Rýnt í: RAMMSTEIN
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. júní, 2019.
Þora á meðan aðrir þegja
• Ný plata frá þýsku sveitinni Rammstein, samnefnd henni, kom út fyrir stuttu
• Tíu ár eru liðin frá því sú síðasta kom út
• Sveitin þykir endurnýjuð að kröftum – og gríðarsterk tónlistarmyndböndin hafa vakið athygli sem aldrei fyrr
Ég fagna því að geta skrifað þessa stuttu drápu um Rammstein, hljómsveit sem ég elska skilyrðislaust. Og ég er síst einn um það. Sveitin höfðar af einhverjum óútskýranlegum ástæðum sterkt til okkar Íslendinga og óhætt að segja að mörlandar hafi beðið þessarar nýju plötu með óþreyju.
Síðasta plata Rammstein, Liebe Ist Für Alle Da (2009), var slöpp. Það er eins og það hafi verið til marks um að bensínið hafi verið á þrotum hjá okkar mönnum að svo virtist sem sveitin væri sátt við að vera orðin ferilsband, þ.e. spilandi slagarana á tónleikum út í hið óendanlega. Fréttir af nýrri plötu skutu manni í raun skelk í bringu, maður var óöruggur eftir slappleika síðustu verka (Rosenrot og Reise Reise voru heldur engin meistaraverk). Það er því gleðilegt að geta sagt frá því að Rammstein hefur fundið fjölina á ný. Pistilritari er að fá skilaboð frá rokkvinum í gegnum ýmsa miðla með setningum eins og „Hún er bara góð nýja Rammstein!?“ Einn þeirra orðaði það frábærlega, „þetta er svo mikið lol en á sama tíma já!!“. Lauslega þýtt, þetta er svo fyndið og ýkt en rokkar um leið eins og fjandinn.
Rammstein hefur frá fyrstu tíð verið einstök myndbandahljómsveit. Það eru þau sem maður bíður spenntastur eftir því þar stinga þeir ógjarnan á samfélagsmeinum, horfast blákaldir í augu við þýskan veruleika og henda bannhelgum hlutum óhikað í hrærivélina. Svei mér þá, Rammstein þorir á meðan aðrir þegja. Og til að hamra skilaboðin inn ganga þeir iðulega eins langt og hægt er – og oftast ögn lengra.
Fyrsta myndbandið við þessa plötu er við lagið „Deutschland“. Ég man í svipinn ekki eftir annari eins „við erum mættir!“ yfirlýsingu og það myndband er. Það er STÓRT á allan hátt. Níu mínútur, starfsmenn við það skiptu hundruðum (sjá langan upplýsingalista í lokin) og myndbandið gríðarlega umfangsmikið og metnaðargjarnt. Saga gervalls Þýskalands undir, takk fyrir, og byrjað í myrkustu miðöldum. Búningaskipti og senur í tugatali og Auschwitz, staður sem hvað mest bannhelgi er yfir í opinberri þýskri umræðu, er m.a. afgreiddur. Í miðið er Germanía sjálf, svört, og eru það gríðarlega sterk skilaboð frá sveitinni sem hægt er að tengja inn á sögulega, aríska tilburði, mismunun o.s.frv.
Þessum leik var haldið áfram á „Radio“, grípandi útvarpssmellur um … uh … útvarp en í myndbandinu má sjá dýpri skilaboð sem hafa að gera með niðurníðslu mannréttinda og tjáningarfrelsis. Nýjasta myndbandið er svo við „Ausländer“, algert snilldarverk sem tekur á blóði drifinni sögu Þýskalands í Afríku. Rammstein gerir þetta af ótrúlegri næmni og sniðugheitum, örlítil skilaboð í örstuttum römmum sem segja stóra sögu. Uppáhaldsatriðið mitt er þegar innfæddur ætlar að taka í höndina á Paul gítarleikara en Paul dregur höndina til baka og greiðir sér um kollvikin til að „dissa“ gestgjafann. Atriðið er í sekúndubrot en segir í raun allt.
Eins og ég segi, ég var dauðhræddur um að þessir herramenn, sem mér þykir svo vænt um, væru heillum horfnir en svo er aldeilis ekki. Það er erfitt að lýsa þessu, líkt og að hitta góðan frænda sinn sem er búinn að vera heilsuveill lengi og svo kemur hann til dyra, algerlega stálsleginn. Skýr og skarpur og með glúrnar skoðanir á því sem máli skiptir. Velkominn Rammsteinn (hvenær verður þetta samþykkt sem íslenskt eiginnafn, svona svipað og Hafsteinn?)!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012