Egill Ólafsson sjötugur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. febrúar, 2023.
Það gefst ei önnur leið
Tu Duende / El Duende er ný tvöföld plata eftir Egil Ólafsson. Opinber útgáfa hennar var núna á fimmtudaginn, þann 9. febrúar, á sjötugsafmæli meistarans.
„Þegar hjörtun / Slá saman / Sem eitt / Í hryni með músíkinni.“
-Egill Ólafsson, 2022 .
Egill hefur lýst því yfir að téð plata verði hans svanasöngur. Hann glímir nú við parkinsonsjúkdóminn, sem m.a. aftrar notkun á líkast til guðdómlegustu raddböndum sem við höfum átt innan íslenskrar landhelgi. Ég viðurkenni að ég skrifa þessi orð af ljúfsárum trega og ég vil að Egill viti að fáir tónlistarmenn hafa snert mig jafn djúpt og hann. Ekki hef ég einasta fylgst með honum frá því að ég man eftir mér (fyrsta lagið sem ég kannast við að hafa heyrt í útvarpi er „Sigtryggur vann“ sem mér fannst undurfurðulegt og spennandi, þá fimm ára) heldur hlotnaðist mér síðar meir sá heiður að kynnast honum persónulega í gegnum tónlistarblaðamannsstörf mín. „Arnar minn Eggert. Góðar þakkir fyrir samlíðan og skilning í gegnum tíðina“ reit hann á eintak mitt af plötunni FJALL , orðskeyti sem mér þykir – eðlilega – óendanlega vænt um.
Efni plötunnar nýju er tileinkað listafólki og tónlist sem Egill kynntist þegar hann var barn að aldri. Karabískir listamenn og nöfn frá Rómönsku Ameríku, á borð við Harry Belafonte, A.C. Jobim, Celiu Cruz og fleiri. Einnig má merkja áhrif frá vestur-afrísku sveitinni Super Mama Djombo sem Egill kynntist löngu síðar. Platan er þrítyngd. Um söng sjá Lissy Hernández, Egill og Ellen Kristjánsdóttir, upptaka var í höndum Matta Kallio og hljóðfæraleikarar helstir Peter Axelsson, Argimiro Sánchez, Eyþór Gunnarsson og Einar Scheving. Ótal fleiri koma svo við sögu á einn eða annan hátt. Eða eins og Egill segir í bæklingi: „Ég stend auðmjúkur til hliðar og nýt ykkar listfengis – þið hafið fullkomnað draum lítils drengs sem stóð með ukulele-hljóðfærið sitt í Norðurmýrinni fyrir 65 árum og hélt þá þegar að hann ætti erindi.“
Platan, það er vínylútgáfan, er glæsileg. Hnausþykkur pappi, opnanlegt umslag („gatefold“) og innra með, í vönduðum „nærbuxum“, eru tvær 180 gr. hljómplötur (við erum komin nálægt hálfu kílói í þyngd!). Ein djúprauð að lit og önnur dökkgul. Fallegur bæklingur fylgir, ríkulega skreyttur ljósmyndum og upplýsingum og allur frágangur er hinn glæstasti. Niðurhalskóðar með aðgangi að aukalögum fylgja meira að segja.
Og að hlusta er dýrðlegt. Maður hlustar aðeins öðruvísi, með tilvísun í opna ástarbréfið mitt sem ég birti í upphafi pistils. Fjórar hliðar af tónlist, í þeim stíl sem að framan er lýst, hvar valmenni í tónlist og söng styðja við okkar allra besta. Hér er m.a. að finna lag sem er það síðasta sem Egill söng inn, „Ónumin lönd“. Hann var afsakandi í viðtali við Ólaf Pál Gunnarsson um það en Ólafur lét hann ekki komast upp með það, lýsti flutningnum sem gullfallegum. Sem hann er. Brothættur, viðkvæmnislegur, sannur. Eins og söngvarinn.
Egill okkar hefur alla tíð verið dæmdur til að þjóna listinni, syngja sín „ljúfustu ljóð fyrir fólkið“ og eins og hann sagði mér í viðtali fyrir blað þetta árið 2017, „sá sem hefur músíkgáfu og kann að miðla henni er snertur af músettunum og því fylgir óendanlegt leiftur af lífsvilja og æskufjöri.“ Listamaður fram í fingurgóma, sannarlega, og skiptir engu hvar niður er borið í þeim efnum. Heltekinn sköpunarþrótti og náðargáfu, hvort sem honum líkar betur eða verr. Megi hann hann skapa lengi enn.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012