Músíktilraunir 2024: Undanúrslitakvöld #1 og #2
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, miðvikudaginn 13. mars.
Tóngræðlingar á hverju strái
AF MÚSÍKTILRAUNUM
Músíktilraunir 2024 hófust með pompi og prakt síðasta sunnudag. Fyrsta sveit á svið var Ágúst, hópur vina sem starfa saman í hinu akureyrska Færibandi og er Ágúst vettvangur til að viðra lagasmíðar bræðranna Ágústs og Rúnars. Tónlistin er útvarpsvænt popp og gætti nokkurs óöryggis í flutningnum. Heldur stirð framvinda og lögin sérkennalaus. Seinna lagið var snöggtum hressilegra en það fyrra en ljóst að það þarf að keyra eitt og annað til. Næst var það Atli, sem var reyndar tríó, og flutt var fremur einkennalaus söngvaskáldatónlist í anda Lewis Capaldi, Damien Rice og þeirra allra. Söngur prýðilegur hjá Atla og Gabrielle. Ég hélt að Aphex Twin væri kominn á sviðið er Emidex lét sjá sig, helst útlitslega en að einhverju leyti tónlistarlega. Skemmtilega pumpandi teknó lak úr tölvunni, smá „hamingjuharðkjarni“ eins og tíðkaðist upp úr 1990, mumblandi söngraddir og hrjúfir, knosaðir hljómar. Temmilega stefnulaust en sviðsframkoman upp á tíu. Þögn frá Vestmannaeyjum var mjög skemmtileg („Þögn í salnum. Nei, djók, við erum uppi á sviði!“). Tveir bassaleikarar og vel gróft, pönkað rokk sem svona varla hékk saman. Dásemd! Eitt laganna var eins og demó með Babes in Toyland, ég heyrði í Kolrössu og Nirvana ef hún hefði verið dregin í gegnum drullu. María Fönn söngkona geislaði af öryggi og frammistaða sveitarinnar með miklum ágætum. Laufkvist fór vel af stað, fyrsta lagið eins og Sibylle Baier í upphafi en svo fór það eiginlega út af sporinu. Síðara lagið var á ensku og ekki eins spennandi. En bara fyrsta mínútan í fyrsta laginu gefur tilefni til að fylgjast með Laufkvist. Lapua leika þrass og „grúv“-þungarokk að eigin sögn. Nokkuð vantar upp á þéttleika í sveitinni en trommarinn átti þó hörkuspretti.
Vertigo lék einslags nýbylgjupopprokk en var í raun réttri í leit að stíl uppi á sviði. Bandið er ungt, menn sýnilega ákveðnir og með frekari æfingum verður efalaust hægt að finna eitthvað haldbært til að vinna með. Við gefumst ekki upp. Júlíkó reyndist hinn mesti grallaraspói, eins og stökkbreytt útgáfa af Daða og sýndi glannaleg dansspor í bland við kersksnislega furðutexta. Flórurnar, Hrefna Rós og Selma Rós, voru æði. Lög þeirra um risaeðlur og iðnaðarmenn voru fyndin, stutt, sæt og seiðandi og settið þeirra var eins og hrein þriggja stiga karfa lengst utan af velli. Eins og einn samdómnefndarmeðlimur sagði, þær lönduðu því sem þær lögðu upp með fullkomlega. Frýs mættu brattir til leiks og beinir í baki og sýnilega mikið stuð innan raða sveitarinnar. Tónlistin helst til hefðbundið popprokk og samhæfing hefði getað verið betri. Gaman hafði ég þó af hetjusólóum Hauks Lárs gítarleikara í enda laganna. Ekkert vantaði upp á flugeldasýningar þar! Tinna & Gunnar slógu botninn í kvöldið. Afar sérkennileg spilamennska verður að segjast og ég var ekki alveg að átta mig á þessu. Tinna söng vel, hæglætisleg, hvíslandi r og b-rödd í anda Kehlani/Jhené Aiko. Svalt og vel hægt að vinna með þetta. Á sviðinu var svo heil hljómsveit sem gerði svo gott sem ekkert. Raftónar stýrðu fyrsta laginu og seinna lagið var löng uppbygging að … ja, ég veit það ekki. Hér þarf að stilla ýmislegt af. Leikar fóru svo þannig að salurinn valdi Frýs áfram á meðan dómnefnd veitti Flórunum brautargengi.
