Plötudómur: TRPTYCH – Ajna
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 3. ágúst.
Þegar þriðja augað ræður för
Ajna er ný plata eftir TRPTYCH. Um er að ræða verkefni Daníels Þorsteinssonar sem er og í hljómsveitunum Sometime og Maus.
Daníel lýsir TRPTYCH sem tónlistarleikvelli í fréttatilkynningu og það er nokkuð góð lýsing. Því að frelsið þar inni er greinilega fullkomið. Plötur TRPTYCH hafa hingað til verið bundnar í teknóheima, Spawn Apart (2021) inniheldur helsvalt teknó, taktfast og skuggalegt, á meðan sú síðasta, Inner Terrestrial MMXXIII a.D. (2023) liggur nær þeirri plötu sem hér er til umfjöllunar. Tónlistin á henni er í raun algert sveim („ambient“) og plata sú um tveir og hálfur tími að lengd. „Hljóðheimur plötunnar tekur hlustandann í ferðalag þar sem allt raunveruleikaskyn hverfur, hugarástandið verður óljóst og draumar og undirmeðvitundin taka völdin,“ sagði í fréttatilkynningu um Inner Terrestrial MMXXIII a.D. og er óhætt að taka undir það.
Á Ajna er þessi pæling hins vegar tekin enn lengra. En með mikilvægu hliðarskrefi, jafnvel u-beygju eins og höfundurinn orðar það. Daníel spilar hér á alls kyns heimshljóðfæri eins og djembe, tabla, ronroco, udu, koto, „native american“ flautur, harmóníum, shruti-box, skálar, bjöllur, fjaðrir, jörð, alheim, melodíku og hljóðgervla svo fátt eitt sé nefnt. Ajna (Ajña, aag-nyuh) eða þriðja augað er þar sem „innsæið, skýrleikinn og ímyndunaraflið fær að ferðast“, segir Daníel. Í fréttatilkynningu segir jafnframt: „Platan er nokkurs konar blanda af amazonískum, mið- og fjar-austur og íslenskum göldrum. Við erum að galdra fram kvenorkuna í heiminum. Á plötunni ferðumst við inn í falda heima sem eru ósýnilegir okkar jarðnesku augum. Upplifum endurfæðingu og breytingar. Mælt er með að loka augunum og fara í ferðalag inn í þennan hliðarveruleika sem við erum umvafin.“
Ásamt Daníel koma fram á plötunni hin kanadíska Bachan Kaur (söngur), Sara María Forynja (söngur), Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir (söngur), Halldóra Geirharðsdóttir (flautur), Þráinn Árni Baldvinsson (spænskur gítar og grískt bouzouki), Nicolas Pétur Blin (söngur), Lovísa Einarsdóttir (söngur) og Tobias Klose (söngur). Platan hefst með „Invitiation“, nema hvað. Tónlistin er róleg, umlykjandi og hljóðfærin sem nefnd eru hér að ofan leiða mann inn í regn- og frumskóga. Það er algerlega stemningin sem myndast enda hafa Daníel og Kolbrún Ýr kona hans ferðast um þess háttar slóðir. Þau hjón hafa og verið að bjóða upp á tónheilun, jóga o.s.frv. og öll sú starfsemi litar verkið. Það er meira um að vera en á síðustu plötu, ásláttur, flautuleikur og þvíumlíkt, en auk þess er þetta mikil raddaplata en lögin einkennast oft af hvíslandi kvenröddum og á stundum karlkyns.
Platan tengist nokkrum geirum tónlistar. Sveimtónlist eða „ambient“, stunduð af Brian Eno, Tangerine Dream og fleirum, svokallaðri nýaldartónlist (Tony Scott, Paul Winter) auk almennrar heimstónlistar sem er reyndar galopinn og illskilgreinanlegur geiri. Nýaldartónlistin tengist einatt inn í ákveðna virkni, t.d. leiðir til að minnka stress, heila fólk og/eða mynda sefandi strauma. Ajna er algerlega þannig plata, virkar að því leytinu til og það afskaplega vel meira að segja. Það er hægt að búa til svona tónlist á ódýran hátt en líka á listrænan, metnaðarfullan hátt og Daníel og hans fólk er algerlega í seinni flokknum. Eftir því sem plötunni vindur fram slaknar smám saman á manni og tíminn hverfur. Það er natni og pæling í allri samsetningu hérna sem er bara á færi alvöru tónlistarmanns. Og ég læt hann um lokaorðin, orð sem hann lét falla á Fjasbók er platan var við það að koma út: „Þetta er plata sem er búin að vera í maganum og hjartanu á mér síðasta tvö og hálft ár. Þetta er stórt „U-turn“ hjá mér … Aldrei á ævi minni hefur fólk í kringum mig haft svona mikil áhrif á tónlistina mína og það var svo geggjað að fá orku og sköpunarkraft annarra með mér inn í þessa plötu.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012