Dómur: David Bowie – The Next Day
[Dómurinn var skrifaður fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. mars, 2013]
„Nei, David… þú hér!“
David Bowie – The Next Day
3/5
Þessi dómur byrjaði sem almennur pistill, innblásinn af nýju David Bowie-plötunni, og fyrirsögnin, eða vinnuheitið, var „Plöturnar sem mega ekki vera slæmar“. Í samráði við ritstjórn var hins vegar ákveðið að skipta um hest í miðri á, hafa pistilinn sem ígildi dóms og eins og þið sjáið, uppsetningin er nú hreinn og klár „dómur“. Fyrir sérstaka menn er farið í sérstakar aðgerðir, en það er ekki á hverjum degi sem David gamli Bowie gefur út plötu. Aldeilis ekki, en tíu ár eru liðin frá síðustu hljóðversplötu og hefur það væntanlega farið fram hjá fáum.
Það er hins vegar mikilvægt, framvindunnar vegna, að ég tæpi á mikilvægustu punktum pistilsins sem aldrei varð. Útgangspunkturinn var nefnilega fjölmiðlafárið í kringum þessa nýju plötu Bowie, sem er búið að vera gríðarlegt. Og dómarnir, langflestir, á einn veg. Meistaraverk. Þegar hlustað er heldur slíkt hins vegar ekki vatni.
Þetta er fín plata, en ekki frábær (meira um það síðar). Í tilfelli Bowie hefur „stærð“ hans, goðsögnin, vigtin (þetta er einn allra, allra merkasti dægurtónlistarmaður sögunnar) saman með árunum sem hafa liðið frá síðasta verki, ásamt áhyggjum yfir því að hann væri hættur í tónlist fyrir fullt og fast, hrundið af stað einhverju sem ekki er hægt að kalla annað en hysteríu. Fólk virðist vera að rugla saman tveimur hlutum. Annars vegar hreinni (og sjálfsagðri) gleði yfir þeirri staðreynd að David Bowie sé yfirhöfuð búinn að gefa út nýja plötu. Sjálfur fékk ég gæsahúð þegar ég heyrði fyrsta trommuslagið á opnunarlaginu sem er jafnframt titillagið. Ekkert að því og bara eðlilegt. En þessar tilfinningar allar hafa ekkert með gæði sjálfrar plötunnar að gera. Við skulum nú vinda okkur í hana.
Á plötunni eru heil fjórtán lög, misjöfn að gerð – og gæðum. Upphafslagið slær spennandi tón og fær mann til að iða, hrár og hryssingslegur gítarinn minnir dálítið á stuttu, snörpu rokkarana sem opnuðu Low („Speed Of Life“, „Breaking Glass“). „Dirty Boys“ viðheldur draugalegum drunganum sem ýjað er að í upphafslaginu og stemmunni er framhaldið í „The Stars (Are Out Tonight)“. Firring, hætta. Nokkuð flott bara. Ballaðan „Where Are We Now?“ brýtur þetta upp, ljúfsár hugleiðing, jarðarfararsálmur nánast. Vangaveltur um dauðann eru endurtekið stef á plötunni, eitthvað sem hefur fengið gagnrýnendur til að klóra sér í kolli (og líka rekið þá, því miður, til að skrifa ljóðrænt, misdjúpt torf um þýðingu þess alls).
Um miðja plötu má segja að bygging hennar afhjúpist. Þetta er bunki af lögum, frekar en heilsteypt verk. Lög eins og „Valentine‘s Day“ og „You Set The World On Fire“ eru undir pari en hins vegar hef ég veikan blett fyrir hinu óneitanlega ódýra „Dancing Out In Space“. Besta lagið er hiklaust það næstsíðasta, „You Feel So Lonely You Could Die“. Það er eitthvað í söngnum þar sem stingur dýpra en annars staðar á plötunni. Lokalagið „Heat“ er síðan endurskrif á lagi Scotts Walkers, „The Electrician“ (meira að segja sungið í sama stíl) eins og bent hefur verið á í öðrum dómum.
Og þannig er það. Fín plata. Ekki frábær. Þrjár af fimm. Á 0-10 skalanum er þetta 7,0. Platan er ekki fullkomin og hvað með það? Mér finnst eins og Bowie sé búinn að koma sér fyrir í nokkurs konar startholum með þessari plötu og það með reisn. The Next Day minnir mig dálítið á Black Tie, White Noise frá 1993 sem var sömuleiðis endurkomuplata. Fín plata en meira eins og forsmekkur. Tveimur árum síðar kom svo meistaraverkið Outside út. Ef mark er takandi á sögunni, og hringrás hennar, þá bíð ég spenntur eftir næstu skrefum…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012