Viðtal: Laurie Anderson

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. desember.
Af fjöllista- og ofurkonu …
Laurie Anderson flytur Republic of Love í Hörpu 7. janúar 2026. Einn þekktasti og um leið helsti brautryðjandinn á sviði margmiðlunarlista. „Ég hlakka til að koma til Íslands“.
Laurie Anderson, einn þekktasti og um leið helsti brautryðjandinn á sviði margmiðlunarlista, er á leiðinni til Íslands eftir áramót og ætlar að sinna einu og öðru eins og hún tjáir blaðamanni. Hún mun m.a. koma fram í Hörpu miðvikudaginn 7. janúar næstkomandi þar sem hún mun flytja spánýtt verk, Republic of Love, þar sem tengsl ástar og valds eru skoðuð í gegnum tónlist, frásögn og myndræna framsetningu, nálgun sem Anderson hefur hlotið heimsfrægð fyrir. Í Hörpu mun víóluleikarinn Martha Mook koma fram með henni og svo munu hún, Mook og Íslandsvinurinn Eyvind Kang troða upp í Listasafni Íslands daginn eftir. Eitthvað ætla þau Skúli Sverrisson að bauka saman líka en Skúli hefur unnið náið með Anderson í gegnum tíðina.
Uppgangur fasismans
Ég var sem sagt svo heppinn að eiga þess kost að taka viðtal við Anderson sem við og gerðum fyrir tilstuðlan Zoom. Hún gaf sér tíma í hádeginu til að spjalla við blaðamanninn og úr varð hin skemmtilegasta stund. Hispursleysið var þægilegt, Anderson hitaði sér te á meðan, leitaði að hleðslusnúrunni sinni og sinnti hundinum sínum Willie – svona meðal annars. Ég tók mér því það bessaleyfi í bláendann að sýna henni hörpu dóttur minnar sem lúrði í bakgrunninum. Já, gott og gefandi spjall var þetta!
„Ég hlakka til að koma til Íslands,“ tjáir Anderson mér. Röddin er blíð og stóísk og hún brosir fallegu, styrkjandi brosi út viðtalið. „Það er svo langt síðan ég kom síðast að ég man ekki einu sinni hvenær!“ Hún segist þakklát fyrir að hafa fengið boð um að taka þátt í sýningunni Steina: Tímaflakk sem er fyrsta yfirlitssýningin á verkum Steinu Vasulka á Íslandi en tónlistaratriði þremenninganna tengist inn í hana. Steina sé góður vinur og Woody, maður hennar heitinn, var það einnig. Hún segir mér svo frá því að Republic of Love eigi sér rætur í verki sem hún flutti í Vín nú í vor. „Ég var beðin að tala um uppgang fasisma í Evrópu og ég hugsaði, „er það góð hugmynd?“ (hlær). Ég fæ sjaldan beiðni um að búa eitthvað til, vanalega er ég bara í mínu. Ég var beðin að tala um ást og ríkisstjórnir þarna og mér fannst það svo áhugavert eitthvað að ég spenntist öll upp.“
Sérhæfð í miðlaflökti
Ég nota tækifærið og spyr hana aðeins út í viðhorf hennar til listsköpunar almennt. Hér er um að ræða listakonu sem vinnur gagngert þvert á miðla og er líklega einn farsælasti listamaður allra tíma hvað það varðar og klárlega sá þekktasti hvað almenning varðar.
„Mig langaði til að gera alls konar og ég fylgdi því,“ svarar hún. „Þetta var ekki mjög meðvituð ákvörðun og athugaðu að það er oft styttra á milli þessara miðla allra en fólk gerir sér grein fyrir. Stundum þegar ég mála þá líður mér eins og ég sé að búa til tónlist. O.s.frv. Steina hafði t.d. mikil áhrif á mig hvað þetta miðlaflökt varðar.“
Anderson fer aðeins úr mynd núna og nær í pappírsörk þar sem er að finna texta og teikningar eftir hana. Eitthvað sem hún er að vinna að um þessar mundir, útskýrir hún. Talandi um að komast nálægt listamanninum! En það varði ekki lengi því að Anderson stekkur óforvarandis úr rammanum til að sinna Willie. „Hann er gamall,“ segir hún af miklu ástríki og alúð.
Ég enda svo á því að tala aðeins við hana um hörpuna. Anderson ljómar og það stafar af henni áþreifanlegur áhugi. „Ég elska iðn, færni og sérhæfingu,“ segir hún. „Og mín sérhæfing felst í því að ferðast á milli þessara miðla og samtengja þá.“
Stikkorðaský
ATP Benni Hemm Hemm Berlín Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Universitas Islam Sultan Agung on Plötudómur: Ambátt – Flugufen
- Universitas Islam Sultan Agung on Tónleikadómur: HAM!!!
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: JFDR anno 2020
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Norræna þungarokkssýningu í Berlín
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Íslensk kvikmyndatónskáld
- Universitas Islam Sultan Agung on Steve Mason: Fyrirbærið frá Fife
- Universitas Islam Sultan Agung on Fréttaskýring: Brian Wilson 1942 – 2025
- Universitas Islam Sultan Agung on Iceland Airwaves 2022: Back on the Horse!
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
Safn
- January 2026
- December 2025
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


