[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. desember]
Hálöndin kalla
• Runrig er „skoskasta“ hljómsveitin í öllu Skotlandi
• Fagnar fjörutíu ára afmæli á næsta ári
• Greinarhöfundur sótti tónleika með henni um síðustu helgi
Allar þjóðir eiga listamenn sem spila meðvitað jafnt sem ómeðvitað á þjóðarsálina og -vitundina. Þeir eru misgreinilega slíkir, sumir gera út á þau mið óafvitandi virðist vera, en aðrir gangast upp í þessu og ýta vitandi vits á alla réttu takkana. The Dubliners eru t.d. írskari en allt írskt án þess að þeir hafi nokkru sinni verið að reyna það, en túrhesta-fyrirbæri eins og The Red Hot Chili Pipers leikur sér gagngert með hugmyndir fólks um Skotland (um er að ræða sekkjapípustuðband sem nýtir sér markvisst alhæfingarhugmyndir fólks um skoska menningu).
Ef við færum okkur inn á „eðlilegra“ svið en það sem nefnt sekkjapípuband starfar á, gætum við tiltekið Bubba fyrir Ísland? Springsteen hvað Kanann varðar? Kim Larsen sér um Danina? Hér í Skotlandi væri það þá hiklaust Runrig, sem hóf störf fyrir 39 árum og mun fagna fertugsafmæli með pompi og prakt við Edinborgarkastala á næsta ári. Greinarhöfundur fór á tónleika með sveitinni um síðustu helgi en um var að ræða lokatónleika í svokölluðu „Rewired“-tónleikaferðalagi og fóru þeir fram í tónleikahöllinni Usher Hall hér í Edinborg.
Heiðarlegt
Meðlimir Runrig koma frá Hálöndunum í Vestur-Skotlandi, frá eyjum eins og Hebridesareyjum og Skye. Bræðurnir Rory Macdonald og Calum Macdonald voru á meðal stofnmeðlima og eru einu upprunalegu meðlimirnir í dag. Fyrstu plöturnar einkenndust af þjóðlagaskotnu popprokki og sungið var á gelísku. Þegar komið var fram á níunda áratuginn var tónlistin orðin rokkaðri, sór sig í ætt við dramatískt rokk það sem U2 og Big Country spiluðu og frá og með plötunni The Cutter & The Clan (1987) var hún farin að deila sviði með þessum risum.
Uppruni sveitarinnar í nefndum keltneskum málsvæðum liggur sem rauður þráður í gegnum feril Runrig og henni er hampað sem hinni algeru skosku sveit, þó að hún hafi þannig séð ekki lagt sig eftir því. Þegar rýnt er í texta og ímyndarvinnu Runrig virðist uppsprettan nefnilega vera mjög heiðarleg, beintengingin við landið og þjóðina tilkomin af hreinni ættjarðarást fremur en að það sé verið að spila með þetta á röngum forsendum (sjá fyrr í grein).
Engir stælar
Á tónleikunum voru því ekki hvít- og blámálaðir síðhærðir menn í skotapilsum upp um alla veggi, öskrandi „Alba“, veifandi fánum og trommum. En þrátt fyrir þá „vöntun“ fann maður sterkt fyrir því að maður væri í Skotlandi. Áhorfendur nær eingöngu héðan, úr millistétt/lægri millistétt, „salt jarðar“ í allri sinni dýrð. Mikið um pör á ca. sextugsaldri. Engir stælar, engir hippsterar, bara fólk komið til að hlýða á hljómsveitina „sína“.
Runrig stóð svo sína plikt með sóma og sann. Þegar hljómsveitir eru komnar á þennan stað og á þennan aldur er freistandi að fara auðveldustu leiðirnar, henda í slagarana og hirða peningana. Því var ekki fyrir að fara þarna. Þetta var flott, gekk upp og maður fékk aldrei þessa „hallærisheita“-tilfinningu. Maður fann þvert á móti fyrir einlægum vinskap þegar maður sá meðlimi á sviðinu, sá að einlæg ástríða fyrir tónlistinni réð för og þegar á leið upplifði maður einstök tengsl sveitar og áhorfenda, líkt og um ættarmót væri að ræða. Og þegar lög eins og „Loch Lomond“ og „Hearts of Olden Glory“ fengu að hljóma tók gervallur salurinn undir sem einn maður væri.
Ég hef fylgst með þessari sveit, lesið um og hlustað á hana í áratugi en þetta var í fyrsta skipti sem ég hef barið hana augum. Aðdáun mín á henni hefur nú aukist ef eitthvað er og ég skil núna betur af hverju hún á svona stóran stað í hjörtum svo margra hér.
One Response to Runrig: Skoskara gerist það ekki…
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Runrig er með betri hljómsveitum. Gítarleikarinn Malcolm Jones er einn af þeim allra snjöllustu. Hann er t.a.m. alveg magnaður hér I einu frægasta lagi Runrig – Skye.