Airwavesviðtal: Billy Bragg
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. október, 2017
Samkenndin er lykillinn
Billy Bragg hefur á löngum og merkum ferli verið staðfastur málsvari þeirra sem minna mega sín, er umsvifamikill aðgerðasinni og lög hans einatt mótmæla- og baráttusöngvar, sprottnir úr veruleika verkalýðsstéttarinnar.
Líkt og Bubbi Morthens og/eða Bruce Springsteen hefur Bragg oft náð að spegla samfélagslegar hræringar í heimalandi sínu með eftirtektarverðum hætti. Ferill hans vekur óneitanlega spurningar um hlutverk tónlistarmanna í samfélaginu, ábyrgð þeirra og getu til að hafa áhrif á samfélag sitt með beinum hætti en á margan hátt er Bragg sporfari manna eins og Woody Guthrie og Bob Dylan. Aðspurður sagðist Bragg spenntur yfir heimsókn sinni til landsins, en hingað hefur hann ekki komið áður.
„Ég ætla líka að búa til tíma, svo ég geti séð landið og skynjað stemninguna,“ segir Bragg. „Fyrir mér er það algerlega nauðsynlegt þegar maður er á tónleikaferðalögum. Þú verður að fara úr „búblunni“. Þannig að ég á ósýnilegan hund sem ég þarf að fara með í göngutúr tvisvar á dag (kímir í gegnum símann).“
Eitt af nýlegri verkefnum Braggs er bók, Roots, Radicals and Rockers, þar sem hann rekur sögu skiffle-stefnunnar svokölluðu sem hafði mótandi áhrif á ungmenni Bretlands á sjötta áratugnum, eitthvað sem var forveri rokkbyltingarinnar. Bragg segist hafa skrifað bækur áður og hann sé svona að venjast þeirri vinnu, smátt og smátt.
„Sumir skrifa eitthvað á hverjum degi en það hentar mér ekki, þar sem ég er oft á ferð og flugi. Þetta ár er búið að vera sérstaklega uppfullt. Þegar ég sá gat í dagskránni setti ég hins vegar upp áætlun og skrifaði þetta í ákveðnum hólfum á daginn, frá þrjú til fimm og svo aftur frá sex til átta. Skiffle var athyglisvert fyrirbæri, þar sem breskir unglingar samsömuðu sig við afrískættaða tónlist frá Bandaríkjunum. Í mínum huga var skiffle upprunalega pönkið og það eru glettileg líkindi með þessum stefnum, líftíminn var stuttur en arfleifðin mjög mikil og rík. Mér finnst þessi stefna ekki hafa fengið nægilega mikla vigt í umræðunni. Þær bækur sem eru til um skiffle eru skrifaðar af fólki sem upplifði senuna á sínum tíma, meira svona lýsingar og upprifjun á því sem var. Ég set þetta hins vegar í samhengi við það sem er að gerast í dag og reyni að skilja þetta út frá því hvernig dægurtónlistarmenning þróaðist svo í Bretlandi. En bókin var líka skrifuð til að hressa mig við hvað lagasmíðar varðar. Taka smá frí og koma aftur inn í þær með nýja orku en tónlistin er auðvitað megintjáningarformið mitt.“
Hvaða breytingar viltu?
Spurður um tækifæri almennings til að koma á einhverjum breytingum í kerfinu setur Bragg fram athyglisverðan punkt.
„Donald Trump. Það er nú skínandi dæmi um breytingar sem koma frá grasrótinni,“ segir hann nokkuð þurrlega. „Og Brexit. Þannig að þetta fer eftir því hvernig breytingu þú vilt. Hvað þessi dæmi varðar þarftu eðlilega að spyrja þig, hver er ástæðan? Hvaða þættir í samfélagsgerðinni ollu þessu? Ég held að fólk hafi viljað breytingar en þær voru ekki í boði. Hillary Clinton var fulltrúi elítunnar. Engra breytinga var að vænta fyrir þetta fólk, þannig að það setur hlutina í uppnám viljandi. Þetta er eina leiðin fyrir það til að hefna sín á þeim sem hafa verið að setja þeirra líf í uppnám. Og með „þeim“ á ég við fjármagnseigendurna, hverra vagn var dreginn af Hillary.“
Bragg trúir rækilega á mátt tónlistarinnar til að sameina, þá sérstaklega þegar hún er flutt á tónleikum eða í hverju því rými þar sem hópur er samankominn.
„Tónlistin getur endurhlaðið fólk, hvílt það frá stafræna gjamminu sem umlykur okkur í dag,“ segir Bragg og er nú farinn að rúlla. „Þegar fólk kemur saman, syngur saman, dvelur saman í þessum augnablikum þá hreinlega finnur þú áhrifin. Og þetta eru góð áhrif. Þú finnur að þú ert ekki einn í þessu ströggli, að það er til fólk sem er ekki sama. Kapítalismi, íhaldssemi, þetta eru ekki helstu óvinirnir í dag. Það eru vantraustið og tortryggnin sem eru aðalóvinirnir, tilfinningin að ekkert muni breytast nokkurn tímann. Að koma saman og syngja getur grætt ýmislegt og listamaðurinn er sannarlega með hlutverk en það er erfitt fyrir hann að breyta einhverju. Breytingarnar koma frá áheyrendunum, fólkinu. Valdið til breytinga er þar.“
Bragg sér ekki endilega mun á því að spila tónlist og vera aðgerðasinni, í hans huga er þetta kirfilega samfléttað. „Tónlist gefur okkur leið að aukinni samkennd. Hún er bundin í tónlistina og veitir okkur möguleika á að skilja fólk sem við höfum aldrei hitt, skilja aðstæður sem þú hefur aldrei verið í. Samkenndin er lykillinn, ekki samúð, heldur samkennd.“
Bragg segist sjá sjálfan sig fyrst og fremst sem miðlara eða „communicator“ eins og hann orðar það. „Þú þarft að skilja, að þú ert að fást við heiminn eins og hann er, ekki eins og þú vildir að hann væri. Þú vildir að það væri sólskin úti en það er rigning. Þannig að ef þú ferð út á bolnum verður þú rennblautur. Þegar ég var að alast upp var tónlistin eini vettvangurinn sem við höfðum ef við ætluðum að tala til fjöldans. Leiðirnir eru fleiri í dag. En ég gerði það sem ég þurfti að gera, lærði á gítarinn og byrjaði, innblásinn af pönktónlistinni sem var í kringum mig þá. Og hugmyndirnar þaðan eru enn þann dag í dag leiðarljósið mitt.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012