Skýrzla: Þungarokk í Austur-Þýskalandi

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 14. ágúst.
Kommúnísk keyrsla handan múrs
Ekkert stöðvar þungarokkið, ekki einu sinni eftirlitið og kúgunartilburðirnir sem viðhafðir voru í Austur-Þýskalandi. Pistilritari heimsótti sýningu í Berlín á dögunum sem rekur þá sögu.
Hið svofellda Kulturbrauerei er í Prenzlauerberg-hverfi Berlínar, á horni Danziger Straße, Eberswalder Straße og Schönhauser Allee. Þar má finna ýmiss konar starfsemi og m.a. er þar rekið safn. Um þessar mundir stendur yfir sýning um daglegt líf í gamla Austur-Þýskalandi, vegleg og vönduð og ekki vantar upp á nákvæmnina eins og Þjóðverja er siður. En þýskir geta líka úr klaufum slett og það gat maður séð í annarri sýningu sem var að finna í nærliggjandi rými. Ég vissi ekkert af henni en einn safnvörðurinn á aðalsýningunni hlýtur að hafa séð einhvern brjálæðisglampa í augum mínum. „Kíktu á þungarokkssýninguna, kæri. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum.“ Og það reyndist rétt.
Sýningin er hin vandaðasta og tekur á þungarokksmenningu Austur-Þýskalands. Gagnvirk nokkuð, eins og nýjustu safnafræði kveða á um, og hlusta mátti á tóndæmi. Hægt var að sjá plötur sem höfðu verið gefnar út við illan kost, t.d. útgáfur af frægum plötum eins og Highway To Hell með AC/DC sem kom út 1981, tveimur árum eftir fyrstu útgáfu og að sjálfsögðu var það ríkisútgáfan Amiga sem hafði veg og vanda af henni. Þá mátti sjá klæðnað, veggspjöld, veggfána o.s.frv. Maður sökk í stemninguna, andaði að sér árunni sem lék um þessa tíma.
Okkur sem hér búum finnst margt af þessu sérstakt, ef ekki ótrúlegt. Þegar boð og bönn eru í botni og einstaklingslífinu er stýrt af miðlægu, ósveigjanlegu kerfi. Dægurtónlistin, og þar með talið þungarokk, var litin hornauga og þungarokkið átti sérstaklega við ramman reip að draga enda venjulega tengt – þar sem annars staðar – við hömlu- og agaleysi samfara djöfulskap og almennri óæskilegri hegðun. Þungarokkið þreifst því kirfilega neðanjarðar en eins og sannast hefur í gegnum aldirnar er ekki hægt að tjóðra andann að fullu, við verðum að fljúga frjáls og við förum fram af hengiflugi hins mögulega til að sjá til þess að svo verði.
Austur-Þjóðverjar náðu þannig að mynda eigin þungarokkssenu á níunda áratugnum, undir ríkum áhrifum frá þungarokki þess tíma, Judas Priest, Iron Maiden o.s.frv. Senunni var eðlilega sniðinn afar þröngur stakkur og þeir sem vildu stunda þungarokkslífsstílinn lögðu sig í beina lífshættu með því. Þegar komið var fram í áratuginn fór aðeins að slakna á heljargreipunum en rækilega var fylgst með engu að síður og Stasi, leyniþjónustan, skráði allt niður, m.a. fjölda aðdáenda sem voru taldir 1.150 árið 1989. Sérkennileg tala verður að segjast en 16 milljónir bjuggu þá í landinu. En þegar hér var komið sögu voru stjórnvöld tekin að mildast í garð þungarokkaranna, þetta væru fyrst og síðast meinleysisgrey, ekki hættulegir fasistar eins og lagt var upp með þegar „rannsóknir“ hófust í upphafi áratugarins.
Eftir fall múrsins gátu þungarokkarar eystra andað léttar en ákveðin viðhorf til hluta sem urðu til við nefndar aðstæður lifðu áfram með fólki. Á sínum tíma störfuðu Babylon, Biest, Defcon, Pharao og Formel m.a. undir bárujárnsfána og voru samviskusamlega skráðar sem slíkar af skriffinnum kommúnistanna. Meiri stuggur stóð þó af pönkurum en þungarokkurum, t.a.m. Berlínarsveitinni Feeling B sem hafði verið stofnsett árið 1983. First Arsch og Das Elegante Chaos voru líka til þó nokkurra vandræða. Þegar liðið var á 10. áratuginn komu meðlimir úr þessum sveitum saman og stofnuðu með sér hljómsveitina Rammstein, ekki bara eina vinsælustu þungarokkssveit Þýskalands frá upphafi heldur er hún líka ein vinsælasta þungarokkssveit heims, punktur. Austurþýska hugarfarið, tortryggni í garð yfirvalda m.a. og kolsvört kímnigáfa, hefur m.a. ráðið för í einstöku ferðalagi Rammstein-liða um þungarokksheima og auðsætt að kommúnísk neyð kenndi nöktum þungarokkurum að spinna. Getur það verið að lykillinn að farsæld þessarar snilldarsveitar sé falinn í kænskunni sem beita þurfti á ömurlegum eftirlitstímum? Það er efni í annan pistil. En það er a.m.k. ljóst að nákvæmlega ekkert stöðvar þungarokkið og blekbyttum möppudýranna hefði betur verið eytt í annað.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012