Rak í rogastans þegar ég sá að John Carpenter myndi flytja tónlist sína í fyrsta sinn á Íslandi og það á ATP. Magnað. Þetta Íslandsdæmi allt er ekki einleikið. Ég var hættur að þola þetta rétt áður en ég fór til Skotlands en nú dýrka ég þetta…
Lízt annars þrusuvel á ATP og ég læt fylgja með ítarlega fréttatilkynningu um þetta stórmerka mál.
sjáumst á (bíó)tónleikum!
***
Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir með stolti John Carpenter í fyrsta sinn á tónleikum á Ásbrú 2016. Ótrúlegt en satt en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem John Carpenter flytur tónlist sína opinberlega og í eigin persónu.
Bandaríska tónskáldið og leikstjórinn John Carpenter kemur til með að leika mörg af sínum þekktustu verkum ásamt lögum af nýju plötunni sinniLost Themes auk nýrra tónverka.
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn goðsagnakenndi tónlistarmaður og leikstjóri John Carpenter kemur fram á tónleikum til að flytja tónlist sína. ATP er að springa úr stolti og gleði yfir því að þessi einstaki viðburður eigi sér stað á Ásbrú í byrjun júlí á næsta ári. Þetta kemur til með að verða söguleg stund sem vekja mun áhuga meðal tónlistar- og kvikmyndafólks um heim allan enda viðburður sem enginn má missa af.
Gefum stofnanda ATP Barry Hogan orðið: „We are incredibly honoured to present the first ever show by this legendary filmmaker and composer. Having had the opportunity to present the maestro Ennio Morricone twice in recent years, it has been a burning ambition of ours to also present John Carpenter, who is both a pioneer and a huge influence on us and so many great musicians and filmmakers that we work with. You’d be fucking crazy to miss this.”
John Carpenter er brautryðjandi þegar kemur að tónlist og kvikmyndum. Hann hefur samið tónlist við eigin kvikmyndir en um leið gert nokkur eftirminnilegustu kvikmyndaskor sem samin hafa verið fyrir spennu- og hryllingsmyndir. Nefna má myndir eins og Dark Star (1974), Assault on Precinct 13 (1976), Halloween (1978), The Fog (1980), Escape from New York (1981), Christine (1983), Starman (1984), Big Trouble in Little China (1986), Prince of Darkness (1987) og They Live (1988) sem dæmi um það.
Kvikmyndatónlist Carpenters er þeim gæðum gædd að hún lifir góðu lífi fyrir utan bíósalinn. Það má auðveldlega fjarlægja hana úr kvikmyndunum sem hún fylgir og njóta áfram. Áhrif tónlistarinnar eru slík. Kaldur hljómur endurtekninga og rafmögnuð tónlistin hrífa hlustandann með sér í ferðalag um undraheima fulla af fegurð en líka ævintýra, tryllings og spennu. Það er nánast ómögulegt að hugsa sér kvikmyndaáhugafólk sem ekki þekkir hljóðheim John Caprenters því hann er í einu orði sagt einstakur. Nægir að nefna tónlistina úr Halloween því til sönnunar.
Í febrúar síðastliðnum sendi John Carpenter frá sér sína fyrstu plötu á löngum ferli sem saman stendur af nýjum tónsmíðum og lögum sem ekki eru saman sérstaklega fyrir bíómyndir. Platan Lost Themes, gefin út hjá Sacred Bones Records, hefur fengið einróma lof gagnrýnenda en hún hefur einnig komist inn á vinsældarlista bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Lost Themes hljóðritaði John Carpenter með syni sínum CodyCarpenter og Daniel Davies en þeir munu koma fram á tónleikunum á Íslandi ásamt tónskáldinu auk hljómsveitar og tilkomumikillar sviðssetningar.
JohnCarpenter „Vortex“ af plötunni Lost Themes (2015) – YouTube
John Carpenter „Night“ af plötunni Lost Themes (2015) – YouTube
The Essential John Carpenter Film Music Collection – YouTube
Tilkynnt verður um fleiri listamenn síðar en ATP á Íslandi er líkt og áður haldið á Ásbrú í Keflavík. Boðið er upp á tónlist á tveimur sviðum innandyra auk þess sem sýndar verða sérvaldar kvikmyndir, keppt í PopQuiz, dansað við dj-tóna í diskósal og margt fleira. Meðal listamanna sem komið hafa fram á ATP á Íslandi síðustu þrjú ár má nefna Nick Cave and the Bad Seeds, Portishead, Iggy Pop, Neil Young & Crazy Horse og Public Enemy.
Miðasala er á ATP 2016 : Hér og Hér
ATP á Íslandi 2016 frekari upplýsingar um ATP má finna hér en svo má fylgjast með hátíðinni á Facebook, Twitter og á Instagram.
„Expectations met, exceeded and transcended, it brings the curtain down on this writer’s festival experience, a likeminded mecca in which spectacular weight and sublime restraint went hand in hand.“
-The Line of Best Fit, July 2015
„This weekend was without a doubt the best music festival I’ve ever been to“,
-KEXP, 2014
One Response to John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
This Clash of Clans hack has opened the doors to many compititors in pursuing all of their endeavors in conflict
of clans.