Morrissey: Alltaf með kjaft
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. júlí, 2014
„Túllinn“ snýr aftur
• Morrissey verður æ meiri ugluspegill eftir því sem árin líða
• Nýjasta plata kappans kallast World Peace Is None of Your Business
Það hefur verið æði sérstakt að fylgjast með ferli Morrisseys í gegnum tíðina en maður er kominn á þann aldur að muna tímana tvenna, ef ekki þrenna, hvað það varðar. Er hann starfaði með Smiths varð hann að nokkurs konar hálfguði á örskömmum tíma en eftir að sú sveit lagði upp laupana árið 1987 hafa í listrænu tilliti skipst á skin og skúrir. Goðsögnin hefur þó styrkst jafnt og þétt með hverju árinu og dulmagnið í kringum þennan „athyglisverða“ mann, ef ég má orða það svo, verður æ meira Í dag er það ekki endilega tónlistin sem fær fólk í gang; stingandi yfirlýsingar um menn og málefni eru iðulega fréttamatur og sú staðreynd að Morrissey er iðulega í hvarfi frá þeytivindu hins daglega amsturs hefur gert hann að nokkurs konar Stanley Kubrick dægurtónlistarinnar.
Læti
Sólóferill Morrisseys hófst með látum, Viva Hate (1988) er prýðisplata og smáskífurnar þar í kring eðall. Eftir að hafa runnið á rassinn með hinni værðarlegu Kill Uncle (1991) náði hann vopnum á nýjan leik með Your Arsenal (1992) og næstu ár voru gifturík meira og minna en margir sverja og sárt við leggja að meistaraverk hans sé Vauxhall and I (1994) þó að sú söguskoðun sé tiltölulega ný af nálinni.
Þegar Maladjusted (1997) kom út var áhugi á Morrissey orðinn lítill og næstu ár hvarf hann sjónum. Aftur sneri hann svo árið 2004 með You Are the Quarry og tvær plötur fylgdu í kjölfarið. Með nýjustu plötunni er hann að rjúfa fimm ára þögn á útgáfusviðinu og þó að plöturnar séu svona og svona þá býr Morrissey yfir miklu aðdráttarafli hvað tónleika varðar, sem eru iðulega vel sóttir. Hann er nú á stalli með þessum rosknu rokkstjörnum sem selja upp tónleika trekk í trekk þrátt fyrir að útgáfutíðnin sé ekki neitt merkileg.
Gamalgróið
Síðasta haust var mikill sirkus í kringum sjálfsævisögu Morrisseys sem var gefin út sem „Penguin Classic“, nokkuð sem þótti vera ekta Morrissey. Áhugi hans á heimsþekktum menningarvörumerkjum er þekktur og þannig var His Master’s Voice t.a.m. endurvakið á sínum tíma, eingöngu til að gefa út plötur Morrisseys. Og í janúar á þessu ári gekk hann inn í svipaðar pælingar er hann skrifaði undir samning við hið gamalgróna Harvest Records, sem tilheyrir Capitol Records. Fyrir tveimur árum talaði Morrissey reyndar um að setjast í helgan stein en hann hefur greinilega endurskoðað þær áætlanir og það þrátt fyrir að veikindi hafi plagað hann nokkuð að undanförnu. Samningurinn við Harvest hljómar þannig upp á tvær plötur en auk þess vinnur hann að skáldsögu.
Platan var tekin upp af Joe Chiccarelli (White Stripes, Beck, Strokes) og hljómsveit Morrisseys sá um spilamennskuna. Lögum af henni hefur verið lekið út í formi sérkennilegra kynningarmyndbanda þar sem Morrissey fer með texta lagana við naumhyggjulegan undirleik. Pamela Anderson kíkir t.d. í heimsókn í einu þeirra. Ekta Morrissey. Mojo hefur þegar lýst því yfir að þetta sé besta plata Morrisseys í tuttugu ár á meðan Stephen Thomas Erlewine, aðalritstjóri allmusic.com, lýsti því á Fésbókinni að þetta væri skrítnasta plata Morrisseys til þessa. Aðspurður hvort hann meinti „Southpaw Grammar“ (plata Morrisseys frá 1995 sem byrjar á ellefu mínútna lagi) sagði hann: „Algerlega.“ Sitt sýnist hverjum að vanda og þið sem þetta lesið getið rannsakað þetta sjálf frá og með mánudeginum. Í öllu falli er „túllinn“ snúinn aftur.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012