Bregðum okkur þá til undanúrslitakvölds númer tvö sem var á mánudaginn. Þá opnaði hin tveggja vikna gamla Peace of Men frá Hafnarfirði. Meðlimir tala um blöndu af „dubstep“, teknói og þungarokki og vissulega hljómaði sveitin eins og að óþétt útgáfa af Godflesh eða Killing Joke væri mætt á svið. Þetta má skrifa á stuttan líftíma sveitarinnar og það var vel hægt að hafa gaman af þessari opnu æfingu piltanna. Melódískt píanópopp dúettsins Áttavillt hafði ýmislegt við sig. Snotur lög og draumkennd og Amelía söngkona kann sitt fag. Eló var næst, listakonunafn Elísabetar Guðnadóttur frá Vestmannaeyjum. Tónlistin eins og hún lýsir sjálf, lágstemmd og hugljúf, og söngvaskáldageirinn undir. Eló var örugg með sitt, lögin tvö helst til of hefðbundin reyndar en slíkt var vegið upp með prýðilegum söng og útgeislun. Hljóðmaskína var næst, vel villt sveit og fyrsta lagið ekki mikið meira en djamm eður spuni á staðnum sem hljómaði eins og óhelgur hittingur Lightning Bolt og The Fucking Champs (með smá Primus). Lag tvö var indíkenndara en settið í heild úti um allar trissur, hvort sem það var meðvitað eða ómeðvitað. Guðbrandur Örn lék venjubundna söngvaskáldaóða, kántrí- og þjóðlagaskotna. Hjólið var alls ekki fundið upp en Guðbrandur flutti lögin með miklum sóma og sann. Áslaug Dungal mætti með tvo meðspilara með sér, trymbil og bassaleikara. Lög hennar eru stemningsrík hvar gítarhljómurinn sjálfur er mest lokkandi en hann er vel bergmálandi og það heillar. Lagasmíðarnar sjálfar voru hins vegar helst til daufar og spilamennskan náði ekki nægilega vel landi. Ahelia átti athyglisvert innslag. Vopnuð fiðlu stóð hún eins og handanheimsvera á sviðinu með epískan Eivarar-blæ yfir sér. Seinna lagið var áhugavert, leikvangapopp þar sem allt var hækkað upp í ellefu. Sjarminn var til staðar en bæði tónlist og framsetning þurfa meiri vinnu svo vel eigi að vera. Cloud Cinema lék djass, skipuð nemendum úr MÍT/FÍH og tónlistin eftir því. Spilamennska geirnegld en minna um sköpunarþrótt. Lil Salty mætti svo með sitt óviðjafnanlega rapp og sviðsframkomu og fékk salinn á sitt band á 0,1. Undirspilið vel draugalegt og sérkennilegt. Skemmtilegur tónlistarmaður. Little Menace voru að spila á Músíktilraunum í fjórða skipti, komnir frá „teikniborðinu“ sem þessi rýnir er alltaf að reka þá að. Þung og losaraleg rokktónlistin var þarna, rétt eins og áður, og lítið meira um það að segja. Tommi G. lokaði svo kvöldinu með glans. Hér var kominn móðins raftónlistargaur, strílaður upp eins og meðlimur í Soft Cell og loksins einhverjar hræringar á sviðinu, eitthvað nýtt og spennandi. Gotabundin raftónlist með ofsapoppstilvísunum og Tommi hafði tögl og hagldir á framvindunni allan tímann. Vissulega hægt að vinna betur í lögunum og efninu en þetta er efnilegt, sannarlega. Áhorfendur sendu síðan Cloud Cinema áfram í úrslit en dómnefnd valdi Tomma G áfram.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012