wesen-band

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. nóvember, 2016

Herbergiskytrudraumar…


• Dúettinn Wesen, sem er skipaður þeim Loga (Loja) Höskuldssyni og Júlíu Hermannsdóttur, leggur sig eftir blíðum og þægilega óhefluðum neðanjarðarstemmum

• Fyrsta plata dúettsins, Wall of Pain, kom út fyrir stuttu

Wesen er í nettum orðaleik, á þýsku útleggst orðið sem „að vera“ en íslensku merkinguna þekkjum við auðvitað öll. Auk þess er nafnið stílíserað eins og sjá má á meðfylgjandi plötuumslagi. Meðlimir, þau Loji og Júlía, eru eldri en tvævetur hvað bransanum hérna viðkemur en ég sá þau fyrst undir nafninu We Painted The Walls árið 2005 í Músíktilraunum. Komst sá dúett í úrslit, var valinn athyglisverðasta framlagið það árið, og maður sá að það gæti vel orðið eitthvað úr þessu ágæta fólki – sem varð og raunin. Loji hefur starfað með ýmsum sveitum, helst þá Sudden Weather Change en einnig Prinspóló, og Júlía hefur verið að syngja með Oyama. Júlía fluttist til Íslands aftur frá New York fyrir tveimur árum og fljótlega fóru hún og Loji að búa til tónlist saman á nýjan leik. Nýtt nafn þótti þá við hæfi, enda meira en áratugur síðan þau störfuðu að einhverju marki saman og áherslur, svona að mestu, mikið til breyttar.

Tónlistin á hinni snilldarlega titluðu Wall of Pain er einslags nýbylgju- eða neðanjarðarpopp; lágstemmt og „lágfitlslegt“ en síðarnefnda orðið er ámátleg tilraun þessa höfundar til að þýða skilgreininguna „lo-fi“ sem er ákveðin fagurfræðileg stefna eða kannski áferð meira innan tilraunakenndrar tónlistar. Verst að þessi þýðing mín hefur aldrei náð neinni fótfestu! Lágfitlið hefur að gera með nokkurs konar viljandi kæruleysi, allri óþarfa yfirlegu er kastað fyrir róða; innblástur, hugmyndir og heilnæmur „kýlum á það!“-andi ræður för fremur en að lagt sé upp með vandaðar, stílíseraðar og oft og tíðum geldar vinnsluaðferðir. Lágfitlið var í raun uppreisn gegn „vönduðum smekk“ eins og Smekkleysingjar vildu hafa það á níunda áratugnum og þekktasta erlenda dæmið um þessa stefnu er til að mynda fyrstu verk Pavement. Sjarmi hins „ófullkomna“.

En þetta var útúrdúr. En þetta eru ræturnar að efninu hér. Og ef við höldum áfram með nafnatog má henda út Ariel Pink og á köflum má heyra oggulítinn Sin Fang. Wall of Pain hefst á „Stay Awake“, falleg, dulræn stemma sem samanstendur af gítarpikki og rafhljóðum. Samsláttur aðgengilegheita og undirfurðu leiðir framvinduna; það má heyra snert af því sem Loji hefur verið að gera upp á eigin spýtur, efni sem er í sýrðara lagi og aðgengilegri pælingum en Árni Plúseinn úr FM Belfast vann með Loja og Júlíu að plötunni og hjálpaði með þann þáttinn. Eða eins og Loji lýsti svo skemmtilega í spjalli við blað þetta: „Þegar ég ætlaði t.a.m. að vera með einhverja poppaða kafla voru þeir ekki nógu poppaðir, en Árni poppaði þá upp fyrir mig.“

Platan rúllar svo áfram með þessa tvo póla í veganesti og núningurinn þar á milli býr til töfra. Þetta lætur mjög þægilega í eyrum en allan tímann er einhver yndislega aðlaðandi skrumskæling í gangi. Fagurfræði Wesen nær þá til fleiri þátta en bara tónlistar, umslagshönnun plötunnar er t.a.m. frábær (og það er vel hægt að giska á innihaldið út frá henni) og ljósmyndir af parinu styðja allar við listina. Platan er þá stutt, 29 mínútur, rétt eins og Pink Moon og Reign in Blood og fleiri meistaraverk dægu

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: