Skýrzla: Iceland Airwaves 2023
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. nóvember.
Tónlistarveislan mikla
Iceland Airwaves-hátíðin hófst með pomp og prakt í vikunni. Ykkar maður fetaði refilstigu þessarar mikilvægu hátíðar sem seint hættir að koma á óvart.
Það er engan veginn sjálfsagt að eiga kost á svona dýrðarhátíð hér í Reykjavíkinni,“ hugsaði ég í náttmyrkrinu, skundandi heim eftir bústinn Airwaves-fimmtudag. Ég var mettur, glaður í bragði en fyrst og síðast þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu dásamlega ati rétt einu sinni. Ég hef verið samferða þessari mikilvægu hátíð frá upphafi vega sem blaðamaður, fræðingur og tónlistaráhugamaður og hér er einn merkasti fasti íslenskrar tónlistarmenningar mættur.
Í þeim anda stýrði ég fyrsta pallborðinu á ráðstefnuhluta hátíðarinnar sem fjallaði um það að vera á jaðrinum/utan alfaraleiðar, hvort heldur í tónlistarhátíðarlegu tilliti eða öðru. Borðið sátu Sajje Solbak (Riddu Riððu, samísk hátíð), Ruth Daniel (In Place of War, tónlist á stríðshrjáðum svæðum), Sigtryggur Baldursson (Iceland Music) og Cesar Andion (The Spanish Wave Export og margt fleira). Rakst svo á mann og annan eins og gengur en Airwaves hefur alltaf verið góður samhristivettvangur fyrir bransann.
Um sexleytið var ég svo kominn í Reykjavik Record Shop að beiðni sjónvarpsstöðvar frá Québec. Stöðin er að vinna þáttaröð um tónlistarhátíðir um veröld víða og upplýsti ég þáttastjórnendur um gildi Airwaves sem og íslenskrar tónlistarmenningar almennt. Endaði innslagið á því að ég dansaði trylltan snákadans við einn spyrilinn við undirleik Ingibjargar Turchi. Ekki spyrja.
Því næst var að dýfa eyrum í þá tónlist sem á borð var borin á hinum ýmsu stöðum miðbæjarins. Brá mér fyrst í Fríkirkjuna, þann eðla stað, en Elín Hall lék þar ásamt sveit og kynnti m.a. efni af nýrri plötu sem kom út í gær. Einlægt og fallegt hjá henni og mjög skemmtilegt spjall á milli laga. Sunna Margrét tróð upp í kjölfarið og bauð upp á ansi kræsilega efnisskrá. Tónlist hennar er að verða harðari og rokkaðri, eins lags síðpönksskotið listarokk. Sunna reffileg nokk í framlínunni hvar hún mundaði bassa og tók allt það pláss sem í augsýn var.
Skaust svo yfir á Gaukinn þar sem hin hornfirska Fókus, sigursveit Músíktilrauna, taldi í. Það var gott að sjá þær stöllur sem hafa þétt sig nokkuð frá í vor. Öruggari og „fullorðnari“. Þetta tíunda áratugarlega rokk þeirra er heillandi og það verður að gaman að fylgjast með næstu mánuðum (stuttskífa komin út, sjá Spotify). Foreldrar á kantinum í mikilli stemningu og yndislegt að sjá það! Kári (Egilsson) lék svo ásamt hljómsveit í Gamla bíó. Einstök stemning, bæði í sal og uppi á sviði. Leikin voru lög af plötu Kára, Palm Trees in the Snow, sem ber með sér dásamlegan tónheim, sígild minni og vísanir (Brian Wilson, Robert Wyatt) og allt saman knúið áfram af ungum, ástríðufullum tónlistarmönnum. Framfærslan var hrein og sönn og innlifun mikil (sérstaklega hjá Ívari Andra Klausen!). Kári fer með himinskautum um þessar mundir og m.a. voru flutt lög af plötu sem út kemur á næsta ári.
Þessi orð eru rituð seint á fimmtudagskvöldi, í því skyni að koma þeim í það prent sem þú ert nú að njóta lesandi góður. Í mörg horn var svo að líta á föstudeginum get ég sagt ykkur og ef Guð leyfði komst ég í 12 tóna í laugardagshádeginu með vini mínum Tore Størvold, norskum fræðimanni, þar sem við kynntum nýlega bók hans um … einmitt … íslenska tónlist. Það er nefnilega svo að hátíðin virkar og er hún í raun réttri eitt risastórt tónlistargróðurhús. Er það vel.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012