0002123510_20Ljósmynd/Dagur Gunnarsson.

Má til með að deila með ykkur upplifun sem ég varð fyrir er ég var að rýna í plötur þær sem komu til álita á Kraumslistann góða. Þar var á meðal platna Patterns eftir Gunnar Andreas Kristinsson og það var eitthvað sem sló mig við tónlistina þar.

Fyrstu þrír hlutarnir eru tilbrigði við íslensk þjóðlög og framvindan einkar hrífandi. Orgel leiðir okkur áfram og það liggur einhvern veginn undir niðri og á bakvið (það er erfitt að lýsa þessu, eins og með alla virkilega góða tónlist) og með tímanum hringar tónlistin sig inn í þig, líkt og þú verðir hennar ekki var. Það er einhver stilla og höfgi yfir öllu sem er aðlaðandi, það er aldrei öskrað eða einhver ágengni notuð, tónlistin líður þess í stað áfram áreynslaust og sveipar sig þannig um þig.

Meiri læti einkenna aðra hluta ( „Fagurt er í fjörðum“) og titillagið er dökkt og dramatískt. Plötunni er lokað með öðrum þríleik, „Der Unvollendete“, sem er nokkuð hvassari en fyrri þríleikurinn. Sterk höfundareinkenni liggja þó yfir öllum þáttum og ég er að tengja vel við vissa nærfærni – og um leið öryggi – sem virðist stýra málum. Já, það er reisn yfir Mynstrunum fögru…

Upprunalega kynnti Kraumur tuttugu platna úrvalslista þar sem Gunnar átti sæti. Af honum voru svo valdar sjö verðlaunaplötur og var Patterns ein af þeim. Er það vel.

Hér er heimasíða Gunnars og hér er hægt að hlýða á gripinn

Ljúfar stundir…

a1922030085_10

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: