Plötudómur: Úlfur – Arborescence
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 6. janúar, 2018
Stórra högga á milli
Arborescence er plata Úlfs Hanssonar, sem hann gefur út á merkinu figureight Records. Sjö laga verk þar sem víða er komið við, hljóðrænt sem tónrænt.
Útgáfan figureight Records tengist Figure 8 hljóðverinu í Brooklyn, New York. Þar stýrir Shahzad Ismaily málum, en hann er Íslandsvinur mikill og hefur unnið með margvíslegum hérlendum tónlistarmönnum og koma sumir þeirra við sögu á plötunni sem er hér til umfjöllunar. Nýverið gekk Hildur Maral Hamíðsdóttir til liðs við útgáfuna, sem framkvæmdastýra, og gefnar hafa verið út plötur með Indriða, Gyðu Valtýsdóttur, JFDR og Aaron Roche. Áhersla er á natni, næmni og djúpskilning á milli listamanna og útgefenda og nær væri að tala um einhvers konar samvinnufélag en pýramídalaga rekstur. Segja má að andi Shahzad Ismaily liggi þarna yfir, en maðurinn er öðlingur og höfuðsnillingur.
Úlfur Hansson á, þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur, að baki langan, gifturíkan og æði fjölbreytilegan feril. Byrjaði í þunga- og harðkjarnarokki (lék á bassa í Swords of Chaos) en hefur svo spilað með fólki eins og Jónsa og Ólöfu Arnalds, numið fræði hjá Fred Frith og Zeenu Parkins, skrifað fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kronoskvartettinn og smíðað eigin hljóðfæri, eins og segulhörpuna og Já-1 hljóðgervilinn. Og fleira, margt fleira mætti tilgreina.
Úlfur býr nú í Brooklyn og því voru hæg heimatökin við að rúlla plötunni inn á band. Úlfur hefur lýst því að hann sé búinn að vera eins grár köttur í Figure 8 hljóðverinu, þó að platan hafi reyndar verið tekin upp á fleiri stöðum. Það eru valmenni mikil sem koma að plötunni, Randall Dunn upptökustýrir og á meðal hljóðfæraleikara eru Gyða Valtýsdóttir, Greg Fox (Liturgy), Skúli Sverrisson, Zeena Parkins og Shahzad Ismaily auk Úlfs sjálfs.
Arborescence vísar í margvíslegar greinar sem þó spretta af einum og sama staðnum og þannig rúllar platan. Hún er fjölbreytt, snert er á ýmsu og heyra má rokk, nútímatónlist, sveim og óhljóðalist m.a. Hvassir kaflar víkja fyrir melódískum værðarstefum í sviphending. Titillagið hefst t.a.m. á mikilúðlegum strengjum sem eru svo yfirteknir af sprengislögum Greg Fox, sem hann hefur m.a. nýtt með svartþungarokkssveitinni sinni dásamlegu Liturgy. Þessi innkoma er þó hvorki of- eða vannýtt og segja má að jafnvægi einkenni plötuna. Hún er stutt, sjö lög á ca. hálftíma og þær ólíku hugmyndir sem hér eru viðraðar lúta lögmáli skilvirkninnar ef svo má segja. „Tómið titrar“ er sungið, fallegt og dreymið á meðan að Warp-merkinu er heilsað í „Rhinoceros“. „Fovea“ er athyglisvert. Þar heyrum við Úlf syngja og minnir framvindan á Spilverk þjóðanna (Bjóluna þá sérstaklega) og útgáfubróður hans Indriða. Skúli Sverrisson leikur á slaggígjur af gítar- og bassakyni í laginu og útkoman af þessu öllu er dásamleg. „Serpentine“ er Skúla-legt þó hann komi alls ekki við sögu en Gyða Valtýsdóttir og Zeena Parkins sjá þar um kynngikraftinn. „Weightlessness“ er drungaópus, hljóðritaður í Hallgrímskirkju og plötunni er svo lokað með „Vakandi“ (góður titill), hvar gítarpikk, söngur, strengir og slagverk dansa saman í jafnvægi. En samt ekki – en samt!
Já, og mikið er þetta nú fínt plötuumslag. Þetta er Úlfur.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012