Rýnt í: Reykjavíkurdætur og tengda listamenn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. febrúar, 2019
Rapp í krafti kvenna
Við fengum slatta af plötum á síðasta ári sem eru á beinan og óbeinan hátt runnar undan hinum máttugu Reykjavíkurdætrum.
Reykjavíkurdætur gáfu út plötuna Shrimpcocktail seint á síðasta ári, snilldarlegur titill sem er í senn ofsalega íslenskur/norrænn en um leið gagnrýninn á feðraveldið og hina himinhrópandi kynjaskekkju sem leikur um íslenskt dægurtónlistarsamfélag sem önnur. Dæturnar, sem stundum kallast RVKDTR, hafa staðið sig gríðarvel í því að gefa ekki tommu eftir í þeim boðskap sem hefur alla tíð fylgt tónlistinni þeirra. Hafa þær reynst bæði kjarkaðar og glúrnar og efalaust sterkar fyrirmyndir hvað yngri tónlistarkonur varðar.
Mig rak í rogastans er NME, sem er ein mest sótta tónlistarvefsíða heims, birti lofsamlegan dóm um plötuna og segir þar m.a.: „Sveitin heiðrar útgangspunktinn sinn – að berjast gegn íhaldssömu og kvenfjandsamlegu samfélagi – glæsilega með plötu sem er skítug, myrk en umfram allt – kröftug.“ Dæturnar fengu þá tvenn verðlaun á nýafstaðinni Eurosonic-hátíð. Annars vegar MME-verðlaunin (Music Moves Europe Talent Awards) í flokki „Rap/Hip Hop“, en það er í fyrsta skipti sem Íslendingar vinna í þeim flokki. Þær hrepptu þá einnig verðlaunin Public Choice Awards. Upphefð að utan hefur oft heilmikið að segja um viðtökur í heimalandinu, þá fyrst sperra valdir aðilar upp eyrun. Annars ætlaði ég að helga restina af greininni fleiri plötum úr ranni dætranna, en virkni og heimtur á því sviði voru með miklum ágætum á síðasta ári. Þetta minnir smá á Wu-Tang Clan, þegar stakir meðlimir hófu að gefa út eigið efni. Byrjum á CYBER, sem byrjaði sem aukabúgrein frá dætrunum. CYBER hefur nú snarað upp þremur plötum á þremur árum, fremur súrum og listrænt leitandi verkum. Semsagt, frábærum verkum! Síðasta plata, BIZNESS, er konseptverk, dagur í lífi viðskiptamanneskju, og meðlimir klæddir upp í galla sem hefði fallið eins og flís við Wall Street-rassa. Textar beittir, fyndnir og kaldhæðnir. CYBER hafa, líkt og RVKDTR, dansað á mörkum gjörningalista og hafa á ljósmyndum og myndböndum skellt sér m.a. í hlutverk afgreiðslustúlkna á hamborgarastað og latex-kynlífsdrottninga. Það er afar svöl ára í kringum þær, svalasta band Íslands eins og ég sagði í geðshræringu fyrir stuttu þegar ég var að spyrja fjölmiðlafulltrúa þeirra um myndir. Sura (Þura Stína Kristleifsdóttir) er í báðum sveitum en það er greinilega ekki nóg því að í fyrra gaf hún út sólóplötu, Tíminn. Sura er ekki einhöm, starfar sem grafískur hönnuður, plötusnúður og tónlistarkona. Ragga Hólm, ein af Dætrunum, gaf þá einnig út sólóplötu í fyrra en á Bipolar fær hún fullt af gestum til liðs við sig, eins og Kilo, Svölu og Margréti Rán.
Kurt Lewin, faðir félagssálfræðinnar, kom fram með þá kenningu að hópur væri meira en summa einstaklinganna, að hópar hefðu annars konar afl og eiginleika en einstaklingarnir sem þá mynda. Og þessu tengt, þá liggur einnig fyrir rannsókn á sögu samstarfshópa („collaborative circles“) þar sem sýnt er fram á það hvernig hópurinn eflir einstaklingana sem þeim tilheyra og etja þeim út í sköpun sem hefði ella aldrei orðið. Við sjáum þetta í starfsemi Smekkleysu, Tilraunaeldhússins, post-dreifingar og sannarlega á þetta við hér. RVKDTR eru eins og öflugur ísbrjótur og einstakir meðlimir finna þar kraft, áræði og þor. „Ég var ekki í Reykjavíkurdætrum í byrjun þegar þetta var sem hæst en ég er rosalega þakklát fyrir þær af því að það er búið að skapa pláss og búa til rými,“ sagði Sura í viðtali við Fréttablaðið, og þetta er rétt. Fyrir yngri stelpur sem eru að hugsa sinn gang í dag hefur þessi starfsemi verið gríðarlega mikilvæg. Eftir hundrað ár getum við vonandi litið til baka, hlegið að barnalegum staðalímyndum og fordómum og nefnt RVKDTR sem sanna brautryðjendur.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012