Melchior: „Gaman, gaman, gaman, gaman“
Það er „gaman“ frá því að segja að ný plata með sveitinni Melchior kom út í gær. Síðuhaldari fékk þann heiður að koma lítillega að lokaspretti plötunnar sem fólst í vangaveltum um væntanleg útvarpslög. Sveitin gefur sjálf út en Kongó dreifir og er um að ræða tónlistarlegt framhald plötunnar Melchior sem kom út árið 2009. Platan nýja ber hið snilldarlega nafn Matur fyrir tvo og er hún þegar ínáanleg á gogoyoko. Forvitnum er bent á lagið „Uglan“ vilji þeir fá styrkjandi smakk af plötunni.
Hljómsveitin Melchior er skipuð þeim Hilmari Oddssyni, Hróðmari I Sigurbjörnssyni og Karli Roth, sem syngja og leika á gítara og hljómborð, Kristínu Jóhannsdóttur söngkonu, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni trommuleikara.
Ég læt hér fylgja greinarstúf sem ég smellti upp um endurútgáfurnar á Silfurgrænu ilmvatni og Balapoppi í liðnum mars:
[skrifað fyrir Morgunblaðið. Greini birtist þar, 11. mars]
11. mars 2011 | Fólk í fréttum | 304 orð | 3 myndir
Óvenjulega undurfallegt
Af tónlist
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Ein af athyglisverðari endurútgáfum síðasta árs var löngu tímabær plata með tveimur breiðskífum Melchior frá áttunda áratugnum, Silfurgrænt ilmvatn og Balabopp. Plöturnar komu út 1978 og 1980, í miðjum pönkhræringum en bera ekki merki þess, innihaldið ljúfsárt, melódískt og einkar þekkilegt kammerpopp og koma samtímasveitir eins og Spilverk þjóðanna, Þokkabót og jafnvel Diabolus in Musica óneitanlega upp í hugann þegar á er hlýtt.
Plöturnar tvær eru harla ólíkar, a.m.k. hvað áferð varðar. Silfurgrænt ilmvatn var tekin upp í hljóðveri og ber með sér óvenju hlýjan og góðan hljóm, hvert og eitt hljóðfæri auk söngs er kristaltært. Seinni platan, Balapopp, er hins vegar til muna hrárri en hún var tekin upp á Bala í Mosfellsbæ, sem var hús Dieters Roths, föður Karls, eins meðlimanna. Markmiðið var enda að hafa hana hrárri og um hana leikur meiri galsi og hispursleysi en þá fyrri. Kannski pönkandinn hafi læðst inn í Melchior með þessum hætti en Roth-tengingin gerði það líka að verkum að ávallt var stutt í súrrealískt sprell, einkum í lögum sonarins.
Melchior er merkileg að því leyti að þar lögðu þrír lagasmiðir fram lög, þeir Karl Roth, frændi hans Hilmar Oddsson og svo Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. Þegar maður rúllar Silfurgrænu ilmvatni í gegn er flóran því þrískipt þar sem allir höfundarnir hafa mikil sérkenni. Lög Karls eru hiklaust þau frumlegustu; óvenjulegar kaflaskiptingar og söngrödd með kersknislegum, undurfurðulegum textum sem halda eyrunum sperrtum. Ég vil eiginlega tala um „Lynch“-legt yfirbragð, með vísun í leikstjórann frábæra. Hilmar er þá á popplínunni, lögin haganlega samsett og grípandi, og þriðja nálgunin er svo Hróðmars, sem er „skipulagðastur“, lögin bundin í hálfklassískt form enda átti hann eftir að fara þá leið að fullu síðar meir.
Platan var gefin út af Melchior/Kima og er vandað til í hvívetna, hvort heldur sem er útlitshönnun, upplýsingar eða annað.
Stikkorðaský
Abba Airwaves ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Stuðmenn Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012