State of the Art: Boðhlaup Söngvaskálda

—Gaman saman—
Staður: Norðurljós, Harpa.
Stund: 7.10.2025.
Hátíð: State of the Art.
Viðburður: Boðhlaup söngvaskálda (opnunarviðburður).
Listafólk: Jón Jónsson – Mugison – Bríet – KK – Elín Hall – Bjarni Daníel – GDRN og Una Torfa.
Hljómsveit: Bjarni Frímann, Magnús Jóhann, Sólrún Mjöll, Daníel Friðrik.
Ég viðurkenni fúslega að ég var ekki alveg viss um þennan viðburð er ég heyrði af honum fyrst. Og hafði meira að segja ekki sett mig almennilega inn í hann er á hólminn var komið (mitt eina áhyggjuefni var það hvort að það yrðu ekki örugglega sæti. Ég er kominn á þann aldur). Kona mín yndisleg setti mig inn í mál.
Norðurljós hljómaði vel þetta kvöldið og áheyrendahópurinn var áhugaverður. Fólk á öllum aldri og úr öllum geirum. Og ég þekkti fæsta. Mjög hressandi. Þetta var opnunargigg State of the Art hátíðarinnar sem þeir félagar Bjarni Frímann Bjarnason, Bergur Þórisson, Magnús Jóhann Ragnarsson og Sverrir Páll Sverrisson standa að. Sniðug hátíð og frumleg, skapandi og markaþenjandi. Hlutum slengt saman og stefnt saman og múrar rifnir niður. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra, hlaut góðar viðtökur og nú var heldur en ekki farið af stað með stæl! Konseptið fólst semsagt í því að listafólkið flutti eigin lög en einnig lög sem hinir höfðu samið sérstaklega fyrir þau. Þetta gekk upp fullkomlega og það myndaðist góður andi samvinnu og samkenndar uppi á sviði. Ég hefði ekki veðjað á svona góða niðurstöðu. Tónlistarfólkið var ólíkt, “innáskiptingar” tíðar og fólk í sal var spennt fyrir því hvað kæmi næst og hvað myndi gerast næst. Yrði lagið gott? Myndi viðkomandi klúðra flutningnum? Allt var þetta þá sviðsvant fólk og spjall og spaug á milli atriða var vel til fundið. Kvöldstundin því innileg, skemmtileg og upplyftandi. ÞETTA TÓKST!
Magnús Jóhann kynnti svo Elínu Hall fyrsta til leiks. Flutti hún eigið lag og svo lag eftir KK. Og svo hélt þetta áfram koll af kolli. Bjarni Daníel söng yndislegt lag eftir sjálfan sig (“Það skiptir máli hvað þú heitir”) og svo lag eftir Elínu. Sjálf GDRN söng lag eftir Bjarna og skellti líka í “Vorið”. Una Torfa söng svo mikið “Unu Torfa”-lag eftir GDRN (sem grínaði smekklega með það) og flutti svo smellinn sinn “Fyrrverandi”. Salurinn var orðinn vel heitur. Hlé og ég keypti mér bol, líkt og betri helmingurinn.
Jón Jónsson flutti lag eftir Unu og einnig eigin smíð. Mikið stuð. Tónlistarfólkið hékk allt saman á aftasta bekk og magnað að sjá hvað þau þekkjast öll vel, þrátt fyrir ólíkar nálganir. Þorpseinkenni íslenska tónlistarsamfélagsins er raunverulegt. Mugison og Bríet fluttu lag saman, “Kúrekinn”, einslags svarlag við “Rólegur, kúreki”. Mugison spilaði líka lag eftir Jón Jónsson (ég er orðinn alveg ruglaður!). “Kúrekinn” var mjög flott, í áreynslulausum, Nashville-kántrístíl. Æði hreint út sagt. Bríet spilaði svo annað lag ein eftir Mugison og tók svo eigið lag, “Cowboy Killer”, sem var glæst. KK kom svo á svið, spilaði lagið “Gleym mér ei” eftir Bríeti og það var svona brandari hjá þeim að gleyma alltaf titli lagsins. Geri mér ekki grein fyrir því hvort það var viljandi eður ei!
Bríet er stórkostleg. Þvílík fyrirmynd! Þetta lag var einnig í þessum þægilega, áreynslulausa kántrígír. Einfalt, einlægt og kröftugt, líkt og smíð eftir Hank Williams. Og KK flutti það vel. Hann talaði síðan afar fallega um Bríet á sviðinu, gaf henni gæðastimpil, og allt var orðið svo yndislegt eitthvað. Samkrullið, samveran, samstarfið. Nú flæddi þetta allt saman strítt um salinn og félagsfræðingurinn ég, ég dýrka svona. Vitnisburður um að við erum í botninn félagsverur og elskum hvert annað og það að vera saman (þó það geti vissulega verið þrælerfitt líka!).
Lokað var með “Lucky One” og allir mættir á svið a la Live Aid. Gaman saman og yndiskvöldi slúttað með viðeigandi hætti.
Njótið svo þessara stórkostlegu mynda sem ég tók. Og kynnið ykkur hátíðina, hún stendur út vikuna!
Stikkorðaský
ATP Berlín Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012