Mörg hafa þau verið unnin, þrekvirkin í íslenskri tónlist, og Utangarðsmenn, með Bubba nokkurn Morthens í fylkingarbroddi gerðu vel í því að sparka upp hurðinni á Íslandi og koma pönkbyltingunni í gang. Ég veit að þá voru pönksveitir þegar starfandi en er Geislavirkir kom út 1980 var hnykkt almennilega á hlutunum og í kjölfarið hrúguðust næluskreytt ungmenni inn í skúra landsins.

Út er kominn giska veglegur pakki til að fagna 45 ára afmæli þessarar merku plötu. Sjá hér:

Útgáfan er með ýmsu móti, m.a. er kassi eða tvöfaldur vínyll þar sem er að finna upprunalegu plötuna og svo enska útgáfu hennar, þar sem hljómsveitin heitir The Outsiders og platan Radioactive. Platan kom aldrei formlega út og það er fróðlegt að heyra enskuna. Ég hafði reyndar heyrt þessar útgáfur á tónleikadiskinum Utangarðsmenn sem Smekkleysa gaf út 1994, en þar eru tónleikar sem teknir voru upp í Svíþjóð 1982. Skrambi gott en diskinn vann ég í keppni sem útvarpsstöðin Aðalstöðin stóð að! Man ekkert hvað sú keppni gekk út eða hvort ég átti bara hringja inn. Eníhú…

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: