Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. maí, 2016
Einn sit ég og syng
Þórir Georg Jónsson er nokkurs konar neðanjarðarsöngvaskáld og hefur verið iðinn og áberandi sem slíkur undanfarin 15 ár eða svo. Eftir hann liggja tugir platna með tugum sveita og listamannsnöfnum.
Ég, eins og svo margir, varð fyrst var við Þóri á Músíktilraunum árið 2001 er hann lék þar með sveit sinni Do What Thou Wilt Shall Be the Whole of the Law. Sveitin vakti verðskuldaða athygli, en í þá tíð var Þórir búsettur í rokkbænum Húsavík. Ári síðar flutti hann á mölina og lét fljótlega til sín taka í neðanjarðarrokki Reykjavíkur. Og það heldur betur, en Þórir hefur verið virkur í tónleikahaldi, upptökum og hljómsveitastússi óslitið síðan og slær aldrei af. Á meðal þeirra sveita sem hann hefur komið á stofn eða leikið með eru Fighting Shit, Hryðjuverk, The Deathmetal Supersquad, Gavin Portland, Helgi í Morðingjunum, Ofvitarnir, Eðli annarra, Kvöl og Knife Fights, og sem hann sjálfur hefur hann gefið út sem Þórir, Þórir Georg, My Summer as a Salvation Soldier og svo ku vera meira sólóefni á leiðinni undir enn einu nafninu (skv. upplýsingum frá manninum sjálfum í tölvupósti til pistilritara).
Hugmyndin með þessari grein var að setja niður nokkur orð um nýjustu útgáfu Þóris, stuttskífuna I Am the Champions, sem út kom síðasta haust. Um er að ræða fjögurra laga plötu og er innihaldið mikið gítarrokk, minnir nokkuð á Dinosaur Jr. og J Mascis og andi Pavement og heimspeki hangsaranna leikur um gripinn og sést m.a. í umslagshönnun. Þórir er með þennan geira ef svo má kalla vel á valdi sínu og lögin öll sannfærandi mjög.
En mér fannst plássinu hér hins vegar betur varið í almenna umfjöllun um Þóri og hans list en djúprýni í fjögurra laga plötu enda stendur hann rækilega undir þannig úttekt. Á litlu landi er það oft svo að fáir einstaklingar bera hitann og þungann af framkvæmdum og fjöreggsviðhaldi og Þórir er sannarlega þannig maður, miðlægur í útjaðrinum svo ég hræri í netta þversögn. Það sem hann ber með sér tónlistarlega er síðan ekki síður mikilvægt, en helsti styrkur hans liggur í fjölbreytninni. Maður veit aldrei almennilega hvers má vænta og Þórir kann lítið við endurtekningar. Platan Afsakið er t.a.m. kassagítardrifið, hjartnæmt verk þar sem textar eru allir á íslensku (stundum notar hann ensku) og hann hefur líka gert nokkrar sveimplötur (e. ambient). Verk hans sem My Summer as a Salvation Soldier eru einhvers konar pönk-söngvaskáldsskífur (Jeffrey Lewis kemur í hugann).
Þessi iðja öll liggur í hugmyndafræði og fagurfræði neðanjarðarpönks og -rokks sem á sér fylgismenn víða um heim, hið svokallaða gerðu-það-sjálfur (DIY) viðhorf stýrir málum í umslögum, veggspjöldum o.s.frv. „Hreinn“ og fagur heimilisiðnaður skal það vera.
Hægt er að nálgast plötur Þóris á Bandcamp (thorirgeorg.bandcamp.com) og þó að heilar fimmtán skífur liggi þar er það ekki nándar nærri sá fjöldi sem hann hefur sýslað í.
One Response to Rýnt í: Þóri Georg
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
flottur