Skýrzla: Íslensk jólatónlist, 2024
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. desember.
„Plötur hljóma, söngvar óma“
Hér verða nokkrar nýjar íslenskar jólaplötur gerðar að umtalsefni. Heimtur voru giska góðar í ár, stöndug verk og góð komu út, verk sem gætu lifað áfram inn í fleiri jól ef því er að skipta.
Ný jólatónlist kemur út á Íslandi reglubundið og um hver jól erum við að tala um á bilinu núll til fjórar plötur. Slatti af stökum lögum kemur líka út. Í pistli þessum ætla ég að gera fimm nýjum plötum skil þó að sú síðasta sé smá svindl. En bara pínu samt.
Plata GDRN og Magnúsar Jóhanns er mér hugstæð enda fór ég rækilega inn í hana fyrir stuttu. Vandað er til verka í hvívetna, ungt tónlistarfólk að reyna sig við eilífðarslagara og vel tekst til, virkilega. Músíkalska parið þekkir lögin efalaust inn og út en er þó ekki á þeim aldri að hafa fengið þau þrædd inn í DNA-ið sitt með nál og tvinna. Þessi ákveðna kynslóðafjarlægð vinnur með plötunni, það er ekki verið að telja í lummur, miklu fremur verið að túlka upp á nýtt. Skapalónið er það sama og á Tíu íslensk sönglög (2022), allt hérna er löturhægt og strípað og minnir helst á „lent“-útgáfur hollenska píanóleikarans Reinberts de Leeuws á Satie-katalógnum.
Notaleg jólastund er metnaðarfull og einkar hátíðleg plata eftir Guðrúnu Árnýju. Platan á sér margra ára vinnslutíma í raun en hugmyndin kviknaði fyrir ári er Guðrún fékk lítinn kór og strengjakvartett til liðs við sig á jólatónleikum sínum. „Ég var með ákveðnar vonir og væntingar, en hefði aldrei órað fyrir því að útkoman yrði þessi,“ er haft eftir söngkonunni í fréttatilkynningu. Þetta ástríðuverkefni var svo tekið upp í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og fór eftirvinnsla fram í janúar og febrúar á þessu ári. Innihaldið sérvalin lög og sálmar, hljómur plötunnar voldugur þar sem kór og strengir styðja vel við sönginn. Epík bæði og natni einkenna alla framvindu.
Þau Silva og Steini gáfu út plötu 2022, More Than You Know. Í dómi sem ber yfirskriftina Sindrandi stilla skrifaði ég m.a.: „Þessi plata býr yfir dásamlega lágstemmdum tón, rúllar áfram á fallegan og strípaðan hátt. Engin læti. Ljúf djasssöngrödd Silvu leiðir oftast nær framvinduna, blíð og tær, og rólegur – næsta varlegur – píanóleikur Steingríms styður alveg afskaplega vel við.“ Sama er upp á teningnum á jólaplötunni Christmas with Silva & Steini en nú syngur Steini, Steingrímur Teague, líka. Eins og hjá GDRN og Magnúsi er værð yfir en hún er allt öðruvísi um leið. Það er meiri djass fyrir það fyrsta og á köflum launskrítinn andi sem erfitt er að festa fingur á. Andrúmsloft sem lokkar og laðar og platan er afskaplega vel heppnuð verð ég að segja.
Þá er það alþjóðastjarnan okkar hún Laufey. A Very Laufey Holiday er fimm laga stuttskífa hvar opnunarlagið er „Santa Baby“ en sjálfur Bill Murray kíkti í heimsókn í meðfylgjandi myndbandi. Platan rúllar vel og örugglega í sönnum Laufeyjar-anda og skemmst að minnast þess að hún og Norah Jones gáfu út smáskífuna „Christmas with You“ saman fyrir ári. Að lokum vil ég svo nefna að Fischersund (Jónsi, Sin Fang og Kjartan Holm) var að læða Sounds of Christmas út á vínilformi en platan kom upprunalega út fyrir ári á stafrænu formi eingöngu. Gleðileg íslensk jól öllsömul!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012