Plötudómur: Úlfur Úlfur – Tvær plánetur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. janúar, 2015
Tveir á toppnum
Tvær plánetur er önnur breiðskífa rappsveitarinnar Úlfur Úlfur. Tvíeykið er skipað þeim Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni. Sveitin gefur sjálf út en Record Records dreifir.
XXX Rottweilerhundar sigruðu í Músíktilraunum fyrir rúmlega fimmtán árum síðan (með 110 forskeytinu) og hrundu í kjölfarið af stað íslenskri rappbyltingu. Í fyrsta skipti var hið ylhýra markvisst nýtt til að tjá sig og tala út og Rottweiler spýttu út hugvitssamlegum rímum þar sem heyra mátti unga skapandi menn greiða úr lífsins flækjum og uppákomum á glerharðri og uppátektarsamri íslensku. Fjölmargir fylgdu í kjölfarið og grundvöllur fyrir sterka, heimagerða rappsenu varð að veruleika. Virknin hefur verið misjöfn síðan en árið sem er nýliðið markaði sömuleiðis mikinn uppgang í þessum efnum og talað er um seinni bylgjuna af íslensku rappi. Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur og Sturla Atlas eru meðal þeirra sem hafa vakið mikla athygli að ógleymdum þeim sem hér eru til umfjöllunar.
Úlfur Úlfur reis upp úr ösku rokksveitarinnar Bróður Svartúlfs sem vann Músíktilraunir árið 2009 og rakti rætur sínar til Sauðárkróks. Fyrsta breiðskífan, Föstudagurinn langi, kom út 2011 en það er ekki mikið þar sem gefur til kynna það risastökk sem sveitin tekur á þessari plötu hér. Tvær plánetur er mikilúðleg bæði og metnaðarfull, litaspjaldið er stórt og fjölskrúðugt og menn blanda óhikað saman alls kyns litum þannig að úr verður fjölbreytt, hugmyndaríkt verk. Platan er löng, margra laga (í tvennum skilningi) og það er gestkvæmt þar sem listamenn úr áðurnefndri seinni senu koma m.a. við sögu.
Tónlistin skríður þannig alla jafna áfram með hægð, oft er dimmt yfir og draugaleg hljóðmynd liggur aftan við taktvissa framvinduna. En ólíkt, segjum t.d. Sturlu Atlas, er hvert lag svo gott sem heimur út af fyrir sig, blæbrigðin ólík og Helgi Sæmundur, tón- og taktasmiður, prófar sig áfram með alls kyns stemmningar og snúninga. Arnar Freyr, rappari, er þá öruggur í framvörslunni. Stíll hans er merkilegur og hann reynir sig m.a. með mjög svo sérstaka tækni sem erfitt er að lýsa með orðum. Hana má t.d. heyra í slagaranum „Brennum allt“ þar sem rappið verður það hratt að það verður hálf kómískt, líkt og barn sé að bulla eða þvíumlíkt. Mjög svalt og afgerandi og eitt af því sem gefur Úlfi Úlfi sérstöðu.
Styrkur plötunnar liggur þá ekki síst í textunum, þar sem lögð er áhersla á að varpa mynd á hversdagslegar upplifanir og um leið stærri myndina en oft er broddur í umfjöllunarefninu. Það er ekki verið að monta sig eða beita uppgerðarstælum og þetta er og mjög áhrifaríkt og hressandi. Í „Brennum allt“ segir m.a.: „Við eigum allt/við erum smart/okkur er samt/alltaf svo kalt/sumarið bjart/annars allt svart/“. Í „Tarantúlum“ er því lýst í viðlaginu að „mig skortir ekki neitt/Ég fer mín‘eigin leið/þarf ekki silfurskeið/ég er á grænni grein“. Lífsgæðakapphlaupið hvað!
Ólíkt fyrri senunni hafa Úlfs menn svo haft tækifæri til að vinna með nýja tækni og hafa þeir beitt sér á þjónvarpinu (youtube) með glæsilegum árangri. Myndbönd þeirra, sérstaklega við nefnd lög, eru frábær og sönnun á að það er hægt að búa til áhrifaríka list á þeim vettvangi og ekki endilega fyrir mikið fé ef hugmyndin er góð. Í „Brennum allt“ ríður sveitamaðurinn t.d. á hesti um Breiðholtið, snilldarleg táknvinna og þó að nafni minn hafi þvertekið fyrir slíkt kýs ég að trúa honum ekki (hér má setja broskall). Hugmyndabrimið er reyndar það öflugt á tíðum að platan er á stundum á mörkum þess að taka kollsteypu, svo mikið er undir. Lesist ekki sem neikvætt en það er að ósekju hægt að tálga ýmslegt til og straumlínulaga, eitthvað sem mig grunar að verði uppi á teningnum í framtíðinni.
Og vonandi að svo verði, því að tvíeykið sýnir hér og sannar svo um munar að þeir eru ekki að fara að erindisleysu um íslenska rappheima. Fyrirmyndarverk sem glóir af sköpunargleði og andríki. Meira svona, og líka frá ykkur yngra fólki sem er að lesa. Megi seinni bylgjan lifa enn.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012