Kate Bush: Hin breska Björk
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 6. september, 2014
Um óttubil
• Kate Bush sneri aftur til hljómleikahalds í síðustu viku eftir 35 ára hlé
• 22 tónleikar og uppselt á þá alla
Kate Bush er Björk þeirra Breta, óendanlega framsækinn listamaður sem fer alltaf þangað sem hjarta hennar býður um leið og hún nýtur bæði almennra vinsælda og virðingar. Að slá þessu tvennu saman er ekki á allra færi og Bush nýtur þess að vera nokkurs konar þjóðargersemi. Undanfarna áratugi hafa aðdáendur þurft að þola talsverða bið hvað nýtt efni varðar, langur tími hefur liðið á milli platna, en það er þó ekkert miðað við tónleikaframkomu en síðustu tónleikar hennar – þangað til í ár – fóru fram árið 1979. Aðdáendur rak því í mikinn rogastans er hún tilkynnti endurkomu á sviðið á þessu ári og seldust allir miðarnir upp á korteri.
Axir og keðjusagir
Að segja að tónlistarheimurinn hafi farið á hliðina við þessar fréttir nægir varla til að lýsa þeim látum sem fóru í gang og standa nú yfir. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í Hammersmith Apollo í Lundúnum 26. ágúst síðastliðinn og þegar þetta birtist var þeim sjöundu að ljúka. Nærfellt allir miðlar hafa ausið tónleikana einróma lofi, sérstaklega passa breskir upp á „sína“ konu og það þarf verulega að leggja sig fram ætli maður að finna eitt einasta hnjóðsyrði. Tónleikaröðin kallast Before the Dawn og gæðablaðið Guardian var með fjölmennt teymi sem sinnti fyrstu tónleikunum með beinni blogglýsingu þar sem tíst, ljósmyndir og þvíumlíkt flæddu um meðan á þeim stóð. Tim Jonze, einn gagnrýnendanna, símaði inn myndskeið um leið og þeim sleppti þar sem hann rekur stemninguna og furðaði hann sig á því að í fyrstu lögunum var sviðið fremur strípað, Bush einfaldlega söng nokkur af sínum þekktustu lögum ásamt hljómsveit (þar sem Friðrik „okkar“ Karlsson er m.a.!). Allt í einu hafi svo draumveröld lokist upp og kollegi hans, Alexis Petritis, lýsir þessu sem svo í dómi sínum: „Dansarar í björgunarvestum með axir og keðjusagir, risaþurrísvél, furðulegar vangaveltur um pylsur, gerviöldur, fólk í fiskabeinagrindum og sextán ára gamall sonur Bush að rífast við trébrúðu,“ og svo bætir hann við í kersknislegum tón: „Þeim sem hugnast best eitthvað einfalt ættu að halda sig sem lengst frá þessum tónleikum.“ Það var reyndar sterkur grunur um að eitthvað svona væri í vændum en eina tónleikaferðalag hennar til þessa, sem fór fram í apríl og maí 1979, einkenndist af stórfenglegu sjónarspili þar sem búningar, dans og ókennilegur draumveruleiki réð för.
Heimsmet
Þjóðargersemin Bush var sett undir smásjána fyrir stuttu í klukkustundar langri heimildarmynd framleiddri af BBC sérstaklega vegna endurkomunnar. Þar eru ýmsir kallaðir til og athyglisvert að sjá hversu ólíkur bakgrunnur þeirra er. Bat for Lashes, St. Vincent, Brett Anderson, David Gilmour og Peter Gabriel voru fulltrúar þeirra sem búast mátti við en þarna voru og Tricky, Big Boi (úr Outkast) og John Lydon og máttu þeir vart mæla vegna hrifningar á þessari andlegu systur sinni.
Lokatónleikarnir verða síðan 1. október næstkomandi og ekkert hefur verið gefið upp um framhald, aðra plötu eða þvíumlíkt. Hins vegar setti hún heimsmet í síðustu viku, er átta plötur á hennar nafni fóru inn á topp 40-listann í Bretlandi yfir mest seldu plöturnar. Aðeins Bítlarnir og Elvis hafa náð betri árangri að þessu leytinu til. Kata rokkar.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012