Faith No More: Áfram veginn…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. júní, 2015
Simpansar í hakkavél
• Faith No More gefur út plötuna Sol Invictus
• Fyrsta hljóðversskífan í heil átján ár
Faith No More var ein merkasta rokksveit tíunda áratugarins og náði að samþætta trukkandi rokkkeyrslu og sýrulegna útúrdúra með einkar sannfærandi hætti og var í miklu uppáhaldi hjá þenkjandi rokkáhugamönnum, ef svo mætti segja. Hljómsveitin, sem hafði verið stofnuð árið 1981 í San Francisco, hafði átt brösótt gengi framan af en öðlaðist aukna vigt með tilkomu hinnar tilraunaglöðu söngspíru Mike Patton árið 1988. Patton kom fyrst fram á „gegnumbrots“-plötu sveitarinnar, The Real Thing (1989) en lagði svo til lög og texta af miklum krafti á hinni mögnuðu Angel Dust (1992) sem er iðulega talin vera listrænn hápunktur sveitarinnar.
Örendi
Faith No More þraut síðan örendi árið 1998. Meðlimir skildu nokkuð sáttir og hurfu til annarra starfa, mest bar þó á Patton sem einhenti sér í ýmis verkefni, t.a.m. Mr. Bungle, sem hafði reyndar verið stofnuð löngu fyrir Faith No More. Einnig setti hann ofursveitir eins og Fantômas og Tomahawk í gang og vann að ýmsum sóló- og hliðarverkefnum, m.a. fyrir jaðardjassrisann John Zorn.
Goðsögnin um Faith No More lifði þó góðu lífi í gegnum þetta allt saman og aðdáendur vonuðust til þess að menn myndu slá í klárinn á nýjan leik. Orðrómur um að sveitin myndi koma saman aftur til tónleikhalds fór svo í gang í nóvember 2008 og í febrúar 2009 tilkynnti sveitin formlega um yfirgripsmikið tónleikaferðalag sem átti eftir að standa í þrjú ár. Um líkt leyti kom út safnplata, The Very Best Definitive Ultimate Greatest Hits Collection en titill sá lýsir skopskyni meðlima nokkuð vel. Lítið var hins vegar gert úr hugmyndum um nýtt efni, þar til í fyrravor, að sveitin tísti um að endurkomutónleikarnir hefðu vissulega verið skemmtilegir en nú væri tími kominn á einhverja sköpun. Sol Invictus, sjöunda breiðskífa sveitarinnar, komst svo á rekspöl um haustið og í endaðan nóvember læddi sveitin frá sér nýju lagi, „Motherfucker“, og það á sjötommu. Ný breiðskífa skyldi svo koma út á þessu ári og leit hún dagsins ljós í síðasta mánuði.
Þvottavél
„Eins og að setja ELO og Beach Boys í þvottavél og setja á „gotneska“ stillingu,“ sagði Mike Patton um plötuna nýju í spjalli við Billboard á dögunum. Hann bætir því við að það hafi aldrei verið í kortunum að búa til nýja tónlist, ein af ástæðunum fyrir því að þeir hafi ákveðið að koma saman aftur var m.a. sú að það var enginn þrýstingur um slíkt. Í viðtali við Mojo talar hann ennfremur um að það hafi komið sér á óvart hversu mikil vinátta sé á milli meðlima í dag og restin af bandinu tekur undir það. Í augnablikinu er einfaldlega góður og heilnæmur andi í herbúðum FNM og það hafi eðlilega byggt undir næsta skref: að búa til nýja tónlist. Roddy Bottum, hljómborðsleikari, segir í Billboard-viðtalinu að sér hafi einfaldlega ekki hugnast að „dragnast um með eldgamalt efni endalaust eins og risaeðla“.
Bottum lýsir því að hljóðritun hafi farið fram í kyrrþey, engin pressa hafi verið frá útgáfu þar sem enginn vissi af því að þeir væru að búa til nýja plötu! Að lokum er Patton spurður að því hvort hann telji einhvern áhuga fyrir þessu brölti þeirra? Hann svarar: „Hef ekki hugmynd! Aldrei langaði mig til að vera gaur á fimmtugsaldri sem býr til tónlist fyrir táninga. En hér er ég. Og ég veit það eitt að við erum á flugi tónlistarlega. Það eitt skiptir mig máli.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012