Rýnt í: Bubba anno 2020
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. mars, 2020.
Bubbi, Bubbi, Bubbi…
Er pláss fyrir enn eina greinina um Bubba Morthens? Er þörf á því að tala um þennan mann meira, rýna dýpra í hann, velta yfir honum vöngum, rétt einu sinni? Greinilega.
Bubbi Morthens er að nálgast einhvers konar topp hvað umfjöllun og áhuga okkar Íslendinga á honum varðar. Og hefur hann þó verið í fjölmiðlalegri eldlínu allan sinn feril. Eftir að hafa átt níunda áratuginn með húð og hári, tekið svo örlitla dýfu um miðjan tíunda áratuginn (ca. árin 1995-2000) fór þessi eilífðarsól, sem hann og við erum að baða okkur í nú, að rísa. Hægt en örugglega.
Platan Nýbúinn (2001) bar með sér endurnýjaða orku, endurnýjaðan tilgang, eitthvað sem hann hefur keyrt á síðan. Það er enginn „off“ takki á Bubba Morthens. Undanfarin tuttugu ár hefur okkar maður reynt sig við ýmsa stíla og blæbrigði, unnið með sér yngra fólki og smátt og smátt hefur hann orðið að lifandi goðsögn sem hefur mun meira vægi í raun en sá Bubbi sem var heimsfrægur á Íslandi á níunda áratugnum. Það er því ekki að undra að Borgarleikhúsið hafi ákveðið að setja upp söngleik, byggða á ævi og ferli þessa manns. Sýningin þarf eins og er að bíða vírusfaraldur af sér en þangað til hefur Borgarleikhúsið brugðist við eins og hægt er og m.a. er Bubbi að halda reglulega veftónleika.
Stundum er sagt að íslenskan þjóðarpúls megi finna í þessum listamanni. Hann sé eins og lýsi, vatnið eða fjöllin, eins íslenskur og það gerist. Þetta er rétt að vissu leyti. Í honum, textum hans og atgervi (dugnaðurinn t.d.) má finna svo margt sem Íslendingar finna sig í. En á sama tíma er hann ósnertanlegur. Þetta er í raun eini íslenski tónlistarmaðurinn nústarfandi sem hefur stöðu algerrar stórstjörnu, er dýrkaður og dáður sem slíkur. Björk er annað dæmi, en í raun er það ekki sambærilegt.
Mér var falið það verkefni að fjalla um feril og tónlist Bubba fyrir Endurmenntun á dögunum. Fyrirlesturinn tengdist inn í námskeið sem var keyrt vegna áðurnefndrar sýningar. Ég kenndi í tvisvar sinnum fjörutíu mínútur, rakti feril hans sögulega og reyndi um leið að rýna aðeins í persónuleikann sem hann hefur að geyma. Spilaði lög, sýndi myndir og spjallaði. Það sem við blasti er ég gekk inn í stofuna kom mér þó hressilega á óvart. Ég átti von á tíu til fimmtán karlmönnum á sextugs- og sjötugsaldri sem væru iðandi í skinninu yfir tækifærinu til að gata strákinn sem var ekki nema sex ára þegar Bubbi ruddist inn á sviðið á sínum tíma.
En svo var aldeilis ekki. Af þeim þrjátíu manns sem voru mættir voru tuttugu og fimm konur á öllum aldri. Og þær sem eru samtíða Bubba voru hreinlega með blik í auga þegar myndir af goðinu tóku að birtast á skjánum. Allt í einu varð mér ljóst eitthvað sem ég hafði hálfpartinn gleymt. Maðurinn er auðvitað kyntákn líka! Þessir tveir tímar í Dunhaganum urðu því hinir ánægjulegustu. Ég fann mig í miðjum hópi eldheitra aðdáenda sem spjölluðu sín á milli um hvort þeir væru ekki örugglega búnir að kaupa miða á hina og þessa tónleika á milli þess sem þeir fóru utanbókar með textana við þau lög sem leikin voru, hummandi þá með lygnd aftur augun og í mikilli innlifun. Já, Bubbi er alger risi hér á landi og ég efast um að við munum nokkru sinni sjá hans líka aftur.
Og hann bíður faraldurinn af sér eins og hetja, með kærleikann að vopni eins og honum hefur verið lagið að undanförnu. Enda er hann með níu líf.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012