Tónleikadómur: The Smashing Pumpkins í Laugardalshöll

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 11. september.
„Næntís“-veisla alla leið …
Bandaríska rokksveitin The Smashing Pumpkins lék fyrir fullri Laugardalshöll fyrir rúmum tveimur vikum. Vel tókst til og havaríið kallaði fram eftirfarandi pælingar hjá pistilritara.
Mér datt líka í hug að fyrirsögnin gæti verið „Miðaldra niður minningartröð“ en fannst hún of knosuð og hallærisleg. Set hana samt hingað! Ég fór reyndar alls óvænt á þessa tónleika, var grínlaust búinn að gleyma því að þeir væru að fara fram. Það seldist upp samdægurs á þá í febrúar og því heyrði maður ekkert meir af þeim.
Mummi vinur minn átti síðan aukamiða vegna forfalla og hann hringdi í mig samdægurs.
Ég á í ágætu sambandi við hljómsveitina, er þó ekki ofuraðdáandi, og hefði í raun ekki viljað missa af þessu (þó ég hafi greinilega verið reiðubúinn til þess). Ég kom því inn volgur og slakur og án nokkurra væntinga. Elín Hall hitaði upp, er að tilkeyra sína tónlist, ímynd og framkomu og þetta er lofandi hjá henni verður að segjast. Smashing Pumpkins hóf síðan leika á tveimur lítt þekktum lögum þess til að gera, „Glass‘ Theme“ af Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music og svo „Heavy Metal Machine“ af Machina/The Machines of God en þessar eðlu plötur tvær komu út árið 2000, við lok þess veldistímabils sem sveitin hafði átt og þá er ég að vísa til 10. áratugarins eða „næntísins“. Seinna lagið var hressandi og ég skimaði í kringum mig. Þarna var öll X-kynslóðin mætt, menn og konur á mínum aldri, þ.e. sextugsaldri. Förum í nánari greiningar á áhorfendasamsetningunni seinna.
Eftir þessi opnunarlög var svo hafist handa við slagarana. „Disarm“ var klár hápunktur, þvílíkt lag! Hvílík fegurð! „Cherub Rock“, opnunarlag Siamese Dream, var líka ofboðslegt og það er alltaf sama gæsahúðin þegar þessir 200 gítarar fara í gang. Vitiði, þessi hljómsveit á nefnilega mörg af flottustu og fegurstu lögum 10. áratugarins, staðreynd sem rann upp fyrir mér þar og þá. „Disarm“ og „Today“, maður fær bara tár í augun þegar þessar smíðar fara í gang og ég fann hversu rótföst þessi tónlist er í mér þrátt fyrir allt.
Það var líka gaman að sjá hljómsveitina. Hinn erfiði snillingur og sveitarleiðtogi, Billy Corgan, var léttur og grínaði talsvert. Minn maður James Iha var líka flottur, svo eitursvalur eitthvað og dularfullur. Jimmy Chamberlin, trymbill, svipbrigðalaus á bak við settið. Svo var þarna gítarleikari, Kiki Wong, sem fór á kostum miklum. Bassaleikarinn skar sig úr hópnum, ég hefði ekki verið hissa ef mér hefði verið tilkynnt að einn af húsvörðum Hallarinnar hefði leyst af á bassa með skömmum fyrirvara. Fletti honum upp og kom þá í ljós að um var að ræða Jack nokkurn Bates, son Peters Hooks úr Joy Division!
Tónleikar sem þessir eru alltaf öðrum þræði bundnir fortíðarþrá. Maður verður aftur fimmtán ára, sextán ára eða hvað það er. Og við fengum öll þau lög sem máli skiptu. Smashing Pumpkins náði vel inn í meginstrauminn á sínum tíma, meira en margar sveitir af svipuðum toga, og ég tók líka eftir því að nóg var af kvenfólki í áheyrendahópnum. Það skýrir þessa farsæld í miðasölunni, kúnnahópurinn er rækilega til staðar hérlendis sem erlendis, hópur sem er nokk breiður og fjölbreyttur. Kannski skýrir þetta lúmska, aðdáunarverða jafnvægi vinsældirnar: Þetta einstaka melódíunæmi Corgan þar sem hann tosar upp társtokkna ægifegurð eins og ekkert sé á milli þess sem hávaðinn er óskaplegur, surgandi þungarokksriffum hleypt lausum eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi þverstæða, fegurðin og tryllingurinn, leikur í höndunum á Corgan okkar og það fengu gestir Laugardalshallar svo sannarlega að sjá og heyra.
Stikkorðaský
Abba ATP Berlín Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012