Tónleikadómur: Rush í Glasgow
Næturflug Geddy Lee og Alex Lifeson á fullri ferð. Myndin var tekin í Glasgow núna á fimmtudaginn.
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. júní, 2013]
Sýndu mér, ekki segja mér…
• Kanadíska rokksveitin Rush hélt hljómleika í Glasgow á fimmtudaginn
• Stundum kölluð „stærsta költsveit“ heims
• Morgunblaðið var á staðnum
Einhvern tíma upp úr 1990, þegar plötusöfnun mín var í allra hæstu hæðum, keypti ég mér þrefalda safnplötu (á vínyl nottulega) með hljómsveit sem kallaðist Rush. Ég kannaðist lítillega við hana, aðallega í gegnum myndband sem var mikið spilað á æskuárum mínum (Myndbandið við „Red Sector A“ af Grace Under Pressure svo við höfum þetta nú nákvæmt). Aðallega fannst mér þó nafn hljómsveitarinnar flott. Og platan líka. Nafn hennar, Chronicles, gaf fyrir það fyrsta til kynna að hér væri eitthvað mikilvægt á ferðinni og hönnunin undirstrikaði það, með sínum mikilúðlega dökkbrúna lit og stálgylltum stöfum.
Ég féll síðan umsvifalaust fyrir bandinu og hef verið eitilharður aðdáandi síðan. Ást mín er skilyrðislaus og það merkilega er, ég er síst einn um það. Það þykir reyndar í meira lagi undarlegt að þessi kanadíska sveit, sem á rætur í proggi og er lítt spiluð á útvarpsstöðvum ( í dag a.m.k.) á sér her fylgismanna um allan heim. Hún hefur vegna þessa verið kölluð „stærsta költsveit“ heims, sveit sem enginn veit hver er en selur á sama tíma plötur í milljónatali og fyllir íþróttaleikvanga í öllum helstu stórborgum. Að vísu hefur hún aðeins komið að meginstraumi mála að undanförnu; vel heppnuð heimildarmynd var gerð um hana fyrir ekki svo löngu síðan (Rush: Beyond The Lighted Stage), hún var innlimuð í frægðarhöll rokksins í síðasta mánuði (af sjálfum Dave Grohl) og hefur poppað upp í myndum og þáttum Judd Apatow (m.a. í I Love You Man með þeim Paul Rudd og Jason Segel sem einn af lærisveinum Apatow, John Hamburg leikstýrir).
Vélvirki englanna
En nóg um það! Ég fór semsagt á tónleika með Rush á fimmtudaginn og þegar ég skrifa þetta, í lestinni á leiðinni aftur heim til Edinborgar (tónleikarnir voru í Glasgow) eru liðlega 45 mínútur síðan þeir félagar slógu lokatóninn.
Tónleikaferðalagið er vegna nýjustu hljóðversplötu sveitarinnar, Clockwork Angels, sem út kom í fyrra. Tónleikahöllin, S.E.C.C. (Scottish Exhibition and Conference Centre) er hin burðugasta og fór atið fram í einum salnum þar, sal sem er svona eins og rúm Laugardalshöll. Sitjandi tónleikar voru þetta (!) sem mér þótti einkennilegt, átti a.m.k von á því að gólfið yrði standandi fyrir þá sem ætluðu að hrista á sér skankana. Þetta fyrirkomulag sagði kannski dálítið um markhópinn, upp til hópa hvítir, nett nördalegir karlmenn á fimmtugsaldri með björgunarhring og í Rush-bol sem þeir báru stoltir. Hausaskak var ekki mikið, en nóg af hæglætislegum hökustrokum og augum sem lygndust aftur á mikilvægum augnablikum. Fyrsta lagið var „Subdivisions“ af Signals, skemmtileg tilviljun þar sem það er uppáhalds Rush-lagið mitt! Þið getið því rétt ímyndað ykkur tilfinningarnar sem heltóku greinarhöfund. Það er gaman þegar maður finnur gæsahúðina streyma um gervallan líkamann, fremur en bara framhandleggina eins og vant er. Ég var kominn til himna og bara nokkrar sekúndur búnar. Næst var það „Big Money“ og „Force Ten“. Ég fæ aldrei nóg af þessum þessum klingjandi yfirtónasólóum Alex Lifeson og einhverjir ættu að geta tengt við þann unað að lifa sig inn í lög þar sem maður kann hverja einustu gítarlykkju, hvert og eitt trommuslag og sérhvert bassaplokk aftur á bak og áfram. Og þarna voru þeir! Gítarguðinn Lifeson, Geddy Lee, bassaleikari og söngvari og prófessorinn sjálfur, trymbillinn og textasmiðurinn Neil Peart. Það var eitthvað óraunverulegt að hafa þá þarna fyrir framan sig í rauntíma, svei mér þá…
Hjartagrennd
Rush hefur nánast frá degi eitt verið það sem kallast leikvangarokkshljómsveit. Tónlistin er fyrir það fyrsta „stór“ og epísk og síðar urðu vinsældir sveitarinnar til þess að sá vettvangur er þeirra heimasvæði. Og liðsmenn Rush, fagmennirnir sem þeir eru, fór með þá hugmyndafræði alla leið. Sprengingar, ljósadýrð, myndbönd á bak við sviðið og risaskjáir. Ekkert af þessu var yfirdrifið, í þessu samhengi bara eðlilegt.
Stutt hlé var gert eftir tíu lög (m.a. var „Limelight“ og „The Analog Kid“ spilað. Ég bendi grúskurum líka á þessa stórfínu síðu: www.setlist.fm) og svo sneri sveitin aftur til að leika lög af Clockwork Angels ásamt strengjasveit. Það var virkilega gaman að fylgjast með strengjunum, það var mikið rokk í liðsmönnum þar sem þeir voru íklæddir skítugum bolum og feyktu flösu eins og enginn væri morgundagurinn. En það er merkilegt, innst inni vill maður bara heyra það sem maður þekkir á svona tónleikum. Eftir ca fjórða skammtinn af nýmetinu var ég farinn að geispa. Ekki þó að ég sé að gera lítið úr efninu; Clockwork Angels er stórbrotið og proggað verk; þungt bæði og hart og vitnisburður um að Rush er enn leitandi. Undir endann fengum við svo það sem við vildum og settið var leitt til lykta með „The Spirit of Radio“. „Tom Sawyer“ og syrpa úr 2112 voru uppklappið. Skrambinn. Ég hefði gefið mikið fyrir „Red Barchetta“ og „Closer to the Heart“. Og „The Weapon“. Og, og og…Eftir tónleika fann ég mig síðan í strætó sem var yfirfullur af fyrrnefndum Rush-aðdáendum. Það var fjör í mínum mönnum skiljanlega. „And the men who hold high places…“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Rapp Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012