Jólatónlist rúlar OK!: Síðari hluti…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. desember, 2014
Dásemdir jólatónlistarinnar: Síðari hluti
• Ósköpin öll af skelfilegri jólatónlist eru þarna úti
• Kjörgripirnir eru þar í stöflum líka, íslenskir og erlendir
Það ætlar að vera óvinnandi vegur að skrifa þessa pistla svo vel sé, eða reyndar alls ekki, vandamálið er nefnilega að ég á erfitt með að stoppa. Þeir gætu þess vegna verið tíu. Það er óþolandi að í dag getur maður ekki bara flett upp þúsundum jólaplatna með því að smella nokkrum sinnum á lyklaborðið, þú átt þess kost að hlusta á þær allar líka! Þetta eru dásemdir og djöfulskapur netvæðingarinnar í hnotskurn, takmarkalaust aðgengi sem er um leið yfirþyrmandi.
Sykurhúðun
Á spotifytölti rakst ég t.a.m. á jólaplötu Shelby Lynne, þeirrar frábæru kántrí/þjóðlagatónlistarkonu, og platan er mergjuð. Frábært dæmi um að sumir hlaða í jólaplötur af listrænum metnaði og þörf, en ekki bara vegna dollarans. Lögin eru strípuð; í hráum blús-, blágresis- og á stundum appalasíuanda og yfir öllu einlæg túlkun Lynne. Minnir sumpart á stórgóða plötu Dylans í þessum efnum. Þá fann ég líka jólaplötu Sheryl Crow sem ég var hálfpartinn búinn að gleyma, stórgott stöff. Arrrg, ég þarf að glósa svona hjá mér!
En, ég ætlaði reyndar að byrja á því að fara í dreggjarnar og enda á gæðunum og skal það nú gjört. Nema hvað, ekki ná allir jafn góðri lendingu og Lynne og hér er t.d. ein sem vara ber við. Haldið þið að Billy gamli Idol hafi ekki slengt í sosum eina hátíðarplötu og útkoman er algert jóla-járnbrautarslys. Hrein hörmung. Og það þarf ekki mikið til að gleðja mig í þessum geira. Hún fer ekki einu sinni hringinn. Og það er erfitt að festa fingurinn nákvæmlega á hvað það er sem fór úrskeiðis. Því að Idol hefði alveg getað raulað sig í gegnum þetta með svalheitin að vopni en einhverra hluta vegna féll hún hinum megin við línuna. Endalaust gæti ég talið upp, Michael Bolton fer algerlega yfir um á sinni og eftir situr eyrnavítissódi og Michael McDonald, sá frábæri söngvari, var eitthvað að misskilja. Mary J. Blige og Michael Bublé kunna hins vegar að sykuhúða af smekkvísi. Hvar eru skilin þarna? Vandi er um slíkt að spá.
Hjartans mál
En jæja, vindum okkur í gersemarnar. Ég vil byrja á að nefna jólaplötu Bobs Dylans, Christmas in the Heart, sem er hreint út sagt stórkostleg. Það er einhver mögnuð stemning á henni, hún er hlý og notaleg og væmni eða yfirkeyrsla heyrist ekki. Dylan syngur þessi lög af raunverulegri ástríðu og einlægni og gleymum því ekki að Dylan er gangandi alfræðiorðabók um ameríska alþýðutónlist, og gildir einu um hvaða blæbrigði hennar er að ræða. Og úr þeim arfi spretta þau jólalög sem hann reynir sig við. Jólaplata Stings, If on a winters night…, sprettur úr sams konar viðhorfi mætti segja og eftirfarandi velti ég fyrir mér í mikilli langloku um Dylan fyrir réttum fimm árum: „Getur verið að við það að búa til svona plötur, sem eru ekki „alvöru“ plötur heldur sniðnar að ákveðnu formi sem löng og traust hefð er fyrir, hafi losnað um þessa tvo menn? Þeir hafi slakað á, leyft sér að vera hæfilega hispurslausir og við það hafi þessi góði og öruggi andi myndast?“
Ég neyðist til að hætta, plássins vegna, en nefni líka jólaplötu Low, tvo frábæra safndiska frá Rhino (Hipster’s Holiday og Doo Wop Christmas), Josh Groban (í alvöru!) og svo meistara eins og Nat King Cole og Bing Crosby, en ekki hvað. Þrjú á palli og plata þeirra Hátíð fer að höndum ein er þá mikill og góður gestur á aðfangadag og Plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, Nú stendur mikið til, og Majonesjól þeirra Bogomils Fonts og Samúels J. Samúelssonar – þetta eru meistaraverk og ekkert annað. Gleðileg jól, kæru lesendur. Ég lofa tíu pistlum á næsta ári sem munu hefja göngu sína um miðjan október.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012