Skrifunum sem á eftir fara var hent inn á Snjáldru við loks hvers Airwavesdags. Ég lá venjulega í rúminu í kringum miðnættið, skrifaði þetta á símann minn, og hlóð líka myndum upp sem ég hafði tekið. Fleiri myndir má sjá á www.facebook.com/arnareggert
Iceland Airwaves 2015 – Miðvikudagur
Frábært að vera kominn aftur á Airwaves eftir 3ja ára hlé. Ég og Matt Brennan, poppfræðidoktor og kær vinur, tókum þetta út og fyrst sáum við Heklu í Tjarnarbíó, flott og draugalegt – smá Twin Peaks stemning. Fórum þá á Sturlu Atlas á Húrra, geðveik stemning og Drake-legt táningsangistarrappið alveg að gera sig. Drengurinn/drengirnir er stjarna. Börn, þvílíkt snilldarband, spilaði svo í Gamla bíó. Ég dýrka gítarinn sérstaklega. Reykjavíkurdætur voru með helmagnaða uppákomu á Nasa og Misþyrming rokkaði af okkur sokkana á Gauknum. Enduðum svo með Teiti í Iðnó, mikið sem ég er hrifinn af þeim dreng, en við félagarnir hittumst í fyrsta skipti í kvöld. Valinn maður í hverju rúmi í sveit hans og tónlistin eitthvað svo indæl. Falsleysið hittir beint í mark; værukærðin, nýhippisminn, allt eitthvað svo rétt. Get ekki lýst því betur.
Iceland Airwaves 2015 – Fimmtudagur
Minna um hlaup út um allt og meira dvalið á sömu stöðum. Hófum leika í Fríkirkjunni, hvar Kristín Anna (stundum kennd við múm) lék sóló á píanó og söng. Stórkostlegt stöff. Ég er búinn að bíða í mörg ár eftir því að hún geri eitthvað við þessa tónlist sína, komi henni almennilega á framfæri og nú er farið að hylla undir slíkt, plata komin og önnur á leiðinni. Mirel Wagner lék svo á sama stað en ég var ekki alveg að dansa með e-a hluta vegna. Sá svo EKKI GusGus, einfaldlega af því að það var ekki smuga, KEX alveg helstappað og útúrhipsterað en ég heyrði óminn og hann var góður. Big-bandið hans Samma grúvaði feitt í Hörpu og vinur minn, Dr. Matt Brennan, poppdoktorinn, hann var að dansa og það bókstaflega. Lauk miklu lofsorði á Samma og co. Minn kæri bróðir keyrði svo allt í botn ásamt Einari Erni og ég veit að ég er ekki hlutlaus en svei mér þá, Ghostigital verða betri með hverju ári. Þetta var miskunnarlaust. Andlegir bræður þeirra, hin magnaða Pop Group, kom svo í kjölfarið og marxískt fönk þeirra var algerlega að gera sig. Grjóthart helvíti.
Iceland Airwaves 2015 – Föstudagur
Langur dagur! Vaknað fyrir allar aldir til að leggja lokahönd á erindi fyrir Útónráðstefnuna á Petersen, sem fjallaði um íslenska tónlist sem er ekki á radar hins hefðbundna Airwaves gests. Fórum svo í morgunmat í Hörpu í boði Önnu Hildar og svo var það erindið. Björk Guðmundsdóttir hitaði upp fyrir fyrirlesturinn þar sem allt sem úrskeiðis gat farið gerði nákvæmlega það. Tóndæmi voru spiluð af síma með hjálp 4G og einhvern veginn blessaðistþetta og vel það, alltént var mikið spurt og kát andlit í sal. Brunaði svo í útvarp (þetta var farið að verða ansi Ómars Ragnarslegt) og ræddi við Popplendinga um Airwaves, Springsteen, plötu vikunnar og sitthvað fleira. Greip svo Jófríði (Samaris, Pascal Pinon o.fl.) sem var að spila í Alda hotel. Hún á eftir að ná langt, er alveg með þetta. Sindrandi gítar að hætti Edge sveif yfir vötnum og tedrekkandi áhorfendur vel með á nótum. Þvínæst var það Agent Fresco sem fóru á algjörum kostum á KEX, ótúlegt band og meðlimir sem einn maður. Ég var fullkomlega orðlaus. Heim að hvíla sig (kl. bara 17.00) en svo fórum ég, Móa og Matt á stúfana. Snæddum á Asíu og á meðan Matt tók út landa sinn Tönju Tagaq í Fríkirkjunni fórum ég og betri helmingurinn á Kælan mikla (frábært) og svo á Perfume Genius. Ég hafði ekki hlakkað eins mikið til neins og vonbrigðin eftir því. Þetta var bara ekki að gera sig. Kíktum þá Biöncu Casady og það var ekki heldur að gera sig. Þá var ég búinn að fá nóg, við hentumst yfir á tómt KEX þar sem þetta er skrifað og nutum drykkja, áfengra sem óáfengra. Ljúft er það á þessum snilldarstað. Eins og alltaf er maður búinn að hitta gríðarlega mikið af vinum og félögum og það er mikið hlegið. Þetta er ekki bara tónlistin, svo margt annað og mikilvægt líka.
