Rýnt í: Íslenskt neðanjarðarrokk anno 2019
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. júní, 2019.
Ó, þér unglinga fjöld …
Það er ýmislegt á seyði í íslensku grasrótinni, og mulningshart rokk streymir úr bílskúrum landsins eins og enginn sé morgundagurinn.
tónlist.
Hann stóð bakatil þegar Shane Embury, Napalm Death-limur, sat fyrir svörum við lok sýningar á Slave to the Grind, heimildarmynd sem lokaði Reykjavik Metalfest með bravúr. Kornungur drengurinn, en með giska nákvæmar og upplýsandi spurningar til Embury. Drengurinn vissi hvað hann var að tala um. Ég, sem sat pallborðið, vatt mér upp að pilti í lokin ásamt kærum vini mínum og afmælisbróður, Birki Fjalari Viðarssyni (trymbill Bisundar og söngvari I Adapt). Við stóðumst bara ekki mátið að spjalla aðeins við strákinn. Hann gat talað vítt og breitt um smáatriði í ferli Napalm Death og við stóðum þarna félagarnir, líkt og við værum að tala við sjálfa okkur fyrir 30 árum síðan. En það var meira, í ljós kom að drengurinn, Viktor Árni Veigarsson (úr Kópavoginum, nema hvað) er meðlimur í hljómsveitinni The Moronic, sem spilar brjálaða rokktónlist að hætti Napalm Death. Þetta gaf mér tilefni til að stinga niður penna um sveitina – og aðrar skyldar.
Plata The Moronic heitir Youth!, er fjögurra laga og hangir inni á Spotify. Kom út fyrir röskum tveimur mánuðum. Hvernig er best að lýsa tónlistinni? Tilraunakenndur harðkjarni, segir á Fésbókarsetrinu og er það nokkuð nærri lagi. Þetta er meira öfgapönk en þungarokk a.m.k.. Bandið er vel spilandi og lagasmíðar haganlega úr garði gerðar. Söngvarinn öflugur bæði og sjarmerandi. Sveitin er að fara að spila nokkuð í sumar, m.a. á Eistnaflugi og þar sé ég nöfn sem ég kannast lítt við; Tuð, Aragrúi, Bruðl, DDT Skordýraeitur, Ekkert (frábært nafn!) og Sárasótt. Það er gott að það er verið að stofna nýjar hljómsveitir, skapa og halda listinni lifandi. Til þess erum við.
Ég ætla að nota tækifærið og minnast á fleiri plötur úr þessum ranni, tiltölulega nýútkomnar. Fyrsta ber að nefna samnefnda plötu D7Y, sem er skipuð þeim Júlíu Aradóttur, Þóri Georg og Fannari Erni. Platan kom út í liðnum apríl og tónlistin er sturlað pönkrokk með „d-beat“ sniði (stefnan vísar í hina áhrifaríku Discharge); grófir og skítugir gítarar, einfaldar en ofsalegar trommur og þéttur bassi undir. Svo er öskrað yfir, og umfjöllunarefnið strangpólitískt. Almennilegt! Svo verð ég að nefna stuttskífu Daddy Issues, sem út kom í fyrra, „Engan asa“. Ég hafði virkilega gaman af henni, smá endurlit til harðkjarnans í kringum 2000, „metalcore“ eiginlega en textar allir á íslensku, og eitthvað svo skýrir og skemmtilegir. Yndislegt að heyra íslenskt ungmenni rymja út úr sér ekta ylhýrri setningu eins og „Hvað er að frétta?“ Öfgarokkið lifir því góðu lífi á Íslandi nú um stundir. Svart- og dauðarokkarar eru að gera það gott, hérlendis sem erlendis en svo er það þetta, bílskúrsrokkið, sem er í góðum gír líka. Og hillir undir fyrstu plötu sigurvegara Músíktilrauna, Blóðmör, en tónlist þeirra er af sömu rót og það sem ég hef verið að telja upp hér; hrátt, ástríðufullt og alíslenskt grasrótarrokk. Platan verður líkast til komin út þegar þetta birtist. Ég ætla ekki að telja upp fleiri hljómsveitir, af ótta við að þær sem þá gleymast sendi mér haturstölvupósta. Segi svona. En já, tékkið endilega á þessu efni öllu sem lúrir á hinu dásamlega interneti.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012