Skýrzla: Skrapt, ný tónlistarhátíð í Færeyjum
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. júlí, 2023.
Færeyingar á brúninni
Ný tónlistarhátíð fór fram í fyrsta sinn í Þórshöfn í Færeyjum um síðustu helgi. Skrapt er samvinnuverkefni Færeyinga og Íslendinga og var pistilritari á staðnum til að taka út herlegheitin.
„Það er rými fyrir þetta,“ segir Kristian Blak, kraftaverkamaður færeyskrar tónlistarmenningar, þegar við ræðum stöðu tónlistarhátíða á eyjunum á barnum Sirkus í miðbæ Þórshafnar. Tónlistarhátíðir eru nefnilega árið um kring í þessu litla samfélagi og spanna þær fjölbreytt úrval tónlistarstíla. En hátíð sem snýst einvörðungu eða svo gott sem um tilraunakennda, framsækna tónlist er spánnýtt. Ég fór að hugsa um fræin sem sáð hafði verið fyrir hátíðina á síðustu mánuðum og árum. Ég man eftir einum af nemendum mínum, nú vini, Heðin Ziska Davidsen, sem talaði um draum sinn um að gera svona nokkuð. „Ég þekki einn gaur í Klakksvík og einn í Þórshöfn,“ sagði hann og var bara hálfpartinn að grínast. Stuttu síðar settu hann og Sunneva Háberg Eysturstein, einn af eigendum Sirkuss, upp raftónlistarkvöldin Ravlitt sem var ákveðinn undanfari Skrapt. Svo þegar bróðir hennar, tónlistarmaðurinn og tónlistarfræðingurinn Knút Háberg Eysturstein, sótti íslensku tilraunatónlistarhátíðina Extreme Chill heim síðastliðið haust birtist risastór ljósapera fyrir ofan höfuðið á honum. Hann vissi hins vegar ekki af því að systir hans hafði þegar komið á tengingum á milli sín, Pans Thorarensen, eins af stofnendum Extreme Chill og Jóels Briem, meðeiganda síns að Sirkus. Skrapt var því þegar komin á fljúgandi rekspöl.
Markmið hátíðarinnar eru skýr. Að setja upp nútímalega „borgar“-hátíð, hvar mörk tónlistarinnar eru þanin. Tónleikar voru á sviði utan við skemmtistaðinn Reinsaríið, ljóðalestur var þar inni fyrr um daginn og matartrukkar skammt frá. Hátíð í bæ!
Marianne Winter hin færeyska opnaði hátíðina á föstudegi og bauð upp á virkilega þétta og nýslegna sálartónlist. Okkar allra besta DJ flugvél og geimskip setti Færeyingana svo á hliðina með gáskafullu en um leið undirfurðulegu setti. Hún vafði áhorfendum um fingur sér og Færeyingarnir voru með spurnaraugu: „Má þetta bara?“ Færeyski raftónlistarmaðurinn Ghost Notes færði okkur svo djúpt og dimmt hipphopp. Á laugardegi hóf Nönne leika, færeyskur R&B/hipphopplistamaður, hvar mýktin ræður ríkjum, hvíslandi tilfinningarapp ofan í kliðmjúka takta og þægilegar hljóðmottur. Áhlýðilegt og nútímalegt. EMP var næst, en þar fóru hetjur úr færeysku tónlistarlífi, áðurnefndur Knút og fleiri. Tónlistin súrkálslegin hústónlist, naumhyggjuleg og svöl undir áhrifum frá NEU! og Kraftwerk m.a. Jakku var annar Færeyingur og dúndraði hann út harðri raftónlist með heimstónlistarhljóðbútum (m.a. færeyskum). Okkar kona, gugusar, kom svo inn á sviðið eins og Taylor Swift væri að spila á Wembley, firnaörugg með sitt frábæra, dramabundna en um leið smellavæna rafpopp. Stórkostleg! Cell7 gerði síðan allt vitlaust með sínu ómótstæðilega, stuðvæna hipphoppi. Magnús Trygvason Eliassen helþéttur á trommunum, Sverrir Björgvinsson vel nettur í plötuklóri og snúðamennsku. Cell7, Ragna Kjartansdóttir, býr að áreynslausum sjarma og fyrr en varði voru Færeyingarnir í trylltum dansi, þó ekki færeyskum. Joe & The Shitboys, færeyskt pönkband og hin alíslenski Hermigervill héldu svo uppi stemningunni út nóttina.
En hátíðin snerist ekki bara um tónlist. Myndin sem aðstandendur eru að reyna að draga upp er stærri. Hátíðin hefur nefnilega alla burði til að vera mikilvæg viðbót við færeyska tónlistarmenningu. Vegna fámennisins eru eyjarnar illa í stakk búnar til að bregðast við nýjum straumum í tónlist og því lengra sem farið er frá miðgildinu, því fámennari verður hópurinn sem er að skapa og sinna „öðruvísi“ tónlist. Sjá athugasemd Heðin Ziska. Ákveðin umgjörð, punktur í dagatalinu, sem snýst um slíka tónlist hjálpar því til við að styrkja fólk og hvetja áfram í þess háttar starfsemi. Tengingar verða til á þannig viðburði, hugmyndir fæðast, drifkraftur sprettur fram. Ef þú ert einn í svefnherberginu og með ekkert færi á að lofta út því sem þú ert að fást við áttu litla möguleika á að vaxa eða þroskast sem listamaður. Ekkert verður til í tómarúmi. Skrapt gæti því virkað sem vel til fundið gróðurhús að því leytinu til.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012