plow

Dansk/íslenska sveitin Plöw leikur nokkurs konar drullurokk. Orðið er þó langt í frá áhrínsorð, þetta meira tilraun til þýðingar. Plöw, sem er dönsk/íslensk sveit, leikur þannig blöndu af  „sludge“ og „stoner“-rokki sem er að forminu til dásamlega skítugt og „slímugt“, líkt og hljómunum sé velt áfram í mykju og drullu. Einhvern veginn þannig er a.m.k. upplifunin af vel útfærðri tónlist af því taginu.

Það fréttist oft lítið og illa af hljómsveitum sem eru skipaðar að hluta eða í heild Íslendingum sem búsettir eru erlendis. Menn virðast þurfa að búa og starfa á Íslandi eigi leiðin að vera greið í fjölmiðla þar. Það var því ánægjulegt er James Einar Becker (áður í Dust Cap, El Rodeo) sendi mér póst með fréttum af téðri sveit Plöw en hann leikur þar á gítar.

Sveitin hefur verið starfrækt síðan 2009 og hefur nú gefið út tvær stuttskífur og breiðskífu sem kom út í fyrra, No Highness Below The Crown. Plöw hafa verið sérlega iðnir við tónleikakolann og spila reglubundið í Danmörku og víðar um Evrópu reyndar. Sveitin er orðin býsna vel tengd, með útgáfusamning við Mighty Music og dreifingarsamning við Target og útlitið því giska bjart í þeim efnum.

Þar hafið þið það og ég hvet ykkur til að kynna ykkur málin með aðstoð eftirfarandi hlekkja:

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: