Rýnt í: Hjörvar
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. janúar, 2019
Fjallið kemur til Hjörvars
52 fjöll er þriðja sólóplata Hjörvars en tíu ár eru liðin frá síðasta verki. Plötuna vinnur hann með einvalaliði tónlistarmanna – sem myndin sýnir.
ÞAÐ var árið 2004 sem Hjörvar Hjörleifsson gaf út plötuna Paint Peace undir listamannsnafninu Stranger. Hjörvar hafði þá verið viðloðandi tónlistarbransann í fimmtán ár og leikið með hljómsveitum á borð við Guði gleymdir, Los, Gums og Monotone. Platan fór lágt en var hiklaust með því besta sem út kom það ár, óvenju heilsteypt verk þar sem fór þekkilegt og glúrið nýbylgjurokk, þægilega lágstemmt og angurvært og auðheyranlegt að nostrað hafði verið við verkið á öllum sviðum. Fjórum árum síðar kom út platan Copy of Me, sem bjó yfir álíka gæðum. Nú, tíu árum síðar, er þriðja platan komin út og ég veit að áhugafólk um góða tónlist nýr höndum saman. Pistilritari ræddi stuttlega við Hjörvar vegna þessa og hóf leika á að spyrja út í þennan glúrna plötutitil. Og í ljós kemur að platan hefur verið lengi í vinnslu. „Þegar við fórum í Hljóðrita árið 2012 þá var ég með sautján grunna að lögum sem ég hafði verið að vinna einn með sjálfum mér,“ segir Hjörvar en upptökustjórn var í höndum Hafþórs Karlssonar „Tempó“. „Þar var m.a. lag sem ber þennan titil. Þegar var farið að sía út passaði þetta lag reyndar ekki inn en titillinn er samt svo lýsandi fyrir þau fjöll sem þarf að klífa til að koma frá sér tónlist og er sjálfsgagnrýni þar mjög ofarlega.“
Með tilkomu nýrrar tækni verður sífellt auðveldara að skapa tónlist við einfaldar aðstæður og ákvað Hjörvar að gera alla grunna einn og útsetja flest hljóðfæri eins nákvæmlega og hann gat áður en haldið var í hljóðver. „Félagar mínir töldu svo bara í eftir nokkrar hlustanir. Eftir það tók við mikil yfirseta hjá mér að velja og klára og eftir á að hyggja var þetta ekki góð hugmynd þar sem ég eyddi alltof miklum tíma í sum lög sem voru ekki að virka.“
Hjörvar viðurkennir að það sé ekki auðvelt að samtvinna tónlist og 100% vinnu við annað, en að skapa tónlist sé þó besta meðalið og eyði hann a.m.k. einu til tveimur kvöldum í viku við þá iðju.
„Ég þarf að gera tónlist. Á meðan aðrir setja pening í jeppa, golfsett eða ferðir á fótboltaleiki fara mínir aurar í þessa köllun.“
Á plötunni nýju viðheldur Hjörvar nokkurn veginn þeim hljóðheimi sem hann hefur skapað sér sem sólólistamaður. Söngröddin minnir dálítið á Billy MacKenzie úr The Associates og það er drama og knýjandi ástríða í lögunum. Útsetningar og hljóðfæraleikur eru þá eitthvað svo „fullorðins“, platan – eins og allt efni Hjörvars – sprettur fullsköpuð úr höfði Seifs og maður fær illt í karmað vitandi að tónlist hans er ekki að flæða um hvert heimili hérlendis, sem erlendis.
Hjörvar segist stefna fullum fetum að einhvers konar útgáfutónleikum áður en langt um líður.
„Ég er nú þegar farinn að leggja drög að næstu Hjörvars-plötu auk þess að gefa út þau aukalög sem voru tekin upp við vinnslu á plötunni 52 fjöll. Ef allt gengur upp verður næsta ár hlaðið af ýmsum tónlistartengdum verkefnum hjá mér!“
Platan er fáanleg á Spotify en einnig á forláta vínyl.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012