Rýnt í: Kántríæðið 2024
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. júní.
Komdu með í kántrí
Það er meiriháttar uppgangur í kántríinu um þessar mundir og hafa mörlandar ekki farið varhluta af því.
Gætir þú hugsað þér að ræða aðeins við okkur um þetta kántríæði?“ segir Hugrún Halldórsdóttir vinkona mín og fyrrverandi samstarfsmaður á Mogga. Hún er að hringja fyrir hönd Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hvar hún og Kristófer Helgason hyggjast taka út þetta fyrirbæri. Við ræddum svo saman í síma og gerðum þessu vel skil, þau á Suðurlandsbraut en ég í Suður-Frakklandi, gangandi niður einhverja fjallatröðina.
En hvað er málið? Jú, meginstraumskántrí frá Bandaríkjunum sem hefur alltaf verið risastórt, sérstaklega heima fyrir (suðurríkin þess þá helst), og víðar reyndar, er að verða enn stærra. Gildandi poppstjörnur úr öðrum geirum eru farnar að taka það upp á sína arma og fer þar fremst r og b-stjarnan Beyoncé sem gaf út plötuna Cowboy Carter í endaðan mars. Önnur stórstjarna, Lana Del Rey, ætlar þá að gefa út kántríplötu í haust undir heitinu Lasso. Og gleymum ekki „Old Town Road“ sem rapparinn Lil Nas X gaf út í desember 2018, lag sem hratt þessu í raun réttri af stað. Trapptónlist í bland við kántrí, því ekki? Listamenn eins og Jelly Roll blanda svo hipphoppi saman við kántrí án þess að blikna. Morgan Wallen, Zach Bryan og Luke Combs eru allir með meira mánaðarstreymi en Metallica, og Kacey Musgraves, Lainey Wilson og Taylor Swift (ef litið er til róta hennar) eru á sama hátt vaxandi stórstirni. Musgraves og fleiri keyrðu reyndar kántrívakningu í Nashville fyrir áratug eða svo. Og varla er hægt að segja að Swift sé vaxandi, hún er vinsælasta poppstirni samtímans, punktur og basta.
Ísland er eðlilega viðkvæmt fyrir svona ofsaæðum frá stóru löndunum, að ekki sé talað um Ameríku sem við elskum svo heitt, allt síðan hermennirnir komu með tyggjóið á fimmta áratugnum. Og nú er hversdagsmenningin farin að bera þessa merki. Gæsanir eru kántrílitaðar. Öll og amma þeirra eru að svipta upp kúrekahöttum á samfélagsmiðlum. Erlendir kántrílistamenn leika á Selfossi og í Ölveri. Brad Paisley fyllti Eldborg í febrúar. Og í síðustu viku var opnuð ný útvarpsstöð, Country Bylgjan.
Í Færeyjum er kántríið stórt og hefur alltaf verið. Og fjöldi færeyskra söngvara syngur og spilar bandarískt meginstraumskántrí eins og það kemur af kúnni (meðvitaður brandari). Ísland hefur hins vegar aldrei farið alla leið með þetta. Lengi vel var þetta fyrst og síðast talið hallærislegt og fyndið, línudansgrín og búningapartí. Brimkló lék hins vegar kántrí af mikilli list á árum áður og breiddi m.a. yfir meistara Gram Parsons („In My Hour Of Darkness“, „Í mínu rökkurhjarta“). Íslendingar hlusta á kántrí, Kenny Rogers, Willie Nelson, Tim McGraw og Shaniu Twain, allt eru þetta þekktar stærðir. En hingað til höfum við ekki ástundað þessa menningu af krafti. Hér var reyndar sæmilega öflug jaðarkántríbylgja í svona korter (Hudson Wayne, Tenderfoot t.d., 2002-2005 ca) og Axel Ómarsson kemur í huga sem gaf einmitt út plötuna Open Road árið 2016 sem Axel O & Co. En það er ekki hægt að tala um neina senu, hvað þá menningargeira.
En. Hvað gerist nú? Kemur fleira listafólk fram? Hættir fólk að læðast meðfram veggjum með kántríáhuga sinn? Fara meistarar eins og Chris Stapleton að fá ofurspilun?
„Ég er í alvörunni að spá í að skella mér á tónleika með Zach Bryan úti,“ tjáir mágur minn mér og það er ósvikið alvörublik í augunum. Hann er einn af þeim fjölmörgu sem eru einfaldlega komnir í kántrístuð. Og ef þeir vindar halda áfram að blása svona hressilega næstu misserin þarf hann líklega ekki að gera sér ferð til útlanda til að berja Bryan augum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012