Skýrzla: Íslenzk jólatónlist 2020
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. desember, 2020.
Geymdu það ei til jóladags…
Heimtur hvað nýjar íslenskar jólaplötur varðar þetta árið eru með besta móti en sex nýjar slíkar höfðu borist pistilritara fyrir prentun. Ólíkar um margt en sameinaðar í tónrænni hyllingu á jólatíðinni.
Fyrst ber að nefna plötu stórsöngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar, Jól með Jóhönnu (sem ber sama nafn og jólaplata hennar frá 2002!). Ég er mjög ánægður með framstillinguna á plötunni og þá hugmyndafræði sem lagt er upp með. Hér er bókstaflega farið alla leið í glæsi- og hátíðleik og það undirstrikað með umslaginu sem endurspeglar innihaldið skemmtilega. Platan inniheldur fimm frumsamin lög og fimm tökulög og þeir Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson gesta í hvoru laginu fyrir sig. Davíð Sigurgeirsson, eiginmaður Jóhönnu, stýrir upptökum.
Björgvin Halldórsson, herra jól, gefur þá út veglega safnplötu, Ég kem með jólin til þín . Kemur hún m.a. út á tvöföldum lituðum vínil. Á plötunni eru þrjú ný lög, „Ljós þín loga“ er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Hin nýju lögin eru „Koma jól“ sem Björgvin syngur með Margréti Eiri og „Alltaf á jólunum“. Það er óþarfi að tíunda framlag Björgvins til jólalagahefðar Íslendinga, en ekki bara að hann hafi staðið að útkomu fjölda löngu sígildra laga heldur hefur hann og haldið vinsæla jólatónleika sem verður nú streymt vegna yfirstandandi árferðis.
Þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson hafa haldið jólatónleika um árabil, gefið út jólaplötur hvort í sínu lagi en fyrir þessi jól gefa þau út plötuna Það eru jól sem geymir safn laga eftir þau að viðbættum þremur spánnýjum lögum. Íslensk-sænska tónlistarkonan Hanna Mia Brekkan hefur þá gefið út fimm laga stuttskífu, Winter Songs . Þar flytur hún jólalög eftir konur og eru útsetningar með þjóðlagablæ. Hanna er, eins og svo margir, föst á Íslandi vegna kófsins og kemst ekki til Svíþjóðar. Setti hún plötuna saman sem eins konar jólagjöf til ættingja sem hún getur ekki hitt. Um sannkallað alþjóðasamstarf er að ræða en Færeyingurinn Sakaris Emil Joensen upptökustýrði og Englendingurinn Tom Hannay söng bakraddir ásamt systur Hönnu, Emily Reise. Bráðum koma blessuð jólin er síðan ósungin plata eftir Hörpu Þorvaldsdóttur og Kristin Svavarsson og er innihaldið bæði gömul íslensk lög og smíðar af helgara tagi.
Síðast en ekki síst er að nefna plötuna Gleðilega hátíð með Lalla töframanni. Þar flytur Lalli tólf jólalög með íslenskum textum, bæði gömul og ný. Fjölbreyttur hópur listafólks á lög og texta á plötunni, má þar nefna Ómar Ragnarsson, Ingibjörgu Gunnarsdóttur, Megas og Justin Bieber! Tónlistarstjóri plötunnar er Daði Birgisson.
Auk þessa hefur verið að koma út fjöldinn allur af stökum lögum, eftir Purumenn (tveggja laga smáskífa), og Baggalútur, Valdimar Guðmundsson og Bríet eiga þá eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, „Jólin eru okkar“. Streymisveitur af alls kyns toga hafa gert svona smáskífustarfsemi auðveldari en ella og óhægt að henda reiður á jólalagaflóðinu. Tugir annarra laga hafa verið að koma út sem ég ætla ekki að reifa sérstaklega.
Hvort eitthvað af þeim plötum sem hér hafa verið taldar upp ná að öðlast sígildan sess mun tíminn einn leiða í ljós náttúrlega. Eitt er þó víst; við þurfum meiri íslenska jólatónlist, íslenska jólatexta og stöðuga endurnýjun innan þessa undurfurðulega geira. Til er fólk sem segist ekki þola jólatónlist og ég – eins og einhver hefur mögulega tekið eftir – á afar erfitt með að skilja þann þankagang. Ljúflingstónlist sem fjallar á ljúfan hátt um ljúflingstíð. Er hægt að biðja um það betra? Gleðileg jól, kæri lesandi!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012