Rýnt í Söngvakeppnina 2022: Úrslitin
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. mars, 2022.
Við syngjum að leikslokum…
Í kvöld verður spurt að leikslokum í Söngvakeppninni. Förum aðeins yfir stöðuna af því tilefni, endurmetum lögin og spáum aðeins í spilin.
Ég hef hlaupið sigurhring með reffilegum brag og teygað bikar niðurlægingarinnar í botn og það með tilþrifum í spádómum mínum um gengi einstakra laga í Söngvakeppninni. Eins og gengur. Sumt hefur mér þótt blasa við – og það gengið eftir, en svo hafa lög farið áfram og skilið mig eftir í forundran.
Mér fannst fyrra undanúrslitakvöldið auðvelt. Þau lög sem áttu skilið að komast áfram gerðu það svo sannarlega. „Ljósið“ er hefðbundið popplag með hæfilegum skammti af Evróvisjóndúllum og Stefán Óli flutti af eftirtektarverðu öryggi. Birgir Steinn Stefánsson og hans fólk er á kjörlendum þegar kemur að svona vinnu og ég hef ekkert nema gott um þetta mál að segja. Sigga, Beta og Elín fóru líka örugglega áfram og ekki að undra. Sviðsatriðið flott, þrjár systur í forgrunni – og litli bróðir á trommum! Foreldrahjartað tók kipp. Þá var „Eitt lag enn“ trompinu beitt á þetta kvöld og við munum sjá Amarosis keppa í kvöld. Ég var ekki nema í meðallagi hrifinn verð ég að segja en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að tvær vikur eru ekki langur tími í Söngvakeppninni, allt getur breyst.
Síðara kvöldið var erfiðara fyrir þennan popppenna. Ég var hrifinn af einfaldleikanum og ægifegurðinni hjá Markétu og skrítipopp Hönnu Míu og geimferðalanganna heillaði mig. En hvorugt hlaut náð. Það eru auðvitað til ótal dæmi um að sérkennileg lög fái brautargengi en vindarnir blésu ekki með Hönnu í þetta sinnið. Lagið of gott fyrir keppnina, segi og skrifa það.
En, Reykjavíkurdætur, mínar konur, flugu áfram og það glæsilega. Frábærlega útsett sviðsatriði og bara stuð og kraftur sem heillaði. Mér fannst Katla vera vafamál, var ekki viss hvort ég væri að fíla það eða ekki, en þetta rökkurdrama sem hún býður upp á náði að fanga Mörlandann en eins og vitað er fáum við aldrei nóg af biksvartri epík hér á norðurhjara.
En hugsum aðeins saman hérna. Hver vinnur svo? Hvaða atriði fer til Tórínó? Í mínum huga er þetta spurning um tvennt. Annaðhvort vinna Reykjavíkurdætur eða þá systurnar. En ég treysti mér ekki til að skera úr um hvort það verður, því að ég sé fram á hnífjafna baráttu. Mér finnst bæði framlög frábær, þó með ólíkum hætti sé. Ég var að spjalla við kollega og hann sagði að þetta yrði barátta á milli bolanna og hipsteranna og það er að vissu – ef ekki öllu – leyti rétt. Aldrei myndi ég setja lagasmíðar hinnar hæfileikaríku Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur í flokk með auðmeltanlegu færibandapoppi en lagið – og flytjendur – búa hins vegar yfir sjarma sem fer yfir mörk og mæri margra þjóðfélagshópa. Dúddi Liverpool og amma þín eru sátt en tónsmíðin sjálf og ára systkinanna dregur enn frekar að þegar maður hugsar um það. Reykjavíkurdætur eru aftur á móti spútnikatriði ársins. Kröftugt, storkandi og hressilegt. Með glysbundið sviðsatriði sem passar vel í hið ýkta form Söngvakeppninnar en um leið er ögrandi pólitíkin ekki langt undan, veri það kynjapólítik eða annað. Þessi atriði munu berast á sönglegum banaspjótum, sanniði til. Að öðrum kosti snæði ég hatt minn með glöðu geði. Góða skemmtun í kvöld kæru landsmenn. Munið eftir skrúfunum, engiferölinu og múnderingunni…
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012