Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. mars.
Sker í eyrun
Sæmilegasta sena er hverfist um svonefnda óhljóðalist þrífst nú um stundir á Íslandi og sérstakar hátíðir eru nú helgaðar þessu ýkta tjáningarformi.
Ítalska kaffikannan mín er farin að búa til óhljóðalist. Þetta gerir hún með glæsibrag í hverri soðningu, blístrar eins og árar kölska séu á hælunum á manni og – merkilegt nokk – heldur hún áfram að „öskra“ í tæpa mínútu eftir að hún er tekin af hlóðum. Ég tek ofan svei mér þá. Segi kannski ekki að þetta sé listræn útrás hjá henni en óþægilegt er þetta sannarlega.
Helstu gagnrýnendur þess listforms sem hér verður tekið til kostanna, óhljóðalistin eða „noise“, skjóta þessum sömu línum einatt að iðkendum. List er þetta ekki en óþægilegt er það! Sem er eðli málsins samkvæmt einföldun. Notkun á óhljóðum, eins og „noise“ hefur verið þýtt, hefur fylgt tónlistarsköpun frá örófi alda. Til áhersluauka (opnunin á „I Feel Fine“ Bítlanna), sem partur af tilraunatónlist eða þá frístandandi, næsta hreinn hávaði, án melódíu og kaflabreytinga, í nokkurs konar „ambient“-flæði þar sem reynt er á hljóðhimnur svo um munar.
Það er þessi síðasti angi óhljóðalistarinnar, „harsh noise“ á ensku („öfgaóhljóð“?), sem hratt þessari grein af stað. Á síðasta ári vakti platan Íviðjulykkja með Ófreskju sérstaka athygli mína, helst þá fyrir það hversu afdráttarlaus hún er. „Ískyggilegt óhljóðaverk sem fékk mann á köflum til að óska þess að það myndi bara hætta, slíkur var óhugnaðurinn,“ sagði ég í ársuppgjöri fyrir blað þetta. Ég fór að slægjast eftir vitnisburði um senu og fann hann. Senan er ekki stór, ég hef vitað af sumu listafólkinu lengi vel, en það er stuð í mannskapnum – ef ég má orða það svo – akkúrat núna. Því til sönnunar var haldin hátíð í desember tileinkuð óhljóðalist (Kárahátíð) og í apríl verður haldið RVK NOISE FEST. Nokkur útgáfufyrirtæki eru þá tileinkuð þessari tónlist/óhljóðalist/list, t.d. Hundrað Prósent Plastik og Þ Kollektiv (sem hefur verið óvirkt lengi) en auk þess hafa Space Oddyssey og FALK Records sinnt þessu upp að vissu marki.
Lengi hef ég fylgst með Kristjáni nokkrum Fenri, sem hefur gefið út sem K. Fenrir og Sjálfshatur. Síðarnefnda verkefnið fer algerlega út að mörkunum, efnið er hreinn hávaði og línulegur, líkt og þú sért með hausinn inni í biluðum en þó æði hraðverkandi þotuhreyfli. Titlar eins og „Líf mitt er tilgangsleysið uppmálað“ undirstrika þá hið vonlausa, kaldhamraða andrúmsloft sem oft (en ekki alltaf) fylgir öfgaóhljóðum. Fleiri nöfn af svipuðum meiði sem eru starfandi í dag hérlendis eru t.d. Konrad Groen, Masya Ozaki, Lidong Lin, Mávar, WÜÜNDERBAR HOLOKAUST, Útburður, AMFJ, Gargan, Sin Alma, Gjöll, Old Hag Howls at the Moon og Skjálfti. Þetta eru sirkabát þeir aðilar sem hafa verið að reigja sig að einhverju marki undanfarin misseri og listinn er ekki tæmandi. Fleiri nöfn má líka finna úr nálægri fortíð.
Dagskráin á Kárahátíð var víðfeðm og „alls kyns“ óhljóð í boði. Listafólk eins og Ægir, MC MYASNOI, ronja og glupsk snerta sannarlega á forminu en stunda samt ekki hrein öfgaóhljóð (og það sem er upptalið að ofan, Konrad og félagar, er einnig á einhvers konar skala, þó hann sé vissulega þrengri og nær hreinum hávaða en atriðin á Kárahátíð). RVK NOISE FEST mun þá liggja nær hörðu óhljóðunum, Ófreskja, Mávar og Skjálfti koma þar m.a. fram en einnig goðsögnin AMFJ, hin fjölhæfi og -skrúðugi Ægir og rokksveitin ROHT en þetta þrennt kemur öðruvísi að óhljóðunum en merkisberar öfganna. Hið síðastnefnda er t.d. hart, kalt pönkrokk en ég get staðfest að óhljóðin þar eru gríðarleg. Algerlega ósvikin. Meira að segja kaffikannan mín á ekki möguleika í þá snilld.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurFærslur
- Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- Fréttaskýring: Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
- Plötudómur: Egill Ólafsson og íslensk-finnska vetrarbandalagið – Á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík 9. febrúar 2013
- Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
Umræðan
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
Safn
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012