Rýnt í: Bistro Boy
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. ágúst, 2021.
Fokið í fallegt skjól
Frosti Jónsson notast við listamannsnafnið Bistro Boy. Raftónlist hans hefur verið af ýmsum toga í gegnum tíðina en undanfarin misseri hefur útgáfa af hans hendi verið óvenjutíð.
Það er fyrir löngu orðið tímabært að taka út feril Frosta Jónssonar sérstaklega en hann hefur verið stöðugt að og stöðugt við þegar kemur að íslenskri raftónlistarmenningu í meira en áratug. Bæði sem Bistro Boy, en hann hefur gefið út slatta af plötum undir því nafni, og sem einn eigenda og rekstraraðila Möller Records, sem hefur verið ein af helstu raftónlistarútgáfum Íslands undanfarinn áratug. Þá stofnsetti Frosti á dögunum Urð Músík, fyrirtæki sem heldur utan um störf hans á sviði hljómjöfnunar og hljóðblöndunar og þau allra handa störf sem hann hefur sinnt á sviði tónlistarinnar fyrir aðra listamenn – og sjálfan sig líka. Urð Músík gefur t.a.m. út nýjasta verk hans, Drifting, sem verður gert að umtalsefni hér ásamt öðru.
Frosti hefur sinnt tónlist að einhverju marki svo gott sem alla sína ævi og er píanóleikari að upplagi. Raftónlistarsmíði hefur hann stundað í u.þ.b. kvartöld en fyrsta eiginlega sólóplatan, og þá undir nafninu Bistro Boy, kom út 2012 og ber heitið Sólheimar. Að einhverju leyti ber platan atarna með sér mörg einkennismerkja Frosta sem raftónlistarmanns. Sterkar rætur í sveimi t.d., þar sem lög opnast og umhverfast með hægð bæði og þægð. Rólegheit og reisn, lúmskar melódíur – fagurlega mótaðar – og melankólísk undiralda á köflum.
Síðasta mars kom svo út platan Drifting, á margan hátt poppaðasta verk Bistro Boy til þessa og var hún unnin þannig meðvitað, þó að raftónlistin lægi undir sem nokkurs konar styrktarbiti. Nokkrir gestasöngvarar koma og við sögu, þeir PETE (Jess McAvoy), Bjartmar Þórðarson, Jason Robert Goldberg og einarIndra (Einar Rafn Þórhallsson).
„Ég var með nokkuð skýra sýn varðandi þessa plötu og var búinn að ramma inn „söguþráðinn“ á henni áður en ég byrjaði að fullvinna hana,“ sagði Frosti pistilritara í stuttu netspjalli. Platan sé rökrétt framhald af síðustu verkum og hann leiti meðvitað uppi nýjar áskoranir. „Partur af því er að taka hljóðheiminn sem er grunnurinn að svo mörgu sem ég hef gert lengra, t.d. með því að kafa dýpra í það sem snýr að möguleikum raftónlistarinnar, forrita og skapa eitthvað nýtt – en líka að vinna meira með lifandi hljóðfæri og þá ekki síst píanóið sem er hjartað í öllu sem ég geri. Annars trúi ég því að raftónlist sé ekkert minna lifandi en önnur tónlist, þetta er allt saman spurning um einhvers konar samhengi.“
Eins og segir í inngangi hefur Frosti verið afkastamikill undanfarið sem Bistro Boy. Mikilvæg plata, Evolve, kom þannig út í ársbyrjun 2020. Uppgjörsplata með stóru U-i, tilfinningaþrungin mætti segja hvar ýmsum málum var lagt með tilstuðlan tónlistar. Síðasta haust kom svo út platan Ambient theory of dreaming hvar sveimið var í forgrunni (eða öllu heldur, „bakgrunni“). Og í maí á þessu ári gaf Frosti út PNO, plötu sem inniheldur samantekt á ýmsum píanósmíðum sem hann hefur látið frá sér á undanförnum árum. Hann vinnur þá um þessar mundir að verkefni með tónlistarmanni frá Slóvakíu þar sem klassík og raftónlist er brædd saman, dálítið „kvikmyndalegt“ ferðalag eins og Frosti orðar það og unnið er með lifandi hljóðfæri í bland við verkfæri raftónlistarinnar. Nóg að gera í bistróinu!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012