Úttekt: Íslenzkar jólaplötur 2025

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. desember.
Ég plötur verð að fá …
Ég ákvað að snúa lítið eitt upp á textabrot úr hinu stórkostlega jólalagi „Jólin eru að koma“ í titli pistilsins en Í svörtum fötum flutti það lag af fítonskrafti miklum hér um árið. Þar segir sögumaður frá því að hann þurfi að fá gjafir og engar refjar, burtséð frá kærleiksanda jólanna og öllum þeim góða boðskap sem þeim fylgir. Og sama segi ég þegar kemur að jólaplötum. Þær þarf ég að fá frá hérlendu tónlistarfólki og blessunarlega duttu nokkrar slíkar í ylhýran kofann þetta árið.
Ærslafengnar útsetningar
Fyrsta ber að nefna plötuna Í takt við jólin sem Salka Sól og Stórsveit Reykjavíkur standa að en útsetningar og stjórn var í höndum Eiríks Rafns Stefánssonar. Graduale Futuri-kór Langholtskirkju syngur líka á plötunni. Um er að ræða tíu íslensk, sígild jólalög og eru þau sett í djassaðan, á stundum ærslafenginn búning, enda nóg af blásurum í sveitinni og stuðið eftir því. Eiríkur hefur glúrið nef fyrir því hvað er hæfandi og hvað ekki og t.d. er „Jólasveinar ganga um gólf“ sett í næsta dulrænan búning, James Bond-leg spenna gárar undir framvindunni og heldur okkur á bríkinni. „Höfuð, herðar, hné og tær“ er hins vegar sett í rakettubúning, allt vitlaust allan tímann og kór, sveit sem og Salka á útopnu út í gegn.
Salka syngur eins og sú sem valdið hefur á plötunni, er blíð og æst til skiptis og eins og sjá má þá eru þetta að stofni til jólaballalög, lögin sem leikin eru þegar gengið er í kringum jólatréð með ungviðinu. „Adam átti syni sjö“ verður þannig að svalri djassreið á meðan „Í skóginum stóð kofi einn“ er snúið upp í hálfgerða rökkurballöðu. Þetta er vel heppnað allt saman og skemmtilegt, útsetningar bera með sér, eins og segir, nýlundu og sköpunarþrótt og samvera með plötunni hin ánægjulegasta í alla staði.
Tengdamömmur og pabbar
Hin snilldarlega titlaða plata Jólaboð hjá tengdó er eftir Leif Gunnarsson og hún inniber átta lög eftir Leif sjálfan. Tilurðin er athyglisverð en Leifur lýsir henni svona: „Kveikjan að plötunni er í stuttu máli sú að ég á afmæli í desember og hefur alltaf þótt það óþolandi vesen. Það að semja og taka upp heila plötu af nýrri, frumsaminni jólatónlist er mitt persónulega „detox“ við þeirri gömlu gremju.“
Platan er djössuð, líkt og platan að ofan, og fjöldi samstarfsfólks kemur að henni. Lög eru með alls kyns sniði, gestasöngvarar koma við sögu og textar oft og tíðum launfyndnir. Hljómsveitin LÓN gaf þá út þrælgóða fimm laga plötu fyrir þessi jól, Pabbi komdu heim um jólin, en árið 2022 gaf sveitin út stóra plötu með jólaefni, Fimm mínútur í jól. RAKEL syngur í öllum lögunum hér og andinn er ljúfur, innilegur og umvefjandi.
Svo er alltaf eitthvað um það að stök lög komi út. Marsibil (Una Schram og Kári Hrafn Guðmundsson) gáfu t.d. út tveggja laga skífu, Allt eins og það á að vera, og Þórir Georg gaf út tveggja laga skífu einnig þar sem „All I Want For Christmas“, sem frægast er í flutningi Mariuh Carey, prýðir A-hliðina. Platan kemur í tuttugu númeruðum eintökum í handgerðu umslagi eftir Þóri sjálfan og er gefin út af Reykjavík Record Shop.
Stikkorðaský
ATP Berlín Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Universitas Islam Sultan Agung on Plötudómur: Ambátt – Flugufen
- Universitas Islam Sultan Agung on Tónleikadómur: HAM!!!
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: JFDR anno 2020
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Norræna þungarokkssýningu í Berlín
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Íslensk kvikmyndatónskáld
- Universitas Islam Sultan Agung on Steve Mason: Fyrirbærið frá Fife
- Universitas Islam Sultan Agung on Fréttaskýring: Brian Wilson 1942 – 2025
- Universitas Islam Sultan Agung on Iceland Airwaves 2022: Back on the Horse!
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
Safn
- December 2025
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