Iceland Airwaves 2015 – Laugardagur
Airwaves er rómantísk lyftistöng sagði vinkona mín við mig í kvöld og ég fattaði að það er alveg dagsatt. Maður þarf að redda pössun nokkur kvöld í röð og flækist svo um með betri helmingnum, snæðir, drekkur, spjallar og samhristingur þessi veitir yl í hjartað. Rétt misstum af Kælunni miklu í Gamla bíó en á sama stað tróð Dr. Gunni upp með miklum glans. “Ostrur”, “Glæpur gegn ríkinu”, “Grænir frostpinnar”, “Öxnadalsheiði”, “Ástfangi” m.a..Hrikalega gott gigg. Þvínæst var það kimono og þéttleikinn hrikalegur eins og við mátti búast. Rúlluðum yfir á Nasa þar sem Vök lék. Var að sjá þau í fyrsta skipti og þetta hljómaði virkilega vel. Allt á réttri leið einhvern veginn. Öruggt flæði í tónlistinni, ímyndarmál á tæru, allt mjög fullorðins. Tilvalið til stækkunar eins og sagt er og algjört “one to watch”. Fórum í Hörpu en varla séns að komast inn á Beach House vegna troðnings. Sáum tvö lög og það var gott, alltént betra en þegar ég sá þau síðast á Airwaves en þá var einhver fölvi yfir. Jack Magnet er að bræða hjörtu vor er þetta er ritað með funheitu fjúsjóni. Rozi Plain lék síðan tilraunakennt, þjóðlagaskotið rokk með miklum ágætum í Kaldalóni. Eftir það fór ég heim. Vaktin er að klárast hjá barnapíunni.
Iceland Airwaves 2015 – Sunnudagur
Héngum í Vodafonehöllinni allt kvöldið, ég og poppdoktorinn Matt Brennan. Fullt af vinum og kunnuglegum andlitum og svona þægilegur lokahnykksandi í gangi. Allir hressir og glaðir en kannski fallega þreyttir eins og ég kýs að kalla það. Góðir víbrar. Byrjuðum á því að ganga í flasið á Árna Matt, David Fricke og Ása Smekkleysu og eðlilega verður maður eins og skólastrákur í slíkum aðstæðum. dj flugvél & geimskip lék og ég dýrka þetta stöff. Björk meets The Residents. Frábært. Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur tróðu og upp, þétt og flott og rafmagnið í kringum rappsenuna í dag er mikið. Heillandi. Og ég fíla þetta stælalausa element, Úlfur Úlfur eru bara gaurar að tala texta um sín hjartans mál og ekkert bling-kjaftæði. Eitthvað raunverulegt við þetta og hressandi. Agent Fresco spiluðu eins og þeir ættu lífið að leysa að vanda en besta atriði kvöldsins – það langbesta – var Sleaford Mods. Eins hrátt og það gerist, einn þeirra ýtti á “play” á kjöltutölvu og dillaði sér á meðan hinn öskraði grimma, snjalla og samfélagslega meðvitaða texta af mikilli list. Ekkert brosað og svo bara af sviði. Magnað. Algerlega. Hot Chip svifu síðan á stuðvængjum þöndum út í nóttina.
Snilldarhátíð. Góðir straumar. Þar til næst…
One Response to Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Þú ert ansi afkastamikill sjálfur 🙂 Að ná þessu öllu. Gaman að þetta skyldi vera þessi virði. Ég reyni að rífa mig upp úr rútínunni að ári og taka þetta við með sama trompi.