Skýrzla: Norðanpaunk 2025

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. ágúst.
Gaddavír á gresjunni
Norðanpaunk er tónlistarhátíð, haldin á Laugarbakka, þar sem grasrótartónlist af öllum toga fær að þrífast. Pistilritari dvaldi þar síðustu helgi við góðan kost.
Norðanpaunk er innileg, kraftmikil, umvefjandi og styrkjandi grasrótartónlistarhátíð sem hefur verið haldin í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka allar götur síðan 2014. Í þorpinu búa um 50 manns og skipuleggjendur hafa frá upphafi vega haldið sína hátíð í góðu samstarfi við íbúa. Mikill gerum-það-saman-andi þræðir sig um alla framvindu á þessari litlu hátíð og samvinna, sjálfboðavinna, umhyggja og passasemi, sem X-kynslóðarmaður upplifði ekki í kolsvörtu – en dásamlegu – næntísinu, stýrir för. Með nýjum kynslóðum koma nýjar áherslur og við sem störfum í bransanum fáum smjörþef af og innsæi í góða og gegna hluti í gegnum framtak eins og þetta. Hátíðin er þannig haldin í sönnum pönk/kommúnuanda og er í raun réttri á vegum þeirra sem hana sækja. Sviðin eru tvö, bæði í félagsheimilinu Ásbyrgi, eitt stórt en svo eitt sem er í anddyrinu/fatahenginu. Þar hafa farið fram „litlir“ og gersamlega stórkostlegir tónleikar. Norðanpaunk, sem er skilgreind sem árshátíð/ættarmót, er algerlega framkvæmd af sjálfboðaliðum og er ekki gróðamiðuð. Rík áhersla er á „öruggara rými“ (e. „safer space“), virðingu við og inngildingu hvers kyns jaðarsettra hópa og teymi frá skaðaminnkunarsamtökunum Matthildi er á staðnum.
Í ár hitti ég vini og kunningja og naut sólar, vinds og jafnvel rigningar. Var í samneyti, samfélagi, samskiptum, samveru. Tónlistarhátíðir eins og þessar eru alltaf miklu meira en einfalt hylki utan um tónlistarsköpun og alls kyns þræðir, vinklar og orkukúlur í gangi mannskapnum sem mættur er til heilla. Jú, tónlistin er einhvers konar útgangspunktur en maturinn, fíflalætin, reddingarnar, tjalduppsetningin, vináttan, gráturinn og hláturinn … þetta er ekki hluti af hátíðunum heldur er þetta hátíðirnar.
Á sunnudeginum settist ég svo niður með gestum, tónlistarfólki og sjálfboðaliðum og rúllaði af stað samveru- og samtalshring í áðurnefndu anddyri. Við sátum á gólfinu, í hring, eins og við varðeld, og áttum þar nærandi og uppbyggilegt spjall um tilgang og hlutverk grasrótartónlistarhátíða. Ég kryddaði með oggulitlum fræðum þegar hæfandi var og það var gott að fá pælingar frá aðstandendum viðlíka hátíða (Hátíðni, MBS) og fulltrúar frá grasrótarhátíð í Svíþjóð voru einnig á staðnum.
Tónlistin drundi þá daglangt að heita má, þekktar sveitir sem óþekktar, slatti af kunnum sveitum á jaðrinum og líka slatti af nýjum verkefnum, hinir og þessir aðilar sem hafa starfað með hljómsveitum sem maður kannast við að prufa sig áfram með eitthvað spánnýtt (Yang Soup t.d.). Ég sá harðkjarna frá Bandaríkjunum (sem talaði beint og kröftuglega inn í hörmungarástandið í Gaza), gítarspuna frá Íslandi (Symfaux með breyttu sniði), kuldabylgju frá Grikklandi og sturlað sett frá hinni fáránlega flottu World Narcosis. Bara, vá!!! Um 50 hljómsveitir tóku þátt, sem er heilmikið, settin voru stutt (kostur) og fjölskrúðugheitin auk þess mikil. Á Norðanpaunki er dómsdags- og gotarokk, pönk, harðkjarni, súrkálsrokk, tilraunatónlist, svartmálmur, sólósýra, drunulist, rafpopp, spunaflipp og (bætið við eftir smekk). Allt sem undir jaðarsólinni er. Í Löngufit handverkshúsi á Laugarbakka má svo upplifa þann merka samslátt landsbyggðar og jaðarbundinnar borgarmenningar sem á sér stað á hátíðinni þegar strangheiðarleg amma úr þorpinu selur glingri skrýddum ræflarokkara handprjónaða vettlinga. Og allir helsáttir. Áfram Norðanpaunk og munum þessa heillasetningu: „Drifkraftur mannskepnunnar er samvinna – ekki samkeppni.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012