ALBA!!!: Burns Night á KEX næstu helgi…
Mér rennur eðlilega blóðið til skyldunnar, búandi nú hjá góðfrændum okkar Skotum, að minna hressilega á Burns Night sem verður fagnað á hinu dásamlega KEX Hostel næstu helgi (þess má geta að Mastersritgerðin mín, sem fjallaði um skoska popptónlist, var skrifuð að hluta til á KEX síðasta sumar).
Þetta er í þriðja sinn sem kvöldinu er fagnað á KEX og meðal dýrða hafa verið tónlistaratriði frá „heimalandinu“ og hafa m.a. Withered Hand, Wounded Knee, Bill Wells og Alisdair Roberts komið fram. Í ár troða upp Barnaby Brown, sekkjapípuleikari og tónlistarfræðingur, sem ég sá reyndar leika í gær ásamt Benna Hemm Hemm, Alisdair Roberts og Bill Wells á frábærum tónleikum í Glasgow (sem hluti af Celtic Connections hátíðinni). Benni mun einnig spila á Burns kvöldi KEX þetta árið ásamt Snorra Helgasyni.
Þá koma tvær bubblandi, zizzlandi og sjóðandi heitar neðanjarðarsveitir fram. Conquering Animal Sound er á mála hjá hinu mikilsvirta Chemikal Underground (Arab Strap, Mogwai o.fl.) og hefur verið að vekja talsverða athygli hér í Skotlandi undanfarin misseri (þau hef ég líka barið augum á sviði og get hiklaust mælt með þeim). Að endingu kemur dúettinn Sacred Paws fram, vel hrá rokksveit skipuð þeim stöllum Eilidh Rodgers og Rachel Aggs. The Raincoats og X-Ray Spex koma upp í hugann þegar hlustað er. Og það met ég út frá eina demóinu sem ég hef heyrt til þessa (sjá hlekk í tilkynningu hér að neðan). Snilld!
Læt að lokum tilkynningu frá KEX fylgja, auk myndar af Conquering Animal Sound. Lang may yer lum reek!
—
Skosk menningarhátíð á KEX
– Burns nótt haldin í þriðja sinn –
Kex Hostel mun halda sína árlegu skosku menningarhátíð í þriðja sinn helgina 23. til 25. janúar næstkomandi, í samstarfi við Vífilfell og Icelandair. Burns nótt er haldin ár hvert í Skotlandi þann 25. janúar, á afmælisdegi þjóðskáldsins Robert Burns, og er fagnað með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálfsögðu ljóðlist Robert Burns. Kex Hostel hefur boðið skoska sekkjapípuleikaranum Barnaby Brown til landsins og mun hann sjá til þess að Burns nótt fari fram í samræmi við hefðir og reglur. Einnig munu hljómsveitirnar Conquering Animal Sound og Sacred Paws koma fram á hátíðinni ásamt íslensku tónlistarmönnunum Benna Hemm Hemm og Snorra Helgasyni.
Veitingastaður Kex Hostels býður upp á sérstakan Burns matseðil í kringum hátíðina og samanstendur hann af góðum og sannreyndum skoskum mat og drykk. Að sjálfsögðu verður boðið upp á hið heimsfræga haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Aðrir réttir sem eru á matseðli eru lambakássa af Hálöndunum, blaðlaukssúpa og svo auðvitað ógrynni af viskíi, en það þykir ómissandi á Burns nótt.
Hlekkir:
www.kexland.is
Frekari upplýsingar veitir:
Böðvar Guðjónsson, Kexlandi, s: 822-0300, e: kexland@kexhostel.is
Um tónlistarmennina:
Barnaby Brown er sekkjapípuleikari og tónlistarfræðingur en hann hefur einnig víðtæka þekkingu á þjóðlagadönsum. Hann er mikill sérfræðingur á sviði skoskrar þjóðlagatónlistar og mun koma fram á Kex í hlutverki sekkjapípuleikara, danskennara, söngvara og ljóðaupplesara.
Conquering Animal Sound er skipuð þeim James Scott og Anneke Kampman og leika þau jaðarpopp af bestu gerð. Síðasta breiðskífa þeirra kom út hjá skoska útgáfufélaginu Chemikal Underground, sem hafa gefið út rjómann að skoskri jaðartónlist síðustu ár, td Mogwai, Arab Strap ofl.
http://www.conqueringanimalsound.co.uk/
Sacred Paws er rokkdúett skipaður Eilidh Rodgers og Rachel Aggs. Þær vinna að sinni fyrstu breiðskífu um þessar mundir. Þær hafa vakið mikla athygli í Glasgow fyrir hráa og kraftmikla tónlist sína.
http://sacredpaws.bandcamp.com/
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012