forsetanum. Hann útsetur að auki og hljóðblandar. Hann hljóðritaði einnig verkið ásamt Ómari Guðjónssyni. Þeir sem leggja svo til tónrænt séð („Submitters“) eru Áki Ásgeirsson (trompet), Árni Valur Axfjörð (Daddy Falconson), President Bongo (rafræna), Bjarni Frímann Bjarnason (hljómborð), Ómar Guðjónsson (stálgítar), Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Daníel Friðrik Böðvarsson (rafbassi), Þorsteinn Einarsson (rafgítar) og Sigtryggur Baldursson (kongatrommur). Jörg Burger hljómjafnaði og Atli Bollason ritar sögu sem finna má í vínylútgáfunni og á Bandcampsetri President Bongo (sjá líka radiobongo.fm). Á Bandcampsetrinu má og sjá myndina Submission (L’aventure du conga) sem Stephan Stephensen gerir.
Submission er voldugt verk. Metnaðarfullt. „Alvöru.“ Lykillinn er staðsetning manna á borðinu. Hér mætast í einum skurðpunkti tónlistarmenn úr mörgum geirum. Bjarni úr klassíkinni, Ómar, Magnús og Daníel úr djassinum, Áki úr tilraunatónlistinni, Sigtryggur úr pönkinu, Þorsteinn úr reggíinu, forsetinn úr teknóinu. Ó, svo mikið hægt að gera og það er gert!
Upphafshlutinn, „Submission Part I“, byrjar rólega með trommuslögum og ókennilegum gítarleik. Hljóð og óhljóð renna inn og út úr rásum. Trompet-ískur kemur eftir ca. þrjár mínútur og kongatrommur einnig. Það er aðeins farið að hitna í kolum. Þetta hljómar í senn eins og öfgabundin óhljóðalist og nútímadjass. Andi Bitches Brew er eigi langt undan og ég hugsa líka um Serengeti, plötu forsetans frá 2015. Það er mikil stemning og andi yfir og tónlistin afstrakt, nánast eins og hún sé ekki að færast áfram. Bara alls konar forvitnilegt sem er leitt inn á svið og maður situr sperrtur yfir havaríinu. Um miðbikið færist meira form á hlutina, Magnús trommar dæmið áfram og aðrir spilarar svífa um í kring. Þessi sæmilega tamda kakófónía endar svo á mínútu 13, taktar hætta og glingrandi ásláttur tekur við (átta mig svei mér þá ekki á því hvaða hljóðfæri er verið að brúka). Þessi hluti er orðinn hvass, klingjandi, afdráttarlaus og við erum svo mikið í miskunnarlausri nútímatónlist núna að það hálfa væri nóg. Elska það!
„Submission Part II“ byrjar með hressilegum trompetþeytingi áður en lagt er af stað í slagverksdrifinn kafla. Reglulega kemur orgelhljóð sem er eins og beint af einhverri Herbie Hancock-plötunni, saman með dásamlegu rafhljóði úr smiðju forsetans sem myndast og hverfur svo út í geim. Kraftwerkun. Ekki fimm mínútur liðnar og við erum komin á allmikið hlemmiskeið, frjór og skapandi trommusláttur leiðir „söguna“ og aðrir spilarar dansa af krafti í kring. Hér er hamsleysi, hamagangur, fjör og stuð. Og, eins og ég sagði um fyrri hlutann, það er nánast eins og tónlistin sé málverk, svo afstrakt og út um allt og svo hlaðin að maður á fullt í fangi með að draga þetta allt inn og melta. Stockhausenískt fönk. Þessi hluti endar með vel til fundnu trompet-ýlfri og linnulausri „keyrslunni“ því lokið í bili. Á Bandcampsetri Bongo er líka hægt að hlýða á „Submission (L’aventure du conga)“, kongatrommudrifið verk eins og nafnið gefur til kynna og tónskreytir það samnefnda mynd sem er á setrinu.
Ég vissi að þetta yrði eitthvað þegar ég sá kreditlistann. Frábært verk frá President Bongo; djarft, hugrakkt og ævintýragjarnt rétt eins og röðin sem það tilheyrir.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012