Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
Myndatexti: Bad Ass Brass Band skemmti gestum en það var brúðguminn sjálfur, hönnuðurinn og tónlistarunnandinn Jussi Karjalainen, sem á heiðurinn af því. Hér gefur að líta nýjustu plötu sveitarinnar.
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. júlí, 2015
Sumarbrúðkaup í Finnlandi
• Hvert er samfélagslegt hlutverk tónlistar?
• Sumarbrúðkaup sýnisdæmi
Finnskir vinir mínir giftu sig um síðustu helgi og við hjónin flugum yfir til þeirra og samglöddumst. Brúðkaupið var haldið á lítilli, skógi vaxinni eyju rétt við borgarmörk Helsinki og að lýsa umhverfi sem og aðstæðum sem myndrænum nær vart upp í það sem fram fór. Það var eins og við værum að leika í bíómynd og tikkað var í öll þau box sem skandinavískt sveitabrúðkaup að sumarlagi felur í sér. Fyrir utan mat, drykk, ræðuhöld, punt og pjátur lék tónlist veigamikið hlutverk í brúðkaupinu. Tilgangur hennar að því leytinu til var giska margþættur; hún var stundum í brennidepli (t.d. þegar gestir tróðu upp með atriði eða þegar hljómsveit eða plötusnúður lék fyrir dansi) og stundum í víkjandi stöðu ef við getum orðað það sem svo (plötusnúður lék hálfgildings bakgrunnstónlist undir spjalli á tímabili og daginn eftir, yfir morgunmat, var tónhlaða brúðgumans látin malla undir morgunmatnum). Tónlistin þurfti þá ekki endilega að glymja í eyrum fólks, hún virkaði líka sem ísbrjótur í samræðum þeirra sem voru áhugasamir um þetta eðla listform (þó að tilkoma snjallsíma geri það æ algengara að fólk fletti upp tóndæmum til að styðja mál sitt). Tónlistin var þannig yfir og allt um kring, þó að maður gerði sér ekki alltaf sterklega grein fyrir því.
Villtur dans
Eftir að hafa komið siglandi upp að eyjunni á lítilli bátsskel gengu brúðhjónin upp að samkomuhúsinu, þar sem brúðguminn hélt eilitla tölu. Við svo búið einhentu nýbökuð brúðhjónin sér í lag ásamt kornungum börnum sínum, spilað var á það sem hendi var næst og mágkona gumans söng gamalt finnskt dægurlag af miklum fítonskrafti. Undir borðhaldi tróðu svo vinir upp með lítil tónlistaratriði, frumsamið efni sem tökulög, í söngvaskáldabúningi sem hljómsveitar. Yðar einlægur lagði meira að segja í púkkið ásamt betri helmingnum. Byrjaði á því að afskræma fallegt lag eftir kántrílistamanninn Chris Stapleton (ekki viljandi, ég klúðraði því og það gjörsamlega) en við björguðum okkur fyrir horn með orkuríkri útgáfu af „Who’s Got the Crack“ með The Moldy Peaches.
Gestum að óvörum kom svo blásturssveitin Bad Ass Brass Band þrammandi upp að húsinu og hóf að pumpa út dansvænni og nokk trylltri klezmer-tónlist. Sveitin færði sig inn í sal og náði að vippa upp þvílíka stuðinu, ungir sem aldnir stigu villtan dans sem andsetnir væru. Sameiningaraflið í svona nokkru er einkar fallegt og hrífandi. Þegar um hægðist tók svo plötusnúður við, reyndur höfðingi sem af smekkvísi lék gamla finnska dægurtónlist, blús, sálartónlist og rokk og ról.
Úti um allt
Til eru ótal kenningar um hvernig tónlist litar líf okkar á margvíslega vegu og hvernig við nýtum okkur hana, meðvitað sem ómeðvitað. Stundum er hún svo sjálfsögð reyndar að við tökum varla eftir henni. Ég veit fyrir víst að brúðhjónin lögðu ekki sérstaklega upp með að hafa brúðkaupið „tónlistarlegt“ en þarna var hún samt, alltaf og úti um allt.
Líf án tónlistar væri mistök sagði Nietzsche og ágætt fyrir forpokaða ráðamenn og aðra „óunnendur“ lista að hafa þau vísu sannindi í huga næst þegar á að teygja sig í niðurskurðarhnífinn eða tuðskjóðuna.
2 Responses to Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Sveitarfelog sinna morgum o?rum verkefnum sem ekki eru logbundin heldur hafa samfelagslegt gildi , ma ?ar til d?mis nefna i?rotta- og tomstundamal, byggingu sundlauga og i?rottamannvirkja Skyrsla ?essi felur ekki i ser tilbo? e?a bo? um kaup , solu e?a askrift a neinum tilteknum fjarmalagerningi.
I һave been surfing online mοгe than threе hօurs lаtely,
but Ι nevеr found any attention-grabbing article ⅼike уouгs.
It is lovely price sufficient fߋr me. In my ᴠiew,
if aⅼl site owners and bloggers maⅾе excellent contеnt material aѕ уoᥙ probaƅly diԀ,
the net mіght bе a lot more useful than ever Ьefore.