(C) Helgi Steinar Halldorsson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. ágúst, 2015
Glöggt er gests augað (og eyrað)
• Íslendingar eru góðir í tónlist og skiptir þá engu um sortina
• Fersk augu og eyru lukust upp á mánudaginn var
Síðasta sunnudag fluttum við fjölskyldan aftur heim til Íslands eftir þriggja ára dvöl erlendis. Kvöldið eftir sýndi RÚV rúmlega eins og hálfs tíma tónleika sem voru teknir upp á Fiskideginum mikla í Dalvík í fyrra. Ég horfði bergnuminn á og fannst þetta allt saman stórkostlegt. Hér eru ástæðurnar fyrir því. Held ég.
Ný sýn
Fjarvera frá Íslandi í langan tíma gerir það að verkum að maður sér hluti í nýju ljósi. Þeir verða skýrari, það sem þér fannst einu sinni hallærislegt er allt í einu orðið forvitnilegt og fallegt, súkkulaðisnúðurinn í bakaríinu sem þú varst hættur að taka eftir er allt í einu orðinn að exótísku matarfangi. Þú snýrð m.ö.o. aftur ferskur, Íslandsþreytan er á bak og burt og hið jákvæða blasir við fremur en hið neikvæða. Þannig líður mér a.m.k. akkúrat núna. Ég viðurkenni að þegar ég hef komið hingað í stutt stopp hef ég verið uppfullur af neikvæðum straumum, fundist allt hérna óttalega smáborgaralegt. En ekki núna. Kannski er sjálfsbjargarviðleitnin í yfirgír, úr því að þú ert kominn þá er best að gera gott úr þessu, en það er líka einhver heilnæm sátt sem hefur hellst yfir mig. Og ég leyfi þessu að flæða, tilfinningin er notaleg: Sjá kæru landar, það er ýmislegt gott og gagnlegt við þetta blessaða land.
Í þessu hugarfari sat ég fyrir framan skjáinn síðasta mánudagskvöld og fylgdist með flugeldasýningu Rigg viðburða á Dalvík. Þarna komu þau eitt af öðru; Matti Matt, Friðrik Ómar, Eyþór Ingi, Selma Björns, Heiða og meira að segja Rauðhærði Riddarinn. Stóreflis hljómsveit lék við hvurn sinn fingur og lög Bee Gees, Meat Loaf og Elvis Presley ásamt Evróvisjón- og þungarokksslögurum drundu úr viðtækinu. Ljósasýningin var allsvakaleg, mikið stuð á sviðinu og fyrir framan það. Fagmennskan var tilfinnanleg, fyrirtaks skemmtun og ekki orð um það meir (ókei, bara nokkur í viðbót).
„Íslenskt“
Aðrir heimilisgestir horfðu á mig í forundran þar sem ég dásamaði viðburðinn. „Mikið er þetta flott ljósasjó, rosalega er myndatakan góð, rosalega syngur hann vel,“ o.s.frv. Það segir mikið um smæð íslenska dægurtónlistarbransans að ég var málkunnugur öllum uppi á sviðinu, hafandi kynnst þeim á einn eða annan hátt í gegnum störf mín sem tónlistarblaðamaður þar sem ég hef lofað þau bæði og lastað og alveg ábyggilega verið sanngjarn sem ósanngjarn. Það runnu svona „við Íslendingar getum þetta vel“ straumar um mig og á einum tímapunkti hrópaði ég: „Það er sama hvort við erum í frumsömdu eða tökulagaefni. Íslendingar eru snillingar í þessu öllu!“ Það var líka eitthvað notalegt við það að sjá einn gítarleikarann una sér við sólóspretti vitandi að sami maður fékk afmæliskveðjur frá mér á Fésinu í síðustu viku. Það er eitthvað verulega „íslenskt“ við slíkt.
Það eru meiri líkur á því en minni að ég hefði fussað og sveiað yfir þessum viðburði fyrir einhverjum árum. Og ég átti reyndar í skemmtilegu fésbókarspjalli við nokkra aðstandendurna fyrir stuttu eftir að ég hafði hent frá mér einhverri drulluköku eftir aðeins of marga morgunkaffibolla. Spjall sem fékk mig til að ígrunda þessi mál nokkuð.
Sjálfsskoðun
Áðurnefnd Íslandsþreyta stýrir fyrst og fremst svona drullukökukasti, það sé ég eftir þessa nettu sjálfsskoðun. Og já, ég hef líka orðið þreyttur á „skrítnu“ tónlistinni okkar sem fellir sig vel að útflutningi, bara svo það sé á hreinu. Hæfileg útlegð frá landi elds og ísa er hins vegar vel til þess fallin að rétta skekkjubundin viðhorf af, ferskja mann upp og koma hlutum í réttara ljós. Ég er í senn hissa og glaður yfir því að hafa gripið sjálfan mig svona í bólinu. Góðar stundir.
One Response to Íslands-drápa: Ísland — BEZT Í HEIMI!!!
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
fer þetta ekki allt eftir því hvernig manni liður sjálfum. stundum er bara ljúft og gott að hlusta á Krókinn og drekka hi-c um leið. En skil þetta ástand eftir að hafa búið erlendis og fundist allt eitthvað smáborgaralegt en svo fær maður svona einmitt einhverja orkusprautu frá landinu.. allt virðist vera svo ferskt.. en svo byrja allir að skrifa "ísland bezt í heimi" eða"áfram ísland" statusa á fb og þá langar manni bara að drekka súkkó drykkinn frá sól hf